AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Page 11

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Page 11
G E S T U R ÓLAFSSON Svsedísskripulag höfudborgar- svæðrisrins því svæðisskipulagi sem nú er unnið að fyrir höfuðborgarsvæðið er enn verið að reyna að átta sig á núverandi stöðu þessa svæðis og hugsanle- gri framtíð þess í þeirri von að fólk geti betur búið sig undir komandi ár og ártugi og nýtt betur tak- markað fjármagn. Gott skipulag þessa svæðis er einnig tvímælalaust eitt mesta hagsmunamál allra þeir- ra sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Samt er það engan veginn auðvelt verk að leiða þetta mál til farsælla lykta og móta sameiginlega, heildstæða, bindandi stefnu fyrir þetta svæði til næstu áratuga, eins og ætlunin er með svæðisskipulaginu. Ástæðan fyrir þessu er sú að ef litið er á svæðið í heild, óháð sveitar- félagamörkum koma í Ijós talsvert aðrir hagsmunir og möguleikar á lausnum en ef einungis er horft á hvert eitt sveitarfélag og reynt að leysa flest mál innan þess ramma. Það er samt fyrst og fremst með því að líta á þetta svæði í heild sem hægt er að ná umtalsverðum árangri viðvíkjandi æskilegri framtíðarþróun þess. Reynslan hefur sýnt að sveitarstjórnarmenn sem kosnir eru til áhrifa í einstökum sveitarféllögum eiga mjög erfitt með að setja hagsmuni heildarinnar ofar hugsanlegum hagsmunum síns sveitarfélags. Þarna hefur hnífurinn oft staðið í kúnni undanfarna áratugi. Hér hefur skort heildstæða, samræmda stefnu, þótt ákveðin samvinna hafi að vísu náðst í ákveðnum málaflokkum. Þótt þetta svæði skiptist nú í átta sveitar- félög er það ekki aðalatriði í hugum flestra sem hér búa. Það sem skiptir þá hins vegar mestu máli er að hér rísi byggt umhverfi á heimsmælikvarða, hagkvæmt, öruggt, með góðu samgöngukerfi og góðu aðgengi að atvinnu, þjónustu og útivist fyrir alla aldurshópa. Áhrifasvæði höfuðborgarsvæðisins takmarkast heldur ekki bara við þau átta sveitarfélög sem aðild eiga nú að þessari skipulagsvinnu. Á höfuðborgarsvæðinu er þjónustu- miðstöð landsins alls og daglegt áhrifasvæði þess nær allt frá Borgarnesi um Selfoss, Hveragerði og Þorláks- höfn til Keflavíkur. Gott svæðisskipulag verður ekki til af sjálfu sér. Það verður ekki til með því einu að flytja inn erlendar lausnir eða í viðræðum milli stjórnmálamanna á þessu svæði. Nútíma skipulag er talsvert flókin fjölfræðigrein sem hefur verið kennd við háskóla víða um heim í hart nær hundrað ár. Við íslendingar komum að skipulagi þétt- Almenningur gerir nú æ háværari kröfu um að fá að vita hver beri faglega ábyrgð á skipulagi. A þessum gatnamótum hafa orðið tvö banaslys, það sem af er þessu ári. býlis langt á eftir flestum öðrum þjóðum og höfum þurft að tileinka okkur þessa þekkingu svo fljótt sem auðið er og nýta okkar sérfræðinga á þessu sviði eftir föngum. Stjórnmálamenn geta hér, eðli málsins samkvæmt, ein- ungis tekið pólitíska ábyrgð á þessari vinnu. Hin faglega ábyrgð hlýtur að hvíla á herðum þeirra skipulagsfræðin- ga sem hér koma að verki, en þeirra sérþekking fels m.a. í því að móta þannig heildstæða stefnu. Hér er engin ástæða til að hafa minnimáttarkennd gagnvart erlendum skipulagsfræðingum, enda eigum við sjálf vel menntaða skipulagsfræðinga frá bestu háskólum bæði austan hafs og vestan. Þessu starfi fylgir mikil ábyrgð og almenningur á höfuðborgarsvæðinu á líka heimtingu á að fá að vita hvaða skipulagsfræðingar bera faglega ábyrgð á því skipulagi sem endanlega verður samþykkt fyrir höfuðborgarsvæðið. Einstaklingar og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu ættu einnig að fá upplýsingar um hvaða áhrif mismunandi þróunarhugmyndir hafa á ákveðin svæði og sveitar- félög. Slíkt mat er ekki síður nauðsynlegt en umhverfis- mat, áður en þessi mál eru endanlega afgreidd enda skiptir skipulag höfuðborgarsvæðisins alla íslendinga máli. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins er líka verkefni sem við getum ekki afgreitt með áhlaupi erlend- ra sérfræðinga á 20 ára fresti frekar en við getum læk- nað alla sjúklinga á íslandi í eitt skipti fyrir öll. Endanlega öxlum við sjálf ábyrgð á því hvernig tekst til með þetta verk. íslensk fyrirtæki og almenningur greiða fyrir þessa skipulagsvinnu og á þeim lenda þegar upp er staðið bæði jákvæðar og neikvæðar afleiðingar þessa svæðisskipulags. ■ 9

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.