AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Síða 44

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Síða 44
að skipulag slíks verkefnis fer mjög eftir því fjár- magni sem til þess á að verja. Frá upphafi hefur verið gert ráð fyrir að fjár yrði afl- að víða. Fjár til verkefnisins á að afla frá borgaryf- irvöldum, frá ríkisvaldi og frá einkaaðilum. Miðað er við að sérstakur sjóður verði settur á laggirnar og í hann renni öll framlög hvort sem þau koma frá borg, ríki eða einkaaðilum. Mikil vinna er því framundan að ná til styrktar- og kostunaraðila inn- an lands og utan. AÐ SKAPA NÝTT Tíminn líður hratt. Nú er einungis 21 mánuður þar til árið 2000 rennur upp. Þann tíma verður að nota vel. Þegar á þessu ári verða að koma til viðbótar- fjárveitingar frá Reykjavíkurborg til að hægt sé að hefja fyrir alvöru undirbúning fjölmargra þeirra verkefna sem hugmyndir hafa verið settar fram um. Þó að við séum stolt af því sem til er í dag þá hljótum við að setja markið hærra. Markmiðið með menningarborgarári á ekki aðeins að vera að sýna það sem til er heldur að skapa nýtt. Hlutverk stjórn- ar M-2000 er ekki einungis að standa fyrir verkefn- um heldur ekki síður að styðja og styrkja verkefni og hugmyndir einstaklinga, félaga og stofnana og fella inn í heildardagskrárramma ársins. Markmið- ið með menningarborgarárinu er að örva listsköp- un og auðga menningarlífið í víðtækum skilningi þess orðs. Viðburðir ársins verða að ná til almenn- ings þannig að hinn almenni borgari verði þátttak- andi en ekki fjarlægur áhorfandi. Hátíðin 2000 verði hátíð almennings sem skilji eftir sig þá tilfinn- ingu að lista- og menningarstarfsemi á að vera samofin mannlífinu, en ekki afgangsstærð. Ef skilningur á því verður orðinn almennur árið 2001 er það árangur sem mun skila sér vel á nýrri öld. ■ LINDAB útveggjakerfið er: Traustur og einfald- ur byggingarmáti • Allt að 65-75% styttri byggingar- tími • Allt efni fyrirfram sniðið og tilbúið á bygg- ingarstað • Lítið umfang efnis og létt í meðförum • Byggingarmáti óháður veðurfarslegum skilyrðum •TRAUST •EINFAII •VARANLEGT LINDAB útveggjakerfið: Dregur ekki í sig raka • Hefur minni kuldaleiðni en timbur • Er ekki unnið úr heilsuspillandi efnum • Heldur ávallt upprunalegri lögun • Er eldtraust • Hafiö óhikað samband • við sérfróða tœknimenn = okkar og fáið upplýsingar j TÆKNIDEILD iKhjfK 30S~ Smiðshöfða 9 • 132 Reykjavík Sími 587 5699 • Fax 567 4699 42

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.