AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Qupperneq 56
ISSON, GUNNLA
Við Ljósavatn í Ljósavatnsskarði er
búið að reisa nýja kirkju, svokall-
aða Þorgeirskirkju, og var hún vígð
6.ágúst í sumar í tilefni af 1000 ára
kristnitöku á íslandi. Eins og kunn-
ugt er var það Þorgeir Ljósvetn-
ingagoði sem kvað uppúr á Alþingi árið 1000 að
íslendingar skyldu taka kristna trú. Það er því við
hæfi á þessum tímamótum að heiðra minningu
hans með því að helga honum kirkjuna.
Kirkjan er teiknuð af Landnámsmönnum - arki-
tektum, þeim Gunnlaugi Jónassyni og Gunnlaugi
Ó. Johnson.
Kirkjan er um 155 m2 að stærð, ásamt við-
byggðu safnaðarheimili, um 120 m2. Kirkjan snýr
með kórinn í vestur, og tekur þar mið af núverandi
Ljósavatnskirkju.
Kirkjubyggingin skiptist í 3 meginhluta. Fyrst er
forkirkja sem hýsir anddyri, snyrtingu, fatahengi
og stiga upp á loft. Því næst er sjálft kirkjuskipið,
með bekki fyrir söfnuðinn, orgel og söngfólk. Innst
er svo kórinn með upphækkuðu gólfi, og hefð-
bundnum búnaði (altari, prédikunarstól, skírnarsá
o.s.frv.).
Aftan við kórinn er stór gluggi veggja á milli, frá
gólfi upp í 250 cm hæð og kemur í stað hefðbund-
innar altaristöflu. Út um hann blasir við Ljósa-
vatnsskarðið, nærsveitir og vestast Vaðlaheiðin,
eitthvert fegursta útsýni á landinu. Þannig verður
sveitin eins konar framlenging á kirkjurýminu og
jafnframt munu veður og vindar og mannanna
verk eiga þátt í sköpun „altaristöflunnar” á hverjum
tíma.
Kirkjan mun taka 88 manns í sæti, auk 22 sæta
á lofti og 14 sæta fyrir kirkjukór. Húsið er hefð-
bundið að formi og lögun, með hornréttum veggj-
um og söðulþaki sem klætt er kopari. Útskot útúr
norðurvegg kirkjunnar er fyrir orgel, sem annars
hefði hindrað útsýni út um „altaristöfluna”. Upp-
bygging hússins er tvenns konar. Annars vegar
steinsteyptir útveggir, og hins vegar burðarvirki úr
timbri sem stendur sjálfstætt á kirkjugólfinu,
afmarkar eins konar hliðarskip í rýminu og ber
uppi þak hússins. Milli þaks og langveggja er svo
gluggaband eftir endilöngu húsinu. Veggir eru
54