AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Side 86
ars. Skipulagsfræðin reynir að bæta þar úr. Ein
leið til þess er að blanda byggð.
í þessu tilliti hafa helstu markmið okkar verið
að setja fram:
■ Heildstætt skipulag sem byggir á sjálfbærri
þróun fyrir sjálfbært borgarumhverfi:
■ hugmyndir um „hina þéttbyggðu borg” bæði
hvað varðar núverandi byggð og framtíðarbyggð
■ skipulagstillögu sem gerir ráð fyrir að vernda
“græna trefilinn” og grænu geirana sem tengja við
ströndina og opna mót hafi
■ skipulagstillögu sem gerir ráð fyrir blandaðri
byggð og forðast uppskiptingu í starfræn svæði
■ skipulagstillögu sem gerir ráð fyrir „bandbæjum”
og undirbýr þannig byggðina undir almennngs-
samgöngur þar sem þéttleiki verður mestur við al-
menningssamgönguleiðir
Með þetta í huga er stefnt að því að svæðis-
skipulagið verði hvati og grundvöllur að því að
fyrirtæki og stofnanir á höfuðborgarsvæðinu marki
sér sess á alþjóðlegum vettvangi og að íbúar þess
njóti þeirra lífsgæða sem mögulegt er að veita á
hverjum tíma. I því er framtíðarsýn svæðisskipu-
lagsins fólgin.
I. Þróun byggðar/landnotkun
í upphaflegri verklýsingu var gert ráð fyrir að
unnin yrði svæðisskipulagstillaga til 20 ára. í
vinnslu verksins hefur þetta breyst þannig að nú er
unnið að tillögu til 2024. Tillögunni er skipt upp í
tvo áfanga, 1997 - 2018 og 2018 - 2024.
Tillagan miðar að því að þétta byggð, þjappa
henni saman og draga úr útþenslu hennar, m.a.
með því að byggja fyrst upp svæði næst þeirri
byggð sem fyrir er á milli Mosfellsbæjar og
Hafnarfjarðar áður en hafist verður handa við upp-
byggingu nýrra svæða í Álfsnesi og sunnan
Hafnarfjarðar.
Fyrri áfangi nær til byggðar í Mosfellsbæ, Kópa-
vogi og Garðabæ eins og hún getur orðið mest,
auk svæða í Reykjavík, Hafnarfirði og Bessa-
staðahreppi sem eru næst núverandi byggð.
Miðað við stöðuga þróun er áætlað að þessi
svæði verði fullbyggð árið 2018 og er því þetta
ártal valið við áfangaskiptingu svæðisskipu-
lagsins.
Eftir árið 2018 mun byggð þróast til norðurs, upp
í Álfsnes, til suðurs, suður fyrir Hafnarfjörð eða
hugsanlega að hluta til á flugvallarsvæðið í
Vatnsmýrinni en eins og fram hefur komið er þar
um töluverða óvissu að ræða sem Ijósi verður
varpað á áður en endanleg svæðisskipulagstillaga
verður samþykkt.
I. I íbúar og ibúdrir
íbúafjöldi á höfuðborgarsvæðinu vex á skipu-
lagstímanum úr 164.000 manns árið 1997,
(171.000 árið 1999) í um 230.000 manns árið
2024.
Gert er ráð fyrir að íbúum í hverri íbúð fækki að
meðaltali úr 2.66 árið 1997 í 2.45 íbúa/íbúð árið
2024. Þéttleiki verður mismikill eftir hverfum og
verður íbúafjöldinn minnstur á þéttingarsvæðum
og innan núverandi byggðar, 2.33, og mestur í
nýjum hverfum, 2.85 íbúar/íbúð m.a. vegna breyt-
trar aldurssamsetningar en eldra fólki fjölgar mikið
og færri börn verða í heimili en nú er. Þörf fyrir
nýjar íbúðir er að hluta til vegna fólksfjölgunar og
að hluta til vegna fækkunar í heimili.
Þessum þörfum er mætt með þéttingu byggðar
innan núverandi hverfa og með nýrri byggð á
nýjum landsvæðum.
84