AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Qupperneq 21

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Qupperneq 21
getum við hafist handa um að skipuleggja borgar- umhverfið á skynsamlegan hátt. Þá getum við mótað sameiginlega stefnu hvað varðar grunn- gerð samfélagsins, landnotkun og þróun byggðar, samgöngumál, landslagsskipulag og yfirbragð byggðar, umhverfismál og samfélagslega þróun. Samhliða þessu verðum við að skipuleggja samstarf okkar og aðlaga það nýjum veruleika og nýjum verkefnum. Við verðum að átta okkur á þeim sóknarfærum sem við höfum og láta ekki heimóttarskap og hreppapólitík koma í veg fyrir að við nýtum þau. Það er vísasta leiðin til að verða undir. Mikilvægt er að sæmilega góð sátt náist um svæðisskipulagið og öllum séu Ijósar forsendur þess. Þessi sátt á ekki aðeins að ná til sveitar- stjórnarmanna á svæðinu heldur líka til íbúa og atvinnulífs. Þá er nauðsynlegt að ríkisvaldið átti sig á hlutverki sínu og ábyrgð í byggðaþróun á höfuðborgarsvæðinu rétt eins og á landsbyggð- inni. Það segir sig eiginlega sjálft að ekki er hægt að móta byggðapólitík af einhverju skynsamlegu viti nema taka höfuðborgina inn í myndina. Á grundvelli fyrirliggjandi fólksfjöldaspár er gert ráð fyrir heildarfjölgun sem nemur 56 þúsund íbú- um á höfuðborgarsvæðinu á næstu 20 árum. Þessari fjölgun fylgir bæði aukin þörf fyrir íbúða- svæði og atvinnusvæði. Finna þarf landrými fyrir 22 þúsund nýjar íbúðir og u.þ.b. 34 þúsund ný störf, ef þessi spá gengur eftir, en auk þess þarf að gera ráð fyrir opnum svæðum og rými fyrir götur. Talið er að í nýju svæðisskipulagi þurfi að gera ráð fyrir 2100 ha heildarrými fram til ársins 2020. Til samanburðar má geta þess að allur gamli bærinn innan Hringbrautar/Snorrabrautar er aðeins um 270 ha að stærð. Öll byggð í Reykjavík í dag tekur yfir um 5000 ha lands þar sem öll opin svæði og flugvöllurinn eru meðtalin. En munu þessar fólksfjöldaspár ganga eftir? Ef fólksflutningar frá landsbyggð til höfuðborgar- svæðis halda áfram með sama hætti og undan- farin ár, þá blasir þessi þróun við. Það er mitt mat að þessir þjóðflutningar séu hvorki æskilegir fyrir landsbyggðina né höfuðborgarsvæðið og þess vegna eigi sveitarstjórnarmenn á svæðinu að skipta sér af byggðapólitík. Þeir eigi að vinna að því með öðrum stjórnvöldum að til verði öflugir kjarnar úti á landi sem geti bæði keppt við höfuð- borgarsvæðið en líka staðið með því í hinni eilífu glímu við ríkisvaldið. LAND ER EKKI ÓÞRJÓTANDI AUÐ- LIND Við íslendingar búum í stóru landi og okkur hættir til að líta á land sem óþrjótandi auðlind. Staðreyndin er hins vegar sú að höfuðborgar- svæðið er að ýmsu leyti landfræðilega aðþrengt, á annan veginn af hafi og á hinn veginn af fjöllum. Ekki er annarra kosta völ en að teygja byggðina meðfram ströndinni til norðurs og suðurs. Slík strandbyggð hefur auðvitað sína kosti en hún hefur líka þann galla að fjarlægðir eru miklar og bæði grunngerð og þjónusta verður dýr og óhag- kvæm. Það dregur svo síst úr áhrifunum að byggðin er gisin og fáar íbúðir eru á hvern hektara lands. Slíkar borgir er erfitt að þjónusta með almenn- ingssamgöngum þar sem vegalengdir einstakra vagna verða of langar og þær verða því gjarnan miklar bílaborgir, eins og höfuðborgarsvæðið óneitanlega er. Það er mín skoðun að í nýju svæð- isskipulagi eigum við að leggja áherslu á að tfÞað er hins vegar til litils að vinna gott og metnaðarfullt svæðisskipulag ef því er ekki fylgt eftir af sveitarstjjóraun- um á svæðinu.éé varðveita grænt bakland höfuðborgarsvæðisins og óspillta náttúru þess, stuðla að fallegum, hrein- um og vel starfhæfum íbúðarsvæðum, fullnægja kröfum atvinnulífsins til hagkvæmrar þróunar, hamla gegn hljóð- og loftmengun, auka hlut al- menningssamgangna og tryggja fullnægjandi framboð á margvíslegri þjónustu. Eigi þetta að ná fram að ganga er nauðsynlegt að tryggja ákveðinn þéttleika í byggðinni og vinna að því að byggðin vaxi ekki aðeins út á við heldur líka inn á við. End- urnýja þarf úr sér gengin borgarhverfi s.s. atvinnu- svæði vestast í Vesturbænum, í Holtunum, á Ár- túnshöfða og hugsanlega víðar við Kleppsvíkina, byggja upp á auðum svæðum s.s. við Keldur og Gufunesradíó og nýta betur lóðir á mikilvægum stöðum s.s. við Kirkjusand, Borgartún og í Soga- mýri. Síðast en ekki síst hljótum við að horfa til flugvallarsvæðisins og meta hvernig það verði best nýtt þegar til framtíðar er litið. Það er hins vegar til lítils að vinna gott og metn- aðarfullt svæðisskipulag ef því er ekki fylgt eftir af 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.