AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Blaðsíða 69

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Blaðsíða 69
g CD NORDREGIO Nordregio (Nordic Centre för Spati- al Development) er ný norræn stofnun sem Norræna ráðherra- nefndin kom á fót þ.1. júlí árið 1997. Með stofnun Nordregio sameinuðust tvær norrænar stofnanir, Nordplan (Nordiska Institutet för Sam- hállsplanering) og NordREFO (Nordiska Institutet för Regional Politisk Forskning). í ársbyrjun 1998 bættist þriðja stofnunin við, NOGRAN (Den Nor- diska Gruppen för Regional Analyse). Nordregio byggir því á 30 ára reynslu í skipulags- og byggða- málum sem fengist hefur með starfi þessara þriggja stofnana. Nordregio mun fást við það sem mætti kalla dreif- ing og þróun í rými (spatial development - rumlig udvikling) í víðri merkingu, þ.m.t. byggðastefnu og eðlisrænt skipulag. Stofnunin mun beita sér fyrir rannsóknum á þessu sviði, kennslu, gagnasöfnun og varðveislu gagna sem nýta má í stefnumótun og við ákvarðanatöku. Reynt verður að sjá til þess að sem flestir geti notið þess sem stofnunin hefur upp á að bjóða. Nefna má að Nordregio gefur út The Nordic Journal of Regional Development and Territorial Policy. Með stofnun Nordregio, starfi stofnunarinnar og með því að ekki mun aðeins verða litið til Norður- landanna heldur og til Evrópu allrar er viðurkennt að þróun byggðamála og skipulags í einu landi er háð umheiminum. Á sama hátt og skaðleg áhrif á umhverfið fara ekki eft- ir pólitískum landamærum eru svæði og sveitarfélög háð því sem skeður annarsstaðar í veröldinni. í framtíðarsýn fyrir Nordregio er þess vænst m.a. að stofnunin geti orðið leiðandi í Evrópu sem miðstöð rann- sókna og kennslu á sínu sviði og að með starfi hennar náist að tengjá sam- an stjórnmál, stjórnsýslu, rannsóknir og kennslu. Auk starfsmanna Nor- dregio hefur stofnunin net rannsókn- armanna og opinberra starfsmanna frá öllum Norðurlöndunum sér til að- stoðar. Stjórn Nordregio, sem er útnefnd af Norrænu ráð- herranefndinni, er skipuð fimm fulltrúum, einum frá hverju Norðurlandanna, og þremur áheyrnar- fulltrúum frá löndum með heimastjórn auk fulltrúa starfsmanna stofnunarinnar. Fulltrúi íslands í stjórninni er Sigurður Guðmundsson, forstöðu- maður Þróunarsviðs Byggðastofnunar, og vara- maður hans er Þorvaldur S. Þorvaldsson, skipu- lagsstjóri Reykjavíkur. Stjórnin hefur skipað sérfræðingaráð sér til að- stoðar. Fulltrúar í ráðinu koma frá háskólum og op- inberri stjórnsýslu, þ.m.t. ráðuneytum og skipu- lagsstofnunum. Noregur, Danmörk, Finnland og ísland eiga hvert um sig þrjá fulltrúa í ráðinu og Grænland, Færeyjar og Áland hvert tvo fulltrúa. Fulltrúar íslands í sérfræðingaráðinu eru Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins, sem er varaformað- ur ráðsins, Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, sviðsstjóri á Borgarskipulagi Reykjavíkur, og Trausti Valsson, dósent við Fláskóla íslands. Sérfræðingaráðið kom saman í fyrsta skipti í febrúar 1997. Drög að viðamikilli vinnuáætlun ráðsins hafa verið lögð fram. Fulltrúar í stjórn og sérfræðingaráði eru til- nefndir af forsætisráðuneytinu. Starf Nordregio er stutt á veg komið enn sem kom- ið er. Starfsmannafjöldi þess fer vaxandi og hafa sex nýjar rannsóknarstöður í m.a. byggðamálum og umhverfi borga verið auglýstar. Nordregio hef- ur aðsetur í Stokkhólmi. Þeir sem óska eftir að fá frekari upplýsingar um stofnunina og starfsemi hennar geta snúið sér til Liselott Happ-Tillberg, Nordregio, Box 1658, SE-111 86 Stockholm, fax + 468 463 5401. ■ o= 3J O 67 R. GUÐLAUGSDÓTTIR, SKIPULAGSFRÆÐINGUR BORGARSKIPULAGI REYKJAVIKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.