AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Blaðsíða 51
svæðisins að framkvæma verkið. Þetta atferli
hugsa ég að sé ekki mögulegt fyrir alla arkitekta
fjárhagslega séð. Meðal margra verka arkitekts-
ins, er „Rokko Houses" íbúðareiningarnar, sem
Tadao lagði til borgaryfirvalda. Þessar íbúðir urðu
fyrir miklum skemmdum í jarðskjálfta.
En fallegustu byggingar eftir arkitektinn Tadao eru
án efa kirkjulegs eðlis. Kirkja vatnsins i steingarð-
inum, eins og Tadao sjálfur kallar hana, er staðsett
fyrir framan stöðuvatn, þar niðri í er staðsettur
kross. Frá kirkjunni sést landslag með skógi og
fjöllum.
Yfir vetrartímann er hægt að njóta landslagsins
samt sem áður, í gegnum glugga með kross í miðj-
unni. Önnur kirkja, kölluð kirkja Ijóssins, andstætt
fyrri kirkjunni, hleypir birtunni í gegnum op sem er
kross í laginu, birtan endurspeglast i loftinu eftir
tíma dagsins. Hof vatnsins: þar er um að ræða
tjörn, þar sem á fljóta 500 lótusblóm, tákn búdd-
isma. Stigi sem virðist fara niður í vatnið, þar sem
er inngangur hofsins. Þetta búddiska hof var í upp-
hafi gagnrýnt af trúarleiðtogum, en fljótlega kom í
Ijós að hofið dró til sín fjölmarga ferðamenn, því
ákvaðu þeir að láta borga aðgangseyri (jafnvel þó
að Tadao væri ekki sammála). Byggingin stóðst
með ágætum jarðskjálfta. Inn í hofið kemur rautt
Ijós frá litlum hliðargluggum, birtan gerir umhverfið
mjög leyndardómsfullt.
Síðasta slædsmyndin sýnir vinnustofuna, sem er í
fimm hæða byggingu, svo eru tvö kýraugu þar
sem hundur Tadaos, sem heitir Le Corbusier, get-
ur kíkt út. Vinnustofa Tadaos er staðsett nálægt
innganginum, segir hann sjálfur að það sé til að
fylgjast með, að arkitektarnir hans fari ekki út fyrr
en vinnutími þeirra sé búinn.
Teikniborð Tadaos er undir stiganum, til að sam-
starfsmenn hans geti hallað sér fram, og hlustað
þegar meistari þeirra kallar á þá.
Þegar fyrirlestrinum er lokið, flýtir Tadao Ando sér
í burtu, með liðsmenn sína í nálægð, svo að aðdá-
endur hans komist ekki nálægt honum. Af tilviljun
komumst við inn í herbergi, þar sem er staddur
Tadao, nokkrir stjórnarerindrekar og prófessorar.
Biðjum um að fá viðtal, en hann neitar. Tökum
nokkrar myndir og förum svo í burtu. ■
TONLEIKAR
TIL VORSINS
5. febrúar
Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari
Einleikari: Thorleif Thedéen
jean Sibelius,
Sinfónía nr. 6
Hafliöi Hallgrímsson:
Herma, sellókonsert
Wolfgang A. Mozart:
Sinfónía nr. 36, K 425
19 febrúar
Hljómsveitarstj.: Guöni Emilsson
Kynnir: Hákon Leifsson
Glæsileg hljómsveitarverk
sem kynnt veröa á tónleikunum
5. mars
Hljómsveitarstjóri: Jurjen Hempel
Hafliöi Hallgrímsson:
Hljómsveitarmyndir op. 19
Carl Nielsen:
Sinfónía nr. 5
12., 13. og 14. mars „West End"
Hljómsveitarstjóri: Martin Yates
Einsöngvarar: Deborah Myers,
Kim Criswell, Andrew Halliday
og james Graeme
Söngleikjatónlist m.a. úr
Vesalingunum, Cats, Evita,
Miss Saigon, Oliver ofl.
19. mars
Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari
Einsöngvari: Andrea Catzel
Richard Strauss:
Don juan
Richard Strauss:
Fjórir síöustu söngvar
W. Lutoslawski:
Konsert fyrir hljómsveit
2. og 4. apríl
Hljómsveitarst.: Paul W. Griffiths
Einsöngvari: Sigrún Hjálmtýsd.
Óperutónlist m.a. eftir Mozart,
Rossini, Bellini, Donizetti, Verdi ofl.
7. maí
Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari
Einieikari: Guöný Guömundsd.
Richard Wagner:
Lohentjrin, forspil oð 7. þœtti
Páll P. Pálsson:
Fiölukonsert
Alexander von Zemlinsky:
Hafmeyjan
14. maí
Hljómsveitarst: Ole Christian Ruud
Einleikari: Bella Davidovich
Ludwig van Beethoven:
Egmont, forleikur
Ludwig van Beethoven:
Píanókonsert nr. 3
Ludwig van Beethoven:
Sinfónía nr. 6
5. júní Listahátíö í Reykjavík
Hljómsveitarst.: Yan P. Tortelier
Einleikari: Viviane Hagner
Gabriel Fauré:
Pelléas & Mélisande
Alban Berg:
Fiölukonsert
Maurice Ravel:
Gœsamamma, svíta
Paul Hindemith:
Symphonic Metamorphoses
(?)
I SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS I
Háskólabíói við Hagatorg
Sími: 562 2255
Fax: 562 4475
Nánari upplýsingar á sinfóníu-
vefnum: www.sinfonia.is