AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Blaðsíða 46

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Blaðsíða 46
LOKAVERKEFNI ORRA ÁRNASONAR, frá Escuela Técnica Superior de Arquitectura de Madrid á Spáni VERS VEGNA SPÁNN? Hversu oft hef ég ekki heyrt þessa spurningu? En hún er kannski ekki svo einkennileg þegar maöur hefur í huga aö meginþorri íslendinga álít- ur Spán hálfgert bananalýöveldi. Þaö vakti óneitanlega undrun margra er ég ákvaö að halda þangaö í þeim tilgangi aö nema húsa- gerðarlist. Auövitað vissu allir aö helsta einkenni spánskra bygginga var aö af þeim hrundu allar svalir. Það var því ekki von á góöu. Ég taldi þó Spán vera ákaflega merkilegt land. Land sem haföi alið af sér frábæra listamenn, þar sem dans- aö var flamenco og nautaat var í hávegum haft. Þó fannst mér mest um vert aö Spánn var kornungt lýðveldi. Franco haföi aðeins veriö dauöur í rétt rúm tíu ár. Ég náöi því í óminn af menningar- sprengingunni er varö viö dauða hans. Þetta var ákaflega skemmtilegur tími, mikið fjör og húllum- hæ. Spánverjar voru meðvitaðir um aö hvergi væri betra aö búa en í landinu þeirra og nutu hverrar stundar. Seinna fór áhrifa Efnahagsbandalagsins aö gæta og þá vildu menn og konur veröa „evr- ópsk7t“. Þar með var gamanið búiö, mál aö Ijúka námi og halda heim. NÁMIÐ Á SPÁNI Aö loknu inntökuprófi haustiö 1987, hóf ég nám viö Escuela Tecnica Superior de Arquitectura í Mad- rid. Ég var í svokölluðu plani 74. Þar var gert ráð fyrir aö nemendur lykju sínu námi á sex árum. Meðalnámstími var hinsvegar tíu til ellefu ár. Jafn- vel þótt menn séu enn aö deila um hvort svo lang- ur námstími sé góður eöa slæmur, var fyrir nokkru hrundiö af stokkunum nýju plani sem miöar viö aö nemendur Ijúki námi sínu á fimm árum. Þetta plan þykir ekki gallalaust en sá frábæri árangur náöist aö nú komast um 25% þeirra upp úr fyrsta bekk á tilsettum tíma. Viö skólann stunda fimm þúsund ungmenni nám og þau geta aö miklu leyti ráöiö námshraða sínum sjálf. Oft er því mikill þeytingur á mannskapnum og persónuleg samskipti geta verið lítil. Námiö er yfirgripsmikiö. Til marks um þaö er aö spánskir arkitektar hafa réttindi til aö hanna og reikna burðarþol, rafmagn, lagnir, hita o.s.frv. /TA rT\ Suöurhliö. Þverskuröur. Secclon por Uucí Ábyrgö þeirra á byggingum sínum er alger. Skól- anum er skipt niöur í deildir og fannst mér lítil tengsl þeirra á milli. Hönnunardeildin þykir mjög góö og hafa nemendur skólans sópaö til sín verö- launum í alþjóölegum samkeppnum. Vegna stæröar skólans er úr fjölda kennara að velja viö þessa deild og tiltölulega auövelt er aö finna ein- hvern viö sitt hæfi. Kennslustundirnar eru ýmist í formi fyrirlestra eöa farið er yfir verkefni sem nem- enaur leggja fram. Þaö var ekkert um þaö aö unn- iö væri að verkefnum í skólanum heldur varö þaö aö bíða uns heim var komið. SPÁNSKUR STÍLL Ég er greinilega eini maöurinn á íslandi sem hefur ekki hugmynd um hvað þaö er. LOKAVERKEFNI Lokaverkefni mitt var vínverksmiöja (bodegas) í La Mancha. Þaö er frægt vínræktarhérað suöaustur af Madrid, víöfeömt og flatara en önnur héruö landsins. Sumsstaöar gárast þó landiö og minnir þá óneitanlega á öldur úthafsins. Ég hreifst ákaf- lega af landslaginu og ákvaö aö staðsetja verk- smiöjuna í þessu héraði. Svo skar ég út ferhyrning úr óravíddum þess, hóf í loft upp og gerði aö þaki. Undir þessari bylgjandi þekju (sólhlíf) fer fram sú starfsemi sem nauösynleg er til framleiðslu guöa- veiga. Skipanin er einföld: í annan enda bygging- arinnar er sturtaö vínberjum. Eftir því sem innar dregur eru þau pressuð, safinn gerjaöur, hreinsað- ur og síöast settur á flöskur. í fyllingu tímans er vín- iö keyrt út um hinn enda byggingarinnar. Allt sem viðkemur eftirliti og aöstöðu fyrir starfsfólk er staö- sett til hliðar og meöfram framleiöslulínunni. Verk- smiðjan er nálægt hraöbraut og því hengdi ég risa- stóran glerskjá meö nafni fyrirtækisins á þá hlið hennar er aö hraðbrautinni snýr. Ég var kominn meö hugmynd aö verkefninu áöur en kennarinn haföi lokiö við aö setja þaö fram og viö lok kennslu- stundarinnar var ég búinn aö skissa helstu drætti þess. Nokkrum mánuöum seinna, viö verklok, bar ég niðurstöðuna saman viö frumskissurnar og sá aö engin breyting haföi á orðið. Orri rekur arkitektastofunaZeppelin, Síðumúla20. Grunnmynd. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.