Bændablaðið - 26.01.2023, Qupperneq 10

Bændablaðið - 26.01.2023, Qupperneq 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2023 FRÉTTIR OG VINNUM ÚR ÞEIM LAUSNIR TÖKUM AÐ OKKUR VERKEFNI VHE • Melabraut 27 Hafnarfjörður • Hraun 5 Reyðarfirði Sími 843 8804 • Fax 575 9701 • www.vhe.is • sala@vhe.is Bláskógabyggð: Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri Margeir Ingólfsson og Sigríður Jóhanna Guðmundsdóttir, bændur á bænum Brú í Bláskógabyggð, sem er staðsettur rétt við veginn upp að Gullfossi, eru með bílaplan við veginn þar sem ferðamenn geta stoppað til að klappa nokkrum hrossum, tekið myndir af þeim og gefið þeim hestaköggla, sem fást í sjálfsala á planinu. Það eru þó ekki allir sem virða það, því mörgum dettur í hug að gefa hestunum alls kyns draslmat líka. „Það er með ólíkindum hvað fólki dettur í hug að reyna að koma í hrossin. Þá erum við ekki bara að tala um brauð, kökur, kex, epli og gulrætur, heldur einnig hnetur, snakk, egg, kjöt, roast beef samlokur og í rauninni allt sem það finnur í bílunum hjá sér. Það eru ekki bara erlendir ferðamenn sem haga sér svona, Íslendingar eru oft ekkert skárri,“ segir Margeir óhress. Hann segir að hrossin hafi ekki vit á því hvað sé gott fyrir þau og hvað ekki en sumt af því sem verið er að gefa þeim getur beinlínis verið þeim lífshættulegt. Margeir segir að hann geti gefið einum hesti 4-5 brauðsneiðar, honum að meinalausu, en ef t.d. 100 manns koma með eina brauðsneið og gefa, þá sé hesturinn dauður. „Meltingarvegur hrossa getur auðveldlega stíflast ef þau éta eitthvað óhollt eða í óhóflegu magni en það getur dregið þau til dauða á nokkrum klukkutímum. Með því að bjóða upp á hestaköggla til sölu og vona að það sé ekki verið að gefa þeim neitt annað, þá eru hrossin að fá fóður sem er þeim ætlað og við höfum yfirsýn yfir það magn sem þau fá,“ segir Margeir og bætir við: „Það er þó allt of algengt að hestunum sé gefinn alls konar óþverri með tilheyrandi hættu fyrir þau.“ /mhh „Hestastopp“ á Brú er mjög vinsælt, bæði hjá ferðaþjónustunni og ferðamönnum á eigin vegum. Á góðum degi eru oft um 30-40 rútur sem stoppa á planinu, ásamt 200 bílaleigubílum. Hestarnir eru mikið myndaðir og margir kaupa hestaköggla og gefa þeim, þó það séu alltaf einhverjir innan um sem gefa alls konar óþverra. Myndir / Aðsendar Sjálfsalinn á Brú er mjög vel merktur, en þar er hægt að kaupa hestaköggla til að gefa hestunum. Margeir Ingólfsson, bóndi á Brú í Bláskógabyggð, en um 100.000 ferðamenn stoppa hjá þeim á ári hverju. Nýsköpun: Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia Efnafyrirtækið Sabic Agri- Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia til framleiðslu á sjálfbæru ammóníaki í nokkrum löndum á Arabíu- skaganum. Í fréttatilkynningu frá Atmonia er haft eftir Munif- Al Munif, yfirmanni tækniþróunar og nýsköpunar hjá Sabic An, að fyrirtækið sé sannfært um að Atmonia muni nái að koma vöru sinni á markað. Sprotafyrirtækið Atmonia er að þróa efnahvata og tæknibúnað sem framleiðir ammóníak úr lofti og vatni án þess að losa gróður- húsalofttegundir. Segir í til kynning- unni að núverandi ammóníak- framleiðsluaðferð sé ábyrg fyrir 1-2% af koltvísýringslosun af mannavöldum í heiminum. Með sölu sprotafyrirtækisins á einkaréttinum, sem nær til landanna Sádi-Arabíu, Bahrein, Kúveit og Óman, eykst fjárhagslegt svigrúm fyrirtækisins til frekari þróunarvinnu. Guðbjörg Rist, framkvæmda- stjóri Atmonia, segir í til- kynningunni að fyrirtækið sé