AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Page 72

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Page 72
ÞÓRUNN SVEINSDÓTTR, SJÚKRAÞJÁLFARI ,ve A' Evrópska vínnuverndarvikan 2000 BAKVERKINN BURT - Þáttur hönnuða - tengslum við Evrópsku vinnuverndarvikuna sem er nýliðin hefur komið fram að tæplega fjórðungur starfs- manna í löndum Evrópu- sambandsins er fjarverandi árlega vegna atvinnutengdrar vanheilsu. Alls tapast um 600 milljónir vinnudaga á ári vegna þessa. Kannanir sýna að al- gengustu vinnutengdu óþæg- indin eru bakverkir, streita og vöðvaverkir í hand- og fótleggj- um. Enn er algengt að starfs- menn vinni við slæmar vinnu- aðstæður sem fela í sér óheppi- legt álag, t.d. síendurteknar vinnuhreyfingar, mikinn vinnu- hraða, óþægilegar vinnustell- ingar, einhæfa vinnu með stutt- um vinnuferlum og að hand- leika þungar byrðar (1). ísland var ekki aðili að framangreindri könnun. Ekki er þó nein ástæða til að ætla að ástandið hérlendis sé betra en í grannlöndunum því rannsóknir sem gerðar hafa verið meðal þjóðarinnar og starfshópa sýna að óþægindi frá hreyfi- og stoðkerfi eru býsna algeng (2,3,4). Ábyrgð hönnuða Hinn gífurlegi kostnaður vegna veikindafjarvista hefur án efa átt sinn þátt í að athyglin hefur í sí- auknum mæli beinst að áhrifum vinnu og vinnu- umhverfis á heilsu og vellíðan starfsmanna. Fram- angreind könnun gefur glöggt til kynna að starfs- menn verða fyrir óheppilegu álagi vegna óheppi- legs vinnuskipulags og vinnuaðferða og slæmrar vinnuaðstöðu. í lögum um aðbúnað, hollustu og öryggi á vinnu- stöðum (nr. 46/1980) kemur skýrt fram að hönn- uðir hafa mikilli ábyrgð að gegna í hönnun vinnu- staða og vinnuumhverfis. Sam- kvæmt lögunum skulu þeir taka tillit til góðs aðbúnaðar, hollustuhátta og öryggis við hönnun búnaðar, framleiðslu- samstæða, húsnæðis og annarra mannvirkja tengdra atvinnurekstri. Ýmis önnur ákvæði laganna ná að sjálf- sögðu einnig til hönnunar þó þess sé ekki sérstaklega getið, t.d. þar sem fjallað er um til- högun og framkvæmd vinnu. Ýmsar reglur hafa verið sett- ar á grundvelli laganna sem kveða nánar á um skyldur að- ila. Brýn nauðsyn er fyrir alla þá er leggja stund á hönnun að kynna sér gildandi reglur en þær er að finna á heimsíðu Vinnueftirlitsins (www.ver.is). Reglur sem taka sérstaklega til forvarna gegn álagseinkennum eru Reglur um öryggi og holl- ustu við að handleika byrðar (5) og Reglur um skjávinnu (6). í reglum um hús- næði vinnustaða eru ýmis ákvæði sem eiga að stuðla að góðri vinnuaðstöðu með tilliti til líkam- legs álags og er þar m.a. fjallað um stillanleika búnaðar til að mæta þörfum einstakra starfs- manna. Einnig skal bent á að í reglum um vélar og tæknilegan búnað eru skýr ákvæði um öryggi og heilsuvernd sem taka þarf tillit til við hönnun. Breytingar á vinnuverndarlögun- um Á næstunni er að vænta breytinga á vinnuvernd- arlögunum sem fela m.a. í sér skýrari ákvæði en áður um að markvisst skuli unnið að forvörnum. Ný lagaákvæði gera atvinnurekanda skylt að gera skriflegt mat á áhættuþáttum í vinnuumhverfinu og áætlun um forvarnir í samráði við fulltrúa starfs- BAKVERKINN BURT! Átak gegn atvinnutengdum álagseinkennum í vöðvum og liðum ( Vinnuverndarvikan 23. - 27. október VINNIJEFTIRLITIÐ lutpy/www.ver.is 70

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.