AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Page 67

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Page 67
DENNIS JOHANNESSON, ARKITEKT ÞEGAR FLUGELDA- PÁTTTAKA ARKITEKTAFÉLAGS ÍSLANDS í MENNINGARBORGINNI ÁRIÐ 2000 V A ENNING í BYGGINGAR- \ / LIST SNÝST UM HVERS- \ / DAGSLEGA HLUTI \ / Reykjavík hefur verið tilnefnd \ / ein af níu Menningarborgum V Evrópu árið 2000. Borgirnar munu kynna menningu sína og hefur 'þeim verið falið að skipuleggja hátíðarhöldin sameiginlega. Þær hafa fengið hver sinn efnisþátt að vinna með og í hlut Reykjavíkur kom „menning og náttúra" sem hlýtur að vera áhugavert viðfangsefni fyrir arkitekta. Þetta leiðir hugann að því hvað sé menn- ing. Menning er það sem gefur lífinu gildi, ómenn- ing allt sem rýrir gildi þess. Til menningar hljóta að teljast fyrirbæri eins og samfélag umburðarlyndis, hrein náttúra og notarlegt umhverfi. Menningin byrjar heima hjá hverjum og einum. Hún snýst um hversdaglega hluti eins og hvernig mennirnir búa, rækta garðinn sinn og er fjölbreytnin eftir því. Menningin teygir sig út á götur og torg og upp um holt og hæðir. Það sem einkennir íslenska húsa- menningu er afskaplega sérkennileg blanda af efnum, formum, litum og stíltegundum: Litlu torf- og steinbæirnir, litríku bárujárnsklæddu timburhús- in, alls lags kynlegir kvistir og kraðak húsa, nor- ræna klassíkin, stílhreinu fúnkisvillurnar, Ráðhús- ið, Perlan, Norræna húsið og margt fleira. Allt eru þetta hluti af menningararfleifðinni. Fjölbreytileiki og sundurgerð er það sem Reykjavík hefur upp á að bjóða og ber að vekja athygli og áhuga á þess- um sérkennum hennar án fordóma. Það eru ein- mitt þeir þættir sem setja svo sterkt svipmót á borgina og gera hana sérstaka í augum annarra þjóða. SAMSPIL NÁTTÚRU OG BYGGINGARLISTAR í BRENNIDEPLI Nálægð borgarbúa við stórbrotna náttúru og frjáls aðgangur þeirra að henni er annað sem einkennir Reykjavík, að ógleymdu hveravatninu sem hitar upp borgina og gefur henni hreint og heilsusam- legt yfirbragð. Samspil manns og náttúru hangir víða á bláþræði í heiminum í dag og margt bendir til þess að illa geti farið ef maðurinn breytir ekki um gildismat og temur sér nýjar leikreglur sem ein- kennist af auðmýkt og tillitsemi frekar en hroka og yfirgangi. Það ætti því að vera keppikefli fyrir alla þá sem koma að byggingar- og skipulagsmálum höfuðborgarsvæðisins að varðveita hin viðkvæmu vistkerfi í náttúrunni svo að borgarbúar geti notið ómengaðs lofts, vatns og óspillts umhverfis á nýrri öld. Umgengnismenning við náttúruna og um- hverfið verður höfuðviðfangsefni mannsins á nýrri öld og má því segja að í hlut Reykjavíkur hafi kom- ið fjöreggið sjálft. í dag virðist eiga sér stað viss gerjun og endurmat í íslenskri byggingarlist. Hin stórbrotna íslenska náttúra er nú í brennidepli sem aldrei fyrr og aukinn áhugi virðist vera á íslenskum byggingarhefðum og efnum svo sem torfhleðslum, bárujárni, steiningu og ýmsu öðru. Því er eðlilegt að samspil náttúru og byggingarlistar í fortíð og framtíð verði viðfangsefni Arkitektafélagsins á Menningarborgarárinu. ÞÁTTTAKA ARKITEKTA BYGGIR Á FRUM- KVÆÐI EINSTAKLINGA Stjórn Arkitektafélags íslands ákvað á síðasta ári að setja af stað starfshóp til að undirbúa þátttöku arkitekta og hefur fimm manna hópur félagsmanna ásamt framkvæmdastjóra félagsins tekið til starfa. Fyrsta verk hans var að auglýsa eftir verkefnum í fréttabréfi félagsins og voru félagsmenn hvattir til þáttöku á eigin forsendum. Slíkt frumkvæði ein- staklinga leiðir oft til kraftmikilla og skemmtilegra verkefna. Starfshópurinn hefur leitast við að ræða við sem flesta sem tengjast byggingarlist, m.a. SÝNINGUNN LÝKU R stofnanir, félög og