AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Síða 84

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Síða 84
TILGANGUR MEO SVÆÐISSKIPULAGI í verklýsingu útboðsgagna segir: „Með gerð svæðisskipulags er ætlun sveitarfélaganna að móta sameiginlega stefnu fyrir höfuðborgarsvæð- ið hvað varðar landnotkun og þróun byggðar, sam- göngumál, landslagsskipulag og yfirbragð byggð- ar, umhverfismál og samfélagslega þróun.” Á höfuðborgarsvæðinu fer fram margvísleg samvinna á milli sveitarfélaganna í ýmsum mála- flokkum. Snertifletirnir eru margir í þéttbýli sem að mestu er samvaxið og brýn nauðsyn að samræma ýmsa þætti á tímum örrar þróunar. Flest bendir til að þessi þróun haldi áfram og ef ekkert verður að gert má gera ráð fyrir óhagkvæmri byggðarþróun með óhagstæðum fjárfestingum í samgöngu- og þjónustukerfum. Til frekari upplýsingar er vísað í avs, 3-4 tölu- blað 1999, og heimasíðu svæðisskipulagsins á eftirfarandi veffangi: www.svaedisskipulag. ssh. is eða heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu: www. ssh.is . Núverandi staða Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins er ennþá í vinnslu. Um þessar mundir verið að leggja lokahönd á tillögu ráðgjafa til kynningar í aðildarsveitarfélög- unum. Þegar fyrri grein var skrifuð lá fyrir til umfjöllunar hjá sveitarfélögunum skýrsla um greiningu gagna þar sem dregnar eru fram nauðsynlegustu fors- endur og markmið verkefnisins og svonefndar kjörtillögur, fimm talsins, teknar til áhrifamats. í kjörtillögunum voru metin mismunandi áhrif þess ef byggð þróast meira til suðurs eða norðurs t.d. varðandi landnýtingu og uppbyggingu landsvæða, gerð byggðar,blöndun byggðar, þéttingu byggðar, þéttleika á einstökum landsvæðum, kjarnamynd- anir, áhrif umferðar og umhverfismál. Eftir nauðsynlega umfjöllun um kjörtillögurnar í sveitarfélögunum og unnið hafði verið úr athuga- semdum þeirra voru í maímánuði s.l. lögð fram fyrstu drög að endanlegri tillögu að svæðisskipula- gi fyrir höfuðborgarsvæðið. í ágúst s.l. komu út endurskoðuð drög að svæðisskipulagstillögu í formi korta, aðalgreinarg- erðar og sjö fylgirita. í aðalgreinargerð eru helstu umfjöllunaratriði tillögunnar dregin fram og í fylgi- ritum er fjallað nánar um einstaka málaflokk Eftirtalin fylgirit hafa verið gefin út: Fylgirit 1, Byggðin og landslagið Fylgirit 2, Tölulegar forsendur Fylgirit 3, Endurnýjun og þróun borgar Fylgirit 4, Umferðarspár Fylgirit 5, Umhverfisstefna Fylgirit 6, Framkvæmdakostnaður Fylgirit 7, Framkvæmd skipulagsins Þau drög sem nú liggja fyrir eru tillaga ráðgjafa. Áður en samvinnunefnd um svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið tekur tillöguna til formlegrar samþykktar skal hún kynnt opinberlega skv. 13 gr. skipulags- og byggingarlaga. Samvinnunefnd sendir tillöguna jafnframt til viðkomandi sveitar- stjórna til yfirferðar og samþykktar og gerir hana að sinni eftir að hafa yfirfarið, gert nauðsynlegar breytingar og samþykkt hana formlega. Samtímis er tillagan til athugunar hjá Skipulags- stofnun. Vegna mikillar umræðu og óvissu í sambandi við stöðu Reykjavíkurflugvallar í svæðisskipulaginu óskaði samvinnunefnd eftir því að unnin yrði sér- stök athugun sem byggði á þeirri forsendu að flugvöllurinn yrði fluttur eftir lok núverandi gildis- tíma Aðalskipulags Reykjavíkur, árið 2016, og flugvallarsvæðið tekið undir byggð. Ráðgjafar gerðu tillögu sem reiknar með tiltölulega þéttri byggð íbúðar- og atvinnuhúsnæðis á svæðinu í tengslum við miðborg Reykjavíkur, Fláskóla ís- lands og Landspítala. Auk þess er í vinnslu á vegum samvinnunefndar sérstök skoðun innlendra og erlendra sérfræðinga á mismunandi valkostum í flugvallarmálinu. Niður- stöðu er að vænta í byrjun nóvember. Þá hefur verið ákveðið að stofna til kosningar/ skoðanakönnunar um framtíð Reykjavíkurflugvall- ar í byrjun desember. Sérstök samstarfsnefnd vinnur að málinu og búast má við niðurstöðu fyrir áramót. Samkvæmt núgildandi tímaáætlun fyrir svæðis- skipulagið er gert ráð fyrir því að í byrjun árs 2001 verði allar forsendur skýrar, þar með talin ákvörð- un um framtíð flugvallarsvæðisins, þannig að samvinnunefnd geti samþykkt endanlega tillögu til kynningar. Þá má reikna með að lokaútgáfa svæðisskipulagstillögu verði auglýst formlega skv. lögum í febrúar n.k. og staðfest af umhverfisráð- herra á útmánuðum. 82
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.