AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Blaðsíða 58

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Blaðsíða 58
könnun á forsögn og aðstæðum og ekki talið for- svaranlegt annað en að gefa öllum arkitektum norðurlandanna tækifæri til að koma með hæfustu tillöguna. Slíkar samkeppnir eru mikils metnar og heyrir til algjörra undantekninga að ekki sé byggt eftir þeim. Á árinu 1986 var efnt til Norrænnar arki- tektasamkeppni um tónlistarhús á íslandi. Þetta er í eina skiptið sem samnorræn arkitektasamkeppni hefur verið haldin á íslandi. Undirritaður bar sigur úr býtum í keppni við 75 þátttakendur frá öllum norðurlöndunum eftir að tillagan hlaut einróma lof fjölþjóðlegrar dómnefndar. Forsögn samkeppninnar miðaðist við tónlistarhús án tillits til óperuflutnings. Að samkeppni lokinni komu upp óskir um óperuað- stöðu í tónlistarhúsinu og teikningum var því breytt lítillega vegna þeirrar aðlögunar og voru lagðar fyr- ir byggingarnefnd. Samkvæmt skilgreiningum er því 35 % hönnunar hússins lokið. Það fylgir sög- unni að hugmyndafræði hússins er byggð upp með tilliti til mikils sveigjanleika þannig að hægt var/er að framkvæma stórar forsagnarbreytingar án þess að meginuppbygging eða útlit hússins breytist. UM „ÁLITSGERÐ NEFNDAR UM TÓNLISTAR- HÚS" Undirritaður hefur lesið álitsgerð ofangreindrar nefndar ríkis og Reykjavíkurborgar og telur hana vera hlutdræga og einblína einungis á fjárfesting- ar- og rekstrargrundvöll. Undirritaður telur að við álitsgerðina megi bæta upplýsingum og áliti er rök- styðja staðsetningu tónlistarhússins í Laugardal (eins og frá upphafi hefur verið gert ráð fyrir eftir ýt- arlegar úttektir á lóðum í borginni). Álitsgerðina vantar algjörlega vægi milli rekstrargrundvallar og annarra gildismata sem varðar gildi tónlistarhúss sem menningarstofnunar. Líta verður á tónlistarhús sérhverrar höfuðborgar sem eina af háborgum og hornsteinum menning- arþjóðarinnar. Tónlistarhús er andlit þjóðarinnar útávið og spegill menningarstarfsemi og þjóð- arstolts í líkingu við t.d. þjóðleikhús, háskóla, ráð- hús m.m. Þessar byggingar einkennast allar (og alls staðar í heiminum) af virðuleika og hátíðleika og eru stórsalir og menningarstólpar þjóðanna. Myndarleg og aðlaðandi anddyri og veitingaað- staða eru sjálfsagður og óaðskiljanlegur hluti slíkra bygginga og skapa virðulegan ramma í kringum móttökur og aðra starfsemi. í álitsgerðinni er gengið fram hjá gildi þessara þátta og ekki heldur farið nægilega í saumana á hvernig veitingaaðstaða gæti staðið undir sér í tón- listarhúsinu í Laugardalnum. Fjárfestingar- og rekstrarkostnaður Perlunnar er ósambærilegur, og þarf ekki að tíunda það hér. í upphafi má geta þess að skýrslan ber sterkan keim af einkum tveimur skoðunum nefndarinnar. A. Ósk um ráðstefnuaðstöðu tengda tónlistarhús- inu. B. Að húsið verði minna, m.a. sérstaklega með því að sleppa veitingaaðstöðu og e.t.v. minnka anddyri með tilliti til samkrulls með öðrum veit- ingastöðum sbr. Perluna eða Hótel Sögu. Eftirfarandi atriðum álitsgerðarinnar ber að gefa sérstakan gaum: 1. Sprengja í Öskjuhlíð (4-5 hæðir) 2. Staðsetning við Hótel Sögu 3. Aðstaða fyrir ráðstefnur 4. Veitingaaðstaða VARÐANDI ATRIÐI NR 1. Tónlistarsalir krefjast mikils rýmis til að uppfylla viðunandi hljómburðarskilyrði. Til dæmis má nefna að algengt er að 1200 manna salir séu frá ca. 12-17 metra háir eða samsvarandi ca. 5 hæða íbúðarblokk. Fermetrafjölda mætti áætla lauslega ca. 8.500 m2 ef anddyri og veitinga- aðstöðu yrði „sleppt" (aðrar byggingar nýttar í staðinn). Um er því að ræða gífurlega umfangs- mikið sprengiverkefni í sjálfri Öskjuhlíðinni, með tilheyrandi áhuga náttúruverndarsamtaka. Það má mætavel skilja að fólk hrífist af Tempel- kyrkan í Helsinki, en þess ber að geta að í fyrsta lagi er það smávægilegur salur í m2-stærð og rými miðað við þarfir tónlistarsala. Einnig ber að geta þess að Tempelkyrkan er ekki niðurgrafin heldur byggð með „hefðbundnu" þaki og glerþaki og hef- ur því ekki þau leka- og kuldavandamál sem öll jarðgöng og sprengdar hvelfingar hafa í för með sér. Síðast en ekki síst ber að nefna að slíkum rýmum spengdum í fjall þarf að hljóðstýra sérstaklega og vilja hljómburðarsérfræðingar meina að þekja þurfi allt að þriðjungi veggflata til að ná fullu valdi á hljómburði. Þá er þegar búið að leggja gólf (t.d. parkett) og byggja sértilbúið þak vegna lekavand- amála og hljóðstýringar. Lítið verður því eftir af sýnilegri fegurð bergsins (sem lekur). Það má ef til vill spyrja sig að lokum hver tilgangurinn sé með að fela nýtt tónlistarhús og menningarstofnun á íslandi undir jörðinni, og hvers eiga tónlistarunnendur með innilokunar- kennd að gjalda þegar þeir þora ekki á tónleika. VARÐANDI ATRIÐI NR. 2 Um staðsetningu bak við Hótel Sögu (milli Háskól- ans og Hótel Sögu) er það eitt að segjá að sú lóð er einfaldlega alltof lítil fyrir tónlistarhús. Einnig yrði aðkoma að húsinu sérlega ósæmandi og klaufaleg og umferðarlega séð varasöm. Stað- setning við Hótel Sögu myndi verða skipulagslegt slys í Reykjavík. VARÐANDI ATRIÐI NR. 3 Aðstaða fyrir ráðstefnur hefur verið mikið rædd. Þetta getur verið áhugaverður möguleiki á nýtingu tónlistarhússins. Það skal tekið fram að tónlistar- húsið í Laugardal (sem lagt var fyrir byggingar- nefnd) er teiknað með tilliti til ráðstefnuaðstöðu. Það sem upp á vantar eru fundarherbergi/minni salir fyrir hópa. Þau vantar reyndar einnig í Öskju- hlíð. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir einu höfuð- Verðlaunatillaga Guðmundar Jónssonar arkltekts að Tónlistarhúsi í Laugardal. Grunnmynd, þar sem bætt hefur verið við fundaraðstöðu. funda.L3; Tónlistarhúsið persónur persónur tengigangur við veitingaaðstóóu og veitingasalur Va,naieið útiveitingar i anddyn aðkomuleið með bifr&iöum TXTKLA. bifreiðastaeði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.