AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Síða 33
virkir á vinnumarkaði og vinnur rúmur helmingur á
sjálfstætt starfandi teiknistofum. í grófum dráttum
má skipta starfssviðinu í þrennt, þ.e. hönnun,
skipulag og mat á umhverfisáhrifum framkvæmda.
Framan af fengust landslagsarkitektar einkum
við hönnun lóða og alls ytra umhverfis, einkum í
þéttbýli. Hér er um að ræða kirkjugarða, íþrótta-
svæði, vistgötur, torg og almenningsgarða, auk
hverskonar íbúðarhúsalóða. Ennfremur að annast
verkáætlanir, eftirlit og stjórnun framkvæmda.
Þá hafa landslagsarkitektar haslað sér völl á
öllum stigum skipulags og hafa í seinni tíð tekið í
ríkum mæli þátt í gerð deili-, aðal- og svæðis-
skipulags víða um land. Auk þess koma félagar
að skipulagi stærri útivistarsvæða, s.s. skógrækt-
arsvæða, fólkvanga og hverskonar verndar-
svæða.
Menntun félagsmanna nýtist einkar vel við mat á
umhverfisáhrifum framkvæmda. Nú á tímum eru
landslagsarkitektar jafnan kallaðirtil í tengslum við
aðlögun stórframkvæmda að landi. í þessum flok-
ki eru m.a. snjóflóðavarnir, virkjanir, vegafram-
kvæmdir og stóriðnaðarsvæði. Á þessu sviði sem
öðrum hafa landslagsarkitektar mikið samstarf við
arkitekta- og verkfræðistofur.
Hugmyndrir um nám í landslags-
arkritektúr á íslandri
Landslagsarkitektúr er fræðigrein er lýtur að
skipulagi og hönnun á umhverfi þar sem lega
landsins og náttúrufar skipta höfuðmáli.
Að undanförnu hefur farið fram nokkur umræða
um skólamál í félaginu og hefur sérstök starfs-
nefnd skilgreint hagsmuni fagsins með tilliti til
hugsanlegrar kennslu hér á landi. Nefndin hefur
nýlega skilað áfangaskýrslu þar sem m.a. kemur
fram að:
■ æskilegt sé að hefja fyrrihlutanám í landslags-
arkitektúr hér á landi á næstu árum.
■ um verði að ræða fyrrihlutanám, þ.e. BA- eða
BS-gráðu sem veitir ekki starfsréttindi, en síðan
Ijúki nemendur námi við erlenda háskóla.
■ Ijóst er að samstarf tveggja eða fleiri skólastofn-
ana þarf til ef byggja á upp heildstætt nám í lands-
lagsarkitektúr hér á landi.
Félagið hefur fylgst með áformum um að hefja
arkitektanám hér á næstu árum þar sem Háskóli
íslands og Listaháskóli íslands hafa verið nefndir
til sögunnar. Þá hefur Landbúnaðarháskólinn á
Hvanneyri lagt grunn að námi í „umhverfisskipu-
lagi” sem er öðrum þræði hugsað sem fyrrihluta-
nám í landslagsarkitektúr. Stór hópur félags-
manna naut á fyrri árum fornáms í Garðyrkjuskóla
ríkisins, en þar er fyrir hendi námsframboð sem
sjálfsagt er að fella inn í nám í landslagsarkitektúr
hér á landi. Félagið hefur átt viðræður við allar
þessar skólastofnanir og hafa þær lýst vilja sínum
til þess að koma á einn eða annan hátt að námi í
landslagsarkitektúr.
í Ijósi þessa er eðlilegt að skoða vandlega hvort
og þá hvernig unnt sé að samþætta kennslu á
sviði arkitektúrs hér á landi þannig að sem best
31