einstaklinga. Mikið og gott sam- starf hefur verið við forstöðumann Byggingarlista- deildar Listasafns Reykjavíkur, en hann hefur tek- ið saman ýmsar áhugaverðar hugmyndir að verk- efnum og viðburðum. Jafnframt hefur verið fund- að með fyrrverandi og núverandi framkvæmda- stjórum Menningarborgarinnar. í framhaldi af þeim fundum var Arkitektafélagi íslands boðið að til- nefna fulltrúa í samráðshóp enda má ætla að byggingarlistin vegi nokkuð þungt í fyrirhuguðum hátíðahöldum. Starfshópurinn hefur reynt að átta sig á markmið- um byggingarlistarinnar í verkefninu og hefur m.a. verið rætt um efirfarandi: Að kynna sögu bygging- arlistarinnar með ýmsum hætti. Að gefa innsýn inn í framtíðina, t.d. með hönnun framtíðarhúsa. Ung- um arkitektum verði falin verkefni sem tækifæri til að kynna sig. Áhugi almennings á byggingarlist og mikilvægi góðrar hönnunar verði vakinn með ýms- um hætti. Leiðirnar að þessum markmiðum eru ótalmargar svo sem sýningar, samkeppni, friðun húsa, mál- stefnur og fyrirlestrar, ýmiss konar útgáfustarf- semi, kynningar á veraldarvefnum og í fjölmiðlum, skoðunarferðir/opin hús, verkefnavinna ýmiss konar svo að nokkuð sé nefnt. VERKEFNI OG VIÐBURÐIR TIL FRAMTÍÐAR Margar áhugaverðar hugmyndir að verkefnum hafa komið inn á borð hjá starfshópnum og vænt- anlega eru fleiri á leiðinni. Þær koma úr ýmsum áttum og eru fjölbreytilegar, bæði innlendar og er- lendar. Varla er tímabært að fara að tíunda verk- efnin hér, þar sem starfshópurinn hefur enn ekki tekið afstöðu til þeirra og stjórn Arkitektafélagsins enn ekki fjallað um þau. Það hefur háð starfs- hópnum í endanlegu verkefnavali, að fjármögnun Menningarborgarinnar er óljós þegar þessi orð eru skrifuð, en vonandi skýrast þau mál fyrr en síðar. Arkitektafélagið hefur sjálft ekki fjárhagslegt bol- magn til að hrinda verkefnum úr vör og öll vinna starfshópsins er í sjálfboðavinnu. Það blása hag- stæðari vindar um arkitektafagið þessa dagana en um langt skeið. Þjóðarbúið virðist standa traustari fótum en mörg undanfarin ár og ýmis áhugaverð verkefni eru í farvatninu sem ættu að styrkja stöðu byggingarlistar og hönnunar í landinu til framtíðar. Er þar fyrst að nefna opnun Byggingarlistadeildar Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu árið 2000, sem hlýtur að teljast stór-viðburður og ætti að verða mikil lyftistöng fyrir byggingarlistina í land- inu. Margir af helstu arkitektum okkar íslendinga hönnuðu einnig húsgögn, ýmsan húsbúnað o.fl., sem brýnt er að hafa upp á og varðveita. Að frum- kvæði Form ísland hefur nefnd á vegum mennta- málaráðuneytisins lagt til að komið verði á fót safni til varðveislu á góðri hönnun hið fyrsta og beri það heitið Hönnunarsafn íslands. Er nú beðið ákvörð- unar menntamálaráðherra í því máli og vonandi verður safnið komið á laggirnar um aldamótin. Menntamál arkitekta hafa verið töluvert í umræð- unni á síðustu árum og með tilkomu ÍSARK hillir nú undir að íslenskur arkitektúrkóli geti orðið að veru- leika. Allt eru þetta verkefni sem arkitektar binda miklar vonir við í upphafi nýrrar aldar. Það er mik- ið í húfi fyrir höfuðborgina að vel takist til með und- irbúning og framkvæmd verkefnisins um Reykja- vík sem eina af Menningarborgum Evrópu árið 2000. Vonandi taka sem flestir þátt í menningar- starfsemi að eigin frumkvæði og á eigin forsend- um. Þannig verða áhrifin á líf borgarbúa varanleg löngu eftir að flugeldasýningunni lýkur. En það er einmitt þessi varanleiki áhrifa, sem ber að hafa að leiðarljósi, þegar verkefni eru valin fyrir Menningar- borgina. ■ (Greinarhöfundur er formaður starfshóps AÍ og fulltrúi þess í samráði Menningarborgarinnar.) 65 64

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.