AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Page 46

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Page 46
LOKAVERKEFNI ORRA ÁRNASONAR, frá Escuela Técnica Superior de Arquitectura de Madrid á Spáni VERS VEGNA SPÁNN? Hversu oft hef ég ekki heyrt þessa spurningu? En hún er kannski ekki svo einkennileg þegar maöur hefur í huga aö meginþorri íslendinga álít- ur Spán hálfgert bananalýöveldi. Þaö vakti óneitanlega undrun margra er ég ákvaö að halda þangaö í þeim tilgangi aö nema húsa- gerðarlist. Auövitað vissu allir aö helsta einkenni spánskra bygginga var aö af þeim hrundu allar svalir. Það var því ekki von á góöu. Ég taldi þó Spán vera ákaflega merkilegt land. Land sem haföi alið af sér frábæra listamenn, þar sem dans- aö var flamenco og nautaat var í hávegum haft. Þó fannst mér mest um vert aö Spánn var kornungt lýðveldi. Franco haföi aðeins veriö dauöur í rétt rúm tíu ár. Ég náöi því í óminn af menningar- sprengingunni er varö viö dauða hans. Þetta var ákaflega skemmtilegur tími, mikið fjör og húllum- hæ. Spánverjar voru meðvitaðir um aö hvergi væri betra aö búa en í landinu þeirra og nutu hverrar stundar. Seinna fór áhrifa Efnahagsbandalagsins aö gæta og þá vildu menn og konur veröa „evr- ópsk7t“. Þar með var gamanið búiö, mál aö Ijúka námi og halda heim. NÁMIÐ Á SPÁNI Aö loknu inntökuprófi haustiö 1987, hóf ég nám viö Escuela Tecnica Superior de Arquitectura í Mad- rid. Ég var í svokölluðu plani 74. Þar var gert ráð fyrir aö nemendur lykju sínu námi á sex árum. Meðalnámstími var hinsvegar tíu til ellefu ár. Jafn- vel þótt menn séu enn aö deila um hvort svo lang- ur námstími sé góður eöa slæmur, var fyrir nokkru hrundiö af stokkunum nýju plani sem miöar viö aö nemendur Ijúki námi sínu á fimm árum. Þetta plan þykir ekki gallalaust en sá frábæri árangur náöist aö nú komast um 25% þeirra upp úr fyrsta bekk á tilsettum tíma. Viö skólann stunda fimm þúsund ungmenni nám og þau geta aö miklu leyti ráöiö námshraða sínum sjálf. Oft er því mikill þeytingur á mannskapnum og persónuleg samskipti geta verið lítil. Námiö er yfirgripsmikiö. Til marks um þaö er aö spánskir arkitektar hafa réttindi til aö hanna og reikna burðarþol, rafmagn, lagnir, hita o.s.frv. /TA rT\ Suöurhliö. Þverskuröur. Secclon por Uucí Ábyrgö þeirra á byggingum sínum er alger. Skól- anum er skipt niöur í deildir og fannst mér lítil tengsl þeirra á milli. Hönnunardeildin þykir mjög góö og hafa nemendur skólans sópaö til sín verö- launum í alþjóölegum samkeppnum. Vegna stæröar skólans er úr fjölda kennara að velja viö þessa deild og tiltölulega auövelt er aö finna ein- hvern viö sitt hæfi. Kennslustundirnar eru ýmist í formi fyrirlestra eöa farið er yfir verkefni sem nem- enaur leggja fram. Þaö var ekkert um þaö aö unn- iö væri að verkefnum í skólanum heldur varö þaö aö bíða uns heim var komið. SPÁNSKUR STÍLL Ég er greinilega eini maöurinn á íslandi sem hefur ekki hugmynd um hvað þaö er. LOKAVERKEFNI Lokaverkefni mitt var vínverksmiöja (bodegas) í La Mancha. Þaö er frægt vínræktarhérað suöaustur af Madrid, víöfeömt og flatara en önnur héruö landsins. Sumsstaöar gárast þó landiö og minnir þá óneitanlega á öldur úthafsins. Ég hreifst ákaf- lega af landslaginu og ákvaö aö staðsetja verk- smiöjuna í þessu héraði. Svo skar ég út ferhyrning úr óravíddum þess, hóf í loft upp og gerði aö þaki. Undir þessari bylgjandi þekju (sólhlíf) fer fram sú starfsemi sem nauösynleg er til framleiðslu guöa- veiga. Skipanin er einföld: í annan enda bygging- arinnar er sturtaö vínberjum. Eftir því sem innar dregur eru þau pressuð, safinn gerjaöur, hreinsað- ur og síöast settur á flöskur. í fyllingu tímans er vín- iö keyrt út um hinn enda byggingarinnar. Allt sem viðkemur eftirliti og aöstöðu fyrir starfsfólk er staö- sett til hliðar og meöfram framleiöslulínunni. Verk- smiðjan er nálægt hraöbraut og því hengdi ég risa- stóran glerskjá meö nafni fyrirtækisins á þá hlið hennar er aö hraðbrautinni snýr. Ég var kominn meö hugmynd aö verkefninu áöur en kennarinn haföi lokiö við aö setja þaö fram og viö lok kennslu- stundarinnar var ég búinn aö skissa helstu drætti þess. Nokkrum mánuöum seinna, viö verklok, bar ég niðurstöðuna saman viö frumskissurnar og sá aö engin breyting haföi á orðið. Orri rekur arkitektastofunaZeppelin, Síðumúla20. Grunnmynd. 45

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.