að hefja fjármögnunarferli til að hraða vöruþróun enn frekar, en fyrirtækið finni fyrir mjög mikilli eftirspurn eftir vörunni, þrátt fyrir að hún sé enn í þróun. Sabic er alþjóðlegt efnafyrirtæki sem framleiðir efnavörur, málma og plastvörur ásamt næringarefnum til landbúnaðar á stórum skala. Höfuðstöðvar þess eru í Sádi- Arabíu. /ghp Guðbjörg Rist, framkvæmdastjóri Atmonia. Mynd /smh Tíu ár eru síðan Ráð- gjafarmiðstöð land- búnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af tilefni starfsafmælisins munu starfsmenn hennar standa fyrir ýmsum viðburðum á árinu. Áramótin 2012–13 var RML stofnað við sameiningu ráðgjafar- þjónustu búnaðarsambanda kringum landið og ráðgjafarsviðs Bænda- samtaka Íslands. „Ljóst var að verkefni hins nýja fyrirtækis voru nokkuð frábrugðin þeim verkefnum sem áður voru vistuð innan búnaðarsambandanna og Bændasamtakanna. Þau verkefni er sneru að hags- munagæslu, eftirliti og öðrum verkefnum en þeim sem tilheyrðu beint ráðgjafarþjónustu, skýrsluhaldi eða kynbótastarfi, fluttust ekki yfir í hið nýja fyrirtæki. RML hefur því haft það meginhlutverk að vera ráðgjafarfyrirtæki í landbúnaði og er að fullu í eigu Bændasamtakanna og þar af leiðandi bænda en hefur sem slíkt ansi víðtækt hluverk. Auk þess að veita bændum hlutlausa og óháða ráðgjöf sinnir RML ráðgjöf til ýmissa hagaðila svo sem ríkisstofnana, r á ð u n e y t a o g einka aðila. Við sameininguna varð til öflugt sameinað fyrirtæki sem er í stakk búið til þess að takast á við verkefni nútímans,“ segir Karvel L. Karvelsson, framkvæmdastjóri RML. Á þessu afmælisári vilji starfsmenn fyrirtækisins blása til sóknar og vekja athygli á því starfi sem RML sinnir í samvinnu við bændur. „Stefnt er að því að halda ráðstefnu í haust þar sem bændur og fræðafólk kemur saman og fer yfir það helsta í nýjungum í landbúnaði. Að auki verða viðburðir, fundir og kynningar umfram það sem gerist á venjulegu ári hjá RML. Við búumst því við spennandi ári þar sem áhersla verður lögð á hvernig við í sameiningu förum inn í næsta áratug í íslenskum landbúnaði. Viðburðirnir verða rækilega aug- lýstir í Bændablaðinu, á rml.is og samfélagsmiðlum. Við hlökkum til þess að hitta bændur sem oftast á þessum tímamótum,“ segir Karvel. /ghp Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins: Tíu ára starfsafmæli Matvælaráðuneytið: Úrskurður MAST felldur úr gildi Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðvað innflutning á trjábolum. Málavöxtu má rekja til þess er MAST hafnaði beðni PCC BakkaSilicon hf. um heimild fyrir innflutningi á trjábolum með berki, frá Póllandi, með þeim rökum að varningurinn samanstæði af villtum plöntum sem safnað væri á víðavangi. Stofnunin hélt því fram að nytjaskógur teldist ekki sem ræktun við sýrðar aðstæður og því fengist ekki fullkomin vitneskja um möguleg sníkjudýr, veirur, sveppi og bakteríur sem gætu fylgt sendingunum. PCC BakkiSilicon hf. kærði túlkun MAST til matvælaráðuneytisins þar sem heilbrigðisvottorð fylgdu sendingunni og að ekki væri hægt að skilgreina trjábolina sem „villtar plöntur sem safnað væri á víðavangi“. Ráðuneytið felldi úr gildi úrskurð MAST og hefur falið stofnuninni að taka málið til meðferðar að nýju þar sem heilbrigðisvottorð væru til staðar og að ekkert hafi komið fram sem gæti bent til að þau uppfylli ekki kröfur. /ÁL MAST verður nú að taka aftur til meðferðar heimild til innflutnings á trjábolum. Mynd / Mathias Reding
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.