AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Blaðsíða 16

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Blaðsíða 16
REYKJAVIK 2000 Viötal við Þórunni Sigurðardóttur, stjórnanda verkefninsins Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000 ver eru tiidrög þess að Reykjavík var valin menningarborg árið 2000? Gríski menningarmálaráð- herrann Melina Mercouri átti þessa hugmynd að „Menningarborgum Evrópu". Það var síðan ákveðið á fundi menningarmálaráðherranefndarEvrópusam- bandsins árið 1985 að í þetta mikla verkefni skyldi ráðist. Til þessa hefur aðeins ein borg verið til- nefnd á ári, en þær eru: Aþena, Flórens, Amster- dam, Berlín, París, Glasgow, Dublin, Madrid, Antwerpen, Lissabon, Luxemburg, Kaupmanna- höfn og Þessalóníka sem var menningarborg í fyrra. í ár er Stokkhólmur menningarborg og Weimar verður það árið 1999. Menningarmálaráðherranefndin ákvað í nóvember 1995 að útnefna níu borgir sem samtímis verða menningarborgir Evrópu árið 2000. Þessar borgir eru: Avignon, Bergen, Bologna, Brussel, Helsinki, Krakow, Prag, Reykjavík og Santiago de Compostela. Þetta eru mikil tímamót, þegar ný öld gengur í garð og þess vegna var ákveðið að gera þessa tilraun með 9 borgir. Verkefnið Reykjavík 2000 er í forræði og á ábyrgð Reykjavíkurborgar. Það er rekið sem sjálfstætt verkefni, aðgreint frá öðrum verkefnum borgarinnar, kostað af sjálfstæðum sjóði og undir sérstakri stjórn. Stjórnina skipa: Páll Skúlason rektor, for- maður, Guðrún Ágústsdóttir borgarfull- trúi, varaformaður, Birgir Sigurðs- son rithöfundur, Brynjólfur Bjarnason framkvæmdastjóri, Helgi Gíslason skrifstofustjóri, Inga Jóna Þórðardóttir borgarfulltrúi, Súsanna Svavarsdóttir blaðamaður. Markmiðið er að auka gagnkvæm kynni Evrópuþjóðanna, draga fram hin sameig- inlegu einkenni þeirra, en jafnframt að legg-ja áherslu á fjölbreytileika þeirra og menning- arlega sérstöðu. Núna koma Finnland, Noregur og ísland árið 2000 sem fulltrúar norðurhluta Evrópu, en sex borgir sem fulltrúar Mið- og Suður Evrópu. Þarna opnast alveg nýir möguleikar og þegar er hafið mikið samstarf borganna. Þetta er gott fyrir okkur því það hefði verið erfitt fyrir okkur að stan- da undir því að vera eina menningarborgin árið 2000. Sérstaklega á þetta við ef við berum okkur saman við Dani og Svía sem hafa varið mjög miklu fé í tilefni því að Kaupmannahöfn og Stokkhólmur voru valdar menningarborgir Evrópu. Nú hefur ísland fengið það hlutverk að fjalla sérstaklega um menningu og náttúru á þessu ári. Hvaða markmið hefur Reykjavíkurborg sett sér umfram það á þessu menningarári? Stjórn þessa verkefnis hefur sjálfstæðan fjárhag og stjórnin er sjálfstæð í vali sínu og áherslum. Reykjavíkurborg hefur ekki yfir henni að segja, þótt fjármagnið komi enn sem komið er aðeins þaðan. En það er hlutverk okkar að leggja upp dagskrá og áherslur og setja okkur markmið. Þetta er hliðstætt og hjá Listahátíð, þótt þetta verkefni sé víðfeðmara og taki til fleiri þátta og lengri tíma. Það er Ijóst að við munum fara í samvinnu við rík- ið og að þetta verður verkefni á landsvísu. Um það eru allir sammála. Menn vilja að öll þjóðin taki þátt í þessu og finnist þetta koma sér við. Við höfum lagt drög að því að hefja samstarf bæði við Kristni- hátíðarnefnd og Landafundanefnd og munum sameinast um stóra skrifstofu á miðju þessu ári undir nafninu „ísland 2000". Hér tekst vonandi mikið og gott sam- starf og þetta verður verkefni á landsvísu með ríki og borg og fjöldamörgum aðil- um sem halda upp á af- mæli eða tímamót á þessu ári. Stjórn menningarborg- arinnar er hins vegar sjálfstæð og ég vinn með henni sem stjórnandi verkefnisins. Nú eru rösk tvö ár liðin frá því að ákveðið var að Reykjavík yrði menningarborg árið 2000 og án efa verða margir sem berjast um athygli fólks þá. Er búið að ákveða hvernig þetta menningarár verður skipulagt, t.d. hvað verður gert, hver gerir hvað og hvers vegna? Nei, þetta hefur ekki verið ákveðið, ekki þannig að við gefum það upp. Við erum á kafi að vinna þetta 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.