AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Page 38

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Page 38
HARPA STEFÁNSDÓTTIR, ARKITEKT, form. ÍSARK Um workshop ISARK OG NORDISK ARKITEKTUR AKADEMI á menningarári Reykjavíkurborgar slenski arkitektaskólinn, ÍSARK, var stofnaður af Arkitektafélagi íslands árið 1994. Megin- markmið ÍSARK er að vinna að mótun kennslu í byggingarlist á íslandi. Fyrstu fjögur árin fólst starfsemi ÍSARK í því að haldin voru fjögur mánaðarlöng sumarnámskeið fyrir lengra komna arkitektanema við erlenda skóla, kennarar voru bæði íslenskir og erlendir. Sumarnámskeiðin hafa aflað okkur mikilvægrar reynslu og góðra tengsla við erlendar menntastofnanir. Síðan haustið 1997 hefur stjórn ÍSARK lagt megin- áherslu á að undirbúa jarðveginn fyrir stofnun full- gilds arkitektaskóla. Árið 1995 fékk ÍSARK inngöngu í NORDISK ARKI- TEKTURAKADEMI, samtök norrænu arkitekta- skólanna, sem ellefti norræni arkitektaskólinn. í þessu fólst mikilvæg viðurkenning og lykill að frekara samstarfi. NORDISK ARKITEKTURAKA- DEMI var stofnað árið 1992. Markmiðið með starf- seminni er að standa fyrir samstarfi norrænu arki- tektaskólanna og vinna að sameiginlegum mark- miðum þeirra. Velvilji og stuðningur samtakanna við starfsemi ÍS- ARK er mjög mikill. Vorið 1997 var samþykkt vilja- Workshop í Þrándheimi 1997. yfirlýsing norrænu arkitektaskólanna um samstarf þeirra og ÍSARK um að hefja 1 - 2 ára kennslu í arkitektúr á íslandi sem yrði þáttur í stofnun arki- tektaskóla. Samtökin hafa árlega staðið fyrir sam- vinnuverkefni meðal skólanna sem þeir skiptast á um að halda. Fjórir nemendur og kennari frá hverjum skóla fá styrk til að taka þátt í verkefninu hverju sinni. Sá skóli sem stendur fyrir verkefninu kostar það að hálfu leyti á móti NORDPLUS-verk- efnastyrk. Nemendurnir vinna stutt undirbúningsverkefni hver í sínum skóla yfir veturinn, síðan er hist að vori í viku Workshop og unnin verkefni í smærri hópum. í lokin er haldin sýning á verkum nem- enda. Greinarhöfundur sótti fulltrúafund NORDISK ARKITEKTURAKADEMI í Þrándheimi í maí 1997 ásamt Jes Einari Þorsteinssyni þáverandi for- manni ÍSARK. Á sama tíma stóð einnig yfir Works- hop ársins sem lauk með áhugaverðri nemenda- sýningu. Verkefnið var nefnt „Den arkitektoniske bagasje", og fólst í ýmsum innsetningum innan- og utandyra. í ár verður verkefnið á vegum Arkitekta- skólans í Gautaborg og nefnist „Det osynliga syn- liggörs". Tilgangurinn með verkefninu er að vekja athygli almennings á ýmsum hughrifum byggingar- listarinnar, t.d. notkun birtu. Fulltrúi ÍSARK mun sækja fulltrúafundinn sem haldinn verður þar og fylgjast með Workshop og nemendasýningu. ÍSARK hefur verið falið að standa fyrir verkefninu árið 2000 þegar Reykjavík verður menningarborg í Evrópu. Undirbúningur þess er nú þegar hafinn, en skipulagning og verkefnaval er í höndum stjórn- ar ÍSARK. Fundir NORDISK ARKITEKTURAKADEMI eru einn til tveir á ári. Formaður ÍSARK sótti í febrúar s.l. fulltrúafund samtakanna sem haldinn var að þessu sinni í Kaupmannahöfn. Á fundinum kom fram hugmynd að nýju samstarfsverkefni. Stefnt er að því að vinna að samnorrænum skilningi á nor- rænni byggingarlist og stuðla að því að veita ung- um upprennandi arkitektum innsýn í norræna byggingarlist. Skólarnir bjóði síðan til skiptis námsönn þar sem norræn byggingarlist er sérstak- lega tekin fyrir, áhersla verði lögð á sérkenni í við- komandi landi hverju sinni. Það er von ÍSARK að samstarfið við NORDISK ARKITEKTURAKADEMI og Workshop ársins 2000 verði lyftistöng fyrir menningarlíf í Reykjavík á menningarárinu, ekki síður en fyrir starfsemi ÍS- ARK. ■

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.