AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Blaðsíða 33
Sögu verður sú ákvörðun tekin á forsendum ráð-
stefnuhaldara og Bændasamtakanna. Er lóðin
nægilega stór? Hvar verður húsbóndavaldið?
Verður hægt að koma fyrir tónlistarhúsi þarna svo
það njóti sín og hvernig er umferðarmálum þarna
háttað í dag? Verður hægt að koma í veg fyrir um-
ferðaröngþveiti sem þarna mun myndast þegar
ráðstefnur, bíósýningar og tónleikar verða samtím-
is? Kannski eru þetta óþarfar áhyggjur.
GAMLI MIÐBÆRINN
Það er ekki vafi á að ef lóð finnst undir tónlistarhús
í Gamla miðbænum mun tónlistarhús verða mikil
lyftistöng fyrir hann. Sydney - hugmyndin hefur oft-
ast verið inni í umræðunni og er þá átt við að stað-
setja húsið niður við höfnina. Ef þarna er til lóð og
hugsanlega er hún þarna ef grannt er skoðað,
verða menn að sjá til þess að tónleikagestir og
hugsanlegir ráðstefnugestir komist þurrum fótum
inn í húsið. Reynsla undirritaðs af hafnarsvæðinu
sem skútuskipstjóra er að oft gengur sjór yfir hafn-
argarða og vindar verða miklir í norðan- og austan-
átt. Óneitanlega mun tónlistarhús í Gamla mið-
bænum vera glæsilegur kostur bæði fyrir þennan
bæjarhluta og húsið sjálft.
NÝJAR HUGMYNDIR
Hvað með aðrar hugmyndir. Heyrst hefur að menn
leiti að nýjum lóðum undir tónlistarhús og beinist
leitin að gamla Miðbænum. En hvað með að
tengja tónlistarhús annarri menningarstarfsemi.
Listaháskólinn er búinn að vera lengi í burðarliðn-
um. Undir hann var S.S.- húsið keypt fyrir nokkrum
árum en það er staðsett við Laugalæk. Laugar-
nestangi er opið svæði þar sem Listasafn Sigur-
jóns er staðsett auk þess sem þarna eru nokkrar
skemmur austan við listasafnið. í þjóðarsálinni á
Rás 2 ekki alls fyrir löngu hringdi inn maður og
stakk upp á að staðsetja tónlistarhúsið á Laugar-
nestanganum þar sem hann sagði að nægt land-
rými væri fyrir slíkt hús. Tenging tónlistarhúss við
listaháskólann með brú yfir Kleppsveginn yrði mik-
il lyftistöng fyrir báðar þessar stofnanir. Samnýting
tónlistardeildar háskólans við tónlistarhúsið hvað
varðar aðstöðu s.s. æfingarherbergi, tónleikasali,
tónlistarbókasafn, nótnasafn, hljóðver og fleira
væri af hinu góða. Þá mætti hugsa sér þarna einn-
ig hljóðfærasafn en fjöldi merkra hljóðfæra er í
eigu íslendinga. Þá gæti tónlistarhús verið lifandi
vettvangur myndlistarsýninga o.s.frv. Menningar-
miðstöð á Laugarnestanga? Glæsileg staðsetn-
ing. Mjög spennandi en seinni tíma framkvæmdir
hafa hugsanlega eyðilagt þessa hugmynd.
AÐSTAÐA TÓNLISTARMANNA
En til hvers að vera að velta sér upp úr þessu öllu
ef ekki stendur til að byggja tónlistarhús heldur
ráðstefnuhús. Ráðstefnuhús verður það ef tónlist-
armenn verða ekki á varðbergi og gæta hagsmuna
tónlistarinnar. Tónlistarmenn hafa í rúmlega fimm-
tíu ár barist fyrir tónlistarhúsi og finnst nú að þeim
komið. Tónlistarmenn hafa unnið vel í sínu fagi og
unnið marga sigra á undanförnum árum. Það fer
ekki á milli mála að íslenskir tónlistarmenn stand-
ast alþjóðlegan samanburð og er þá ekki átt við
fólksfjölda. Nú verður að sjá svo um að þarfir okk-
ar verði hafðar alfarið í forgrunni, annað er ekki
ásættanlegt. En hverjar eru þær?
AÐBÚNAÐUR?
Tveir salir. Annar sem tekur 12-1400 manns í sæti
og hinn sem tekur allt að 600 manns. Hljómburður
verður að vera eins og best verður á kosið. Hljóm-
rými verður að vera mikið. Tónlistarmenn þurfa allt
of oft að vinna við aðstæður þar sem hljómburður
er slæmur, lítið rými, of fáir m2 og m3 sem kemur
niður á gæðum tónlistarinnar og hefur neikvæð
áhrif á heyrn hljóðfæraleikarans og samleik inn-
byrðis. Æfingaherbergi með góðum hljómburði fyr-
ir allar tegundir tónlistar ásamt geymslum og að-
stöðu þar sem hljóðfærum er pakkað og hitað upp
fyrir æfingar eða tónleika.
Kaffi- og matsalur þar sem hægt er að horfa út um
glugga og lofta út.
Nægjanlegt rými fyrir stóra hljómsveit og kór án
þess að til vandræða komi. Sú aðstaða sem tón-
listarmenn hafa í Háskólabíói er gluggalaus, loft-
laus og hefur niðurdrepandi áhrif á starfsanda
þeirra sem þar starfa. Á ráðstefnu sem haldin var í
York á Englandi og bar yfirskriftina Health and the
Musicians kom fram að nauðsynlegt sé að búa
þannig að tónlistarmönnum að þeim líði vel and-
lega og líkamlega svo þeir geti staðið undir þeim
kröfum sem gerðar eru til þeirra í starfi sem er
mjög krefjandi.
AÐSTAÐA TÓNLEIKAGESTA
Anddyri þarf að vera aðlaðandi og þar þarf að vera
rúmt um gesti sem mæta á tónleika. Veitingaað-
staða þarf að vera í anddyrinu og þannig skipulögð
að ekki myndist raðir eða örtröð í hléum eða fyrir
tónleika. Það sama á einnig að gilda fyrir geymslu
31