AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Síða 71
sýndi Guöjón bæöi málverk og skúlptúra. Sýning-
in öll var unnin út frá ströngum formreglum þótt
vissulega ætti hiö óvænta nokkurn þátt í sýning-
unni, því stál-skúlptúrarnir höföu bókstaflega veriö
sprengdir sundur með dínamíti. Verkin á sýning-
unni voru þannig undarlegt samspil af vandlega
ígrunduöum formalisma og óbeisluöum krafti,
hreinni og tímalausri afstraksjón og jaröbundinni
raunhyggju sem tengir verkin ákveönum staö í
veruleikanum. Þau eru til vitnis um sköpunarferli
sem er hvorki meö öllu hamiö né algjörlega tilvilj-
anakennt. Útkoman er aö sama skapi ekki einhlít:
annars vegar má segja aö sýningin hafi boriö ró-
legt og fágaö yfirbragö, en hins vegar er ekki laust
viö aö áhorfandinn finni fyrir ótta. Þaö er eitthvað
hættulegt og stjórnlaust viö verkin, hversu vand-
lega úthugsuö sem þau kunna aö virðast.
Það samspil strangs formalisma og óreiöu sem er
svo áberandi í skúlptúrunum er líka aö finna í mál-
verkunum. Guöjón sýndi málverk sem unnin eru
eftir hreinni flatarmálsfræði - afstrakt úrvinnslur á
þeim möguleikum sem felast í einföldustu formum,
krossum og hreinum hornum. Þessar myndir
minna kannski einna helst á málverk bandaríska
listamannsins Ad Reinhardts frá sjötta áratugnum,
án þess þó aö líkja eftir þeim. Viö hliöina mátti síð-
an sjá málverk sem einkenndust líkt og skúlptúr-
arnir af óreiöu eða sjálfsprottnum lífrænum form-
um; þau viröast vera niðurstaða einhvers ferlis
sem er ekki alfarið á valdi listamannsins. Spennan
milli þessara ólíku mynda var einmitt helsta ein-
kenni sýningarinnar, spenna sem virðist benda til
þess aö listamaðurinn feti einstigi milli tveggja
ósamrýmanlegra póla. Vald og óreiöa eru pólarnir
sem segja má aö skilgreini sköpunarferliö og dragi
listamanninn áfram á ferö hans, ferö sem er „jafn
sjálfstæö og jafn óskiljanleg og ferö brjálæðingsins
sem allir forðast," eins og El Lissitzky orðaði þaö.
Þótt tilviljun geti aldrei oröiö megininntak
listarinnar veröur hún alltaf aö vera til staðar. Lista-
maöurinn verður aö taka áhættu; hann verður að
hætta á þaö aö láta ytri öfl taka af sér völdin. Verk
Guöjóns Bjarnasonar eru gott dæmi um þetta og
hann meðhöndlar hina skapandi orku af einstakri
færni; stýrir henni án þess aö stjórna henni
nokkurn tíma til fulls. Þetta skapandi ferli dæmum
viö síðan eftir afuröunum - listaverkunum sem eft-
ir sitja - en um leið eru verkin eins konar heimild
um sköpun sína og þau geyma í sér söguna af því
hvernig þau uröu til.
Svört minning, úr myndröðinni Hnignandi þrá 1997.
Verkin sjálf eru síöan þannig upp byggö aö þau
endurspegla vissa stígandi frá því sem við fáum
valdið til óreiðunnar sem viö getum ekki hamið.
Sömu formin eru afmynduð á mismunandi hátt og
mismunandi mikið, en þaö undirstrikar einmitt
spennuna í vinnsluferlinu. Litaskalarnir sem sjást í
málverkunum og í steyptum málmmyndum af lík-
amshlutum sýna á svipaðan hátt hreyfingu eöa
ferli, teygöir frá Ijósi í myrkur, milli reglu og óreiðu,
á ferö milli tveggja póla sem er „jafn-óskiljanleg og
ferö brjálæðingsins," en engu aö síður nauösyn-
legur þáttur í mannlegri tilveru. Líkt og sköpunar-
krafturinn veröur aldrei haminn aö fullu í listinni
veröur listin aldrei hamin aö fullu í reynslu okkar af
list eöa í skrifum okkar um hana. Hún er frekar eins
konar útgangspunktur, kveikja aö einhverju nýju
eöa vísbending um nýja leiö sem áhorfandinn eöa
gagnrýnandinn veröur aö fara þótt hann viti ekki
hvert hún liggur frekar en brjálæðingurinn veit
hvert hann er að fara. Þessi leiö er ákvöröuö aö
hluta til af skynseminni og aö hluta til af óræöum
öflum sem viö höfum lítið vald yfir. Snar þáttur í því
aö skilja list er aö gera sér grein fyrir því aö líkt og
listamaöurinn veröur áhorfandinn aö láta frá sér
völdin. Þetta er að vísu aldrei áhættulaust og þess
vegna viröist góö list alltaf vera svolítiö ógnandi.
Þaö er alltaf einhver hætta á ferðum, jafnvel í ög-
uðustu listaverkum. ■
69