AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Síða 53

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Síða 53
dómnefndar lá fyrir voru allar tillögur skoðaðar vandlega og gerðar umsagnir endurskoðaðar. Það var álit dómnefndar, að tillaga nr. 39 hafi öðrum tillögum fremur náð fram þeim mark- miðum sem sett voru fram í keppnislýsingu. í niðurstöðu sagði m.a.:“Heildarlausn verkefnis er mjög góð, grunnmynd er í heild ákaflega vel leyst og bygging er hagkvæm í byggingu og rekstri. Höfundar reyndust vera arkitektarnir R.Ó. og G.S. Byggingin Sú lausn, sem höfð hefur verið að leiðarljósi við hönnun þessa mannvirkis, eru þær andstæður sem finnast í náttúru Reykjaness og nærvera við Bláa lónið og orkuverið. Hraunbreiða einkennir umhverfið framan við orkuverið. Tæknivædd byggingin aðlagast þessum staðháttum þar sem orkuverið myndar kröftugan bakgrunn. Meginmarkmið er einföld og skýr aðgreining gesta og starfsmanna ásamt sveigjanlegu innra skipulagi. Einkennandi í innri skipan er tvískipting í starf- smannahluta annars vegar og ráðstefnu- og sýningarhluta hins vegar. Starfsmannahlutinn er í beinum tengslum við orkuverið, en kyn- ningar- og móttökuhlutinn er eins konar framhald af meginaðkomu gesta, Þessi aðko- ma er skýrt aðgreind frá athafna- og aðko- musvæði orkuversins. Þannig er viss ró yfir starfsemi hússins þrátt fyrir nærveruna við tröl- lauknar vélar orkuversins. Meginhlutar eru salirnir og löng lægri bygging, þjónustu- byggingin. Þjónustubyggingin tengir starfsemi- na saman með þjónustu- og tæknirýmum sem þjóna allri byggingunni. Eldhúsið er staðsett miðsvæðis og er þaðan greiður aðgangur til allra hluta hússins. Innra skipulag er sveigjan- legt, og eru salirnir skýrt afmarkaðir og sam- nýtanlegir. Efnisval endurspeglar víða tengslin við nátttúruna. Segja má að náttúran sé í snert- ingu við bygginguna og skapi þar andstæður í lit og áferð. Fínslípað grjót, vatn, viður og úfið hraun. Þegar inn í forsalinn er komið, taka salirnir við og opnast mót hraunbreiðunni. Sérhæfður búnaður getur byrgt þessa sýn og stjórnað birtu eftir aðstæðum og þörfum hverju sinni. Öll er byggingin staðsteypt og einangruð að utanverðu. Því næst er hún klædd álklæðningum eða stein- mulningi sem mynda samspil en um leið and- stæður. Stórir glerfletir og ákveðnar lausnir inn- andyra undirstrika svo tengslin við sérstætt um- Ljósmyndir í grein teknar af Oddgeiri Karlssyni. hverfið. Gjáin í hönnunarferli byggingarinnar þróaðist hugmynd sem smám saman tók á sig fastari mynd. Á svæð- inu þótti viðeigandi að kynna orkumál, jarðhita og jarðfræði. Undir byggingunni var ákveðið að koma upp sýningaraðstöðu sem fullnægði þessum þörf- um. Um áramótin 2000 var sýningaraðstaða í Gjánni opnuð. Sýningin leiðir áhorfandann frá hinni almennu jarðfræði jarðarinnar, gegnum jarð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.