AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Síða 34

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Síða 34
námstilboð fáist fyrir nemendur. Vegna fámennis er nauðsynlegt að samþætta í sem ríkustum mæli kennslu á arkitektagreinum í einni skólastofnun, en nýta jafnframt sérþekkingu sem er til staðar í öðrum skólum. T.d. má hugsa sér að fyrsta árið sé sameiginlegt fyrir alla arkitektanema og val um námsbraut fari fram í upphafi 2. árs. Samstarf arkitektafélaganna Á síðasta löggjafarþingi Alþingis var lögfest starfsheiti landslagsarkitekta sem var baráttumál félagsins um langt árabil. Landslagsarkitektar hafa því fengið viðurkenningu á starfsheitinu landslagsarkitekt sem þeir hafa notað alla tíð og er hið sama og í flestum nágrannalandanna. Sá hluti húsgagna- og innanhússarkitekta sem hafa hlotið menntun á háskólastigi öðluðust á sama tíma löggildingu á sínu starfsheiti. Þessi niður- staða fékkst ekki síst fyrir stuðning og framsýni stjórnar Arkitektafélags íslands og þrátt fyrir mót- bárur fámenns hóps úr þeirra röðum. Vegalengdir milli landa styttast og ímyndaðir veggir milli fagstétta og skólastofnana munu leysast upp. í framtíðinni verður spurt um getu og hæfni í mannlegum samskiptum fremur en náms- gráðu. í Ijósi þessa er nú mikilvægt að arkitektafélögin stilli saman strengina og vinni saman að sameiginlegum hagsmunamálum á nýrri öld. Það væri í anda nýrra siðareglna FÍLA þar sem segir á einum stað: „Landslagsarkitektar skulu virða fram- lög starfssystkina sinna sem og annarra fagaðila er koma að skipulagsmálum, hönnun og fram- kvæmdum, og skulu láta í Ijós réttmæta viður- kenningu á starfi þeirra”. Horft fram á veg Landslagsarkitektar eiga stóru hlutverki að gegna á íslandi framtíðarinnar. Vægi umhverfismála vex sífellt og umfjöllun um umhverfisþætti verður sífellt mikilvægari. Vaxandi áhugi er á hvers konar útiveru samfara auknum frítíma fólks. Nútímamaðurinn gerir vaxandi kröf- urtil umhverfislegra gæða og öryggis í sínu næsta umhverfi. Þá verður krafan um sjálfbæra þróun stöðugt háværari. Á næstu árum má ætla að helstu sóknarfæri landslagsarkitektsins séu tengd aðal- og deili- skipulagsvinnu, gerð verndaráætlana, málefnum tengdum ferðaþjónustu, mati á umhverfisáhrifum og mótvægisaðgerðum stórframkvæmda. Þá eru talsverð sóknarfæri á sviði stjórnsýslu hjá ríki og bæjarfélögum og þáttum er lúta að eftirliti framkvæmda. Stofnun íslenskrar arkitektadeildar, með lands- lagsarkitektúr innanborðs, auðveldar aðlögun erlendra strauma að innlendum aðstæðum og gerir íslenskar arkitektastéttir hæfari til að takast á við verkefni á þágu samfélagsins. Þá munu skap- ast tækifæri til rannsóknarstarfa sem stuðla að faglegri umfjöllun og gera einstaklinginn hæfari til að taka þátt í þjóðfélagslegri umræðu. Sérstaða landslagsarkitektúrs meðal hönnunarstétta er þekking og skilningur á náttúrufræðum og færni hans í að laga manngert umhverfi að sérstæðri náttúru landsins. ■ LANDSCAPE ARCHITECTURE IN ICELAND In this article, Gísli Gíslason traces the 50-odd year history of landscape architecture in Iceland, and focus- es on several aspects of the profession as it relates to Icelandic society. FÍLA, the Icelandic Association of Landscape Architects, was founded in 1978, with five members. Today the Association has grown to 44 members. Gíslason gives a brief account of the Association and its stated objectives, before going on to define the activities that fall under the “landscape architecture” umbrella. These have changed in recent times, with landscape architects increasingly involved in environmental assessment and planning. The article also looks at the present status and future of the field, including plans to make a course of study in landscape architecture available in Iceland. Gíslason stresses the importance of landscape architects working together with colleagues in related fields. The article concludes by predicting which direction landscape architecture in Iceland will take in the future. ■ 32
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.