AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Side 18

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Side 18
þaö mjög mikið möguleika okkar, ekki bara á þessu ári heldur á nýrri öld. Viö leggjum mjög mikla áherslu á aö þaö veröi ýtt á Tónlistarhúsið. Hins vegar mega menn heldur ekki skilja þetta menn- ingarborgarár þannig aö þaö eigi aö nota þaö til þess aö bjarga viö öllum fjársveltum menningar- stofnunum og leysa öll vandamál þeirra. Eöa þaö eigi aö nota alla peningana til þess aö byggja hús af því aö þau eru svo varanleg. Það er ekki nóg. Ef þú vilt halda upp á afmælið þitt þá er ekki nóg aö eiga bara hús. Þú þarft að hafa eitthvað til aö geta boðið fólki upp á. Mér finnst þaö ekki vera okkar verkefni aö berjast upp á líf og dauða fyrir því aö það veröi farið aö byggja og byggja. Ef Tónlistar- hús verður byggt, þá þarf líka aö tryggja aö þaö veröi hægt aö gera eitthvað inni í því. Okkar verk- efni er frekar aö reyna aö flytja íslensk tónverk sem eru sjaldan „pöntuö" hér á íslandi. Það er sem sagt ekki okkar verkefni að taka frumkvæðiö af rík- inu og öörum aðilum sem eiga aö sjá um aö hér sé hægt aö stunda menningarlíf. En að sjálfsögöu styðjum viö duglega viö slíka viöleitni. Nú hafa aðrar þjóðir, eins og t.d. Englendingar gert sér grein fyrir að svona tilstand kostar um- talsverða peninga. Þeir komu sér upp happ- drætti til þess að fjármagna ýmsar fram- kvæmdir sem tengjast aldamótaárinu og hafa lagt á það mikla áherslu að sú aldamótakyn- slóð sem nú er uppi hafi það að leiðarljósi að gefa ungu fólki von og trú á framtíðina. Hefur fjármögnun þessa menningarárs verið tryggð þannig að við komumst frá því með fullri sæmd? Reykjavíkurborg leggur ákveöna fjármuni til þessa verkefnis og svo gerum viö væntanlega samning viö ríkiö um svipað mótframlag. Síöan er gert ráö fyrir því aö viö fáum talsvert fé úr þessum erlendu sjóöum, bæöi frá Evrópusambandinu og líka Nor- ræna Menningarsjóðnum. Auk þess eru þessar níu menningarborgir meö samtök og þær eru núna aö ráöa sér framkvæmdastjóra sem hefur þaö hlutverk eingöngu aö sjá um alþjóðlega markaös- setningu á þessum níu menningarborgum áriö 2000 og fjármögnun. Þaö er erfitt aö áætla ná- kvæmlega hverju þetta skilar. Svo er líka búiö aö hanna alþjóðlegt merki fyrir þessar níu menningar- borgir. Viö gerum okkur vonir um aö þaö komi talsvert af þeningum erlendis frá, en fjárhagsleg staða verk- efnisins veröur samt ekki Ijós fyrr en í sumar. Hins vegar getur líka veriö aö við getum fengiö einhver stór erlend, niöurgreidd verkefni gegn mótframlagi sem viö verðum sjálf að inna af hendi og þá er eins gott aö eiga fyrir því. Ef viö erum í þessu samstarfi þá verðum viö aö taka myndarlega á málum. ís- land er þekkt sem land með mjög sterka menn- ingu, bæði sögulega og ekki síður nýja og fjölþjóö- lega. Viö erum skapandi þjóö í bestu merkingu og þannig getur menningarborgarárið aldrei oröiö án mikilla listviðburða. Annars veröum viö aö athlægi. Viö höfum sótt um aö vera menningarborg Evrópu áriö 2000 og þá eigum viö ekki aö skammast okk- ar fyrir þaö. Viö eigum líka aö nota tækifæriö til aö tengja list og náttúru og viö þurfum aö vinna meö almenningi og atvinnulífi að umhverfisvernd í gegnum þetta átak. Ég sé fyrir mér óteljandi mögu- leika á því og ég er sannfærö um aö viö eigum mikla möguleika fólgna í þessari menningarborg- arnafnbót. Að lokum. Er búið að ákveða þann mælikvarða sem menn ætla að leggja á það hvort vel eða illa hafi tekist til á þessu menningarári - eða hefur þú skoðun á þessu máli? Það eru til margir mælikvaröar. Sumir segja að þetta megi ekki veröa nein flugeldasýning meö kampavíni og stjörnuljósum þar sem ekkert situr eftir. En það má líka segja á móti aö mjög ánægju- leg, óvenjuleg stund, úti eöa inni, hún skiptir líka máli. Þannig augnablik eru líka varanleg gæöi. Þau upplifa sumir kannske bara einu sinni. Og viö sem nú lifum, lifum aðeins einu sinni árþúsunda- mót. Þaö ósýnilega skiptir líka máli. Ég held aö menn þurfi aö fara mjög gætilega í að búa sér til mælikvarða. Ef okkur tækist aö láta ungt fólk fá trú á framtíðina þá eru það mjög varanleg gæöi þótt þaö yröi kannski aldrei hægt aö mæla þau. í þessum menningarborgum erlendis hafa mjög mismunandi mælikvaröar veriö lagðir til grundvall- ar. Hvaö skiptir máli erlendis, þegar land og þjóð er kynnt? Hvaö mun draga gesti hingað á árinu 2000? Og á næstu öld? Þaö verður aö myndast eftirvænting, spenna og tilhlökkun. Fólk á aö taka þátt í verkefnum menningarborgarinnar og hún þarf aö komast inn í umræöur manna og verða aflgjafi í samfélaginu. Mér finnst aö þaö þurfi að vera einhver „ára" yfir árinu 2000 sem er skemmti- leg og vekur fólki bjartsýni og gleði yfir að upplifa þessi tímamót. Og umfram allt þarf fólk aö hafa gaman af þessu. ■ 16

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.