AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Qupperneq 73
manna. Forvarnirnar eiga að vera felldar inn í alla
starfsemi fyrirtækisins á öllum þrepum. Breytingar
þessar byggja á rammatilskipun Evrópu-
sambandsins nr. 89/391 um lögleiðingu ráðstaf-
ana er stuðla að bættu öryggi og heilsu starfs-
manna á vinnustöðum. í kjölfar lagabreytinganna
er að vænta nýrra reglna þar sem nánar verður
kveðið á um matið og forvarnaaðgerðir.
Auhin áhersla á forvarnir
Ljóst er að áhersla og kröfur um forvarnir gegn
atvinnutengdum óþægindum og sjúkdómum munu
aukast í framtíðinni og mikilvægt að allir hlut-
aðeigandi aðilar séu vakandi fyrir því. Til að skapa
gott vinnuumhverfi þarf markvisst samstarf lyki-
laðila svo sem
■ stjórnenda
■ starfsmanna
■ hönnuða
■ umsjónaraðila verklegra framkvæmda
■ ráðgjafa í heilsuvernd á vinnustað.
Mikilvægt er strax á hönnunarstigi framkvæmda
að setja skýr markmið á sviði vinnuverndar, sem
er svo fylgt eftir í öllu hönnunarferlinu. Samkvæmt
áðurnefndri EB-tilskipun á atvinnurekandinn að
gera ráðstafanir til að laga vinnuferlið að einstakl-
ingnum, einkum þegar vinnustaður er hannaður
og þegar valin eru tæki og vinnu- og framleiðslu-
aðferðir. Skal þetta einkum gert í því augnamiði að
draga úr einhæfni við færibandavinnu og vinnu
sem líkist henni svo koma megi í veg fyrir heilsu-
spillandi áhrif sem slíkt kann að hafa á starfs-
menn. Einnig skal atvinnurekandi meta þá áhættu
sem tekin er hvað varðar öryggi og heilsu starsf-
manna, m.a. með vali á tækjum, efnum, efna-
blöndum og innréttingum. Með tilliti til þessa má
því í framtíðinni gera ráð fyrir auknum kröfum frá
þeim sem kaupa þjónustu hönnuða og ráðgjafa,
um að vinnuumhverfi sé hannað þannig að það sé
heilsusamlegt og öruggt.
Bent skal á mikilvægi þess að nýta dýrmæta
reynslu og þekkingu starfsmanna við hönnun nýr-
rar vinnuaðstöðu, húsnæðis og vinnslulína/ vin-
nuskipulags. Gæta þarf þess að starfsmenn komi
nægilega fljótt inn í hönnunarferlið því breytingar á
síðari stigum eru alltaf dýrari og erfiðari í fram-
kvæmd.
Hönnun 09 vinnuvistfraeði
Mönnum er orðið Ijóst að velgengni fyrirtækja og
samfélagsleg velmegun í framtíðinni mun byggja á
því að fyrirtæki hafi heilbrigt, áhugasamt og vel
þjálfað starfsfólk. Mikilvægt er að allir leggi hönd á
plóginn og stuðli að góðum vinnuaðstæðum, heil-
su og líðan.
Því er við hæfi að spyrja hvort vinnuvistfræði sé
höfð að leiðarljósi við hönnun á íslandi í dag? Ekki
ætla ég að svara þeirri spurningu en vil vekja
lesendur til umhugsunar um hvort svo sé. Einnig
væri fróðlegt að varpa Ijósi á hvort og þá í hvaða
mæli vinnuvistfræði er kennd í námi hönnuða í
dag, t.d. í námi arkitekta, verkfræðinga, tækni-
fræðinga, iðnhönnuða og innanhúss- og hús-
gagnaarkitekta. Hvaða augum líta hönnuðir vinnu-
vistfræði? Gaman væri að hönnuðir létu í sér
heyra um málefnið.
Ég vil að lokum vekja athygli á því að um
nokkurra ára skeið hefur verið starfandi þverfag-
legt félag áhugafólks um vinnuvistfræði, Vinnuvist-
fræðifélag íslands, og eru áhugasamir velkomnir í
félagið. Nánari upplýsingar fást hjá höfundi sem er
formaður félagsins (torunn@ver.is).
Lokaorð
Og þá bara nokkrar spurningar í lokin til þín
lesandi góður. Hefur þú bakið í huga við hönnun?
Samstarf við hönnun vinnustaða er mikilvægt.
71