AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Page 21

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Page 21
1. Rock’n roll. Ruggustóll fyrir skallapoppara 2. Dreki. Lampi sem hægt er að setja í ýmsar stöður. 3. Generalen. Hægindastóll úr stáli, tré og gúmmíi. 4. Baróninn. Stólinn er búinn til úr 4mm birkikrossviðarplötu. Saumaður saman með leðurreimum. Sigurðar Gústafssonar Eg gerði mínar fyrstu tilraunir með hús- gögn meðan ég var í námi í arkitek- túr.Það gerði ég til þess að skilja hvernig að ég gæti tekið þau hús sem mér var ætlað að hanna í notkun. Hönnun húsgagna sem setja má saman án notkunar nagla eða líms er góð form æfing til þess að skilja tæknilega uppbyggingu allra bygðra hluta hvort sem um húsgögn eða hús er að ræða. í slíkri hönnun verður maður að hafa fulla stjórn á öllu ferlinu því samspilið á milli form- sins og "strúktúrsins” verður að vera nánast ful- Ikomið Hönnun fjallar ekki síst um hugmyndir og um túlkun á lífsgæðum. Hvað eru lífsgæði ? í mörg- um tilvikum virðist eins og hönnuðirnir hafa sagt skilið við eigin uppruna, að þeir hafi verið heila- þvegnir á skólunum af kennurum þar sem mark- miðið er að finna hið “rétta form”. Hlutverk hönnuða er að vera “formlögga” sem veit hvernig ferðast eigi um í heim formanna . “Form follows function” er þreytt staðhæfing sem allir með menntun í arkitektúr og hönnun hafa heyrt. Persónulega hef ég aldrei skilið þessa stað- hæfingu. Gengur þessi staðhæfing út á hina líkamlegu notkun eða hina andlegu. Ég get skilið að þessi staðhæfing nái yfir hina líkamlegu notkun en hvernig er hægt að skilja að þessa tvo mismun- andi þætti þegar verið er að hanna ? Á námsárunum er farið í gegnum ýmis tímabil í arkitektúr og hönnun. Mikilvægt er að þekkja sinn eigin uppruna og læra af sögunni. Sagan veitir 19

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.