Bændablaðið - 26.01.2023, Qupperneq 16

Bændablaðið - 26.01.2023, Qupperneq 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2023 Ef hugmyndir um stóraukið fiskeldi hér á landi á næstu 15-20 árum verða að veruleika er áætlað að útflutningsverðmæti eldisafurða geti orðið um 450 milljarðar króna á ári, sem er töluverð hærri upphæð en fæst fyrir allt útflutt sjávarfang frá Íslandi núna. Þetta er mat Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sem birti í síðustu viku greinargerð um framtíðarhorfur í fiskeldi hér á landi. Þar er ekki talið óraunhæft að horfa til þess að eftir tæpa tvo áratugi geti framleiðslan í sjó- og landeldi verið komin upp í 550 þúsund tonn á ári en til samanburðar má nefna að framleiðslan á síðasta ári nam 45 þúsund tonnum. Aukningin yrði þannig tólfföld á við það sem við þekkjum í dag. Stjórnvöld boða stefnumörkun Rétt er þó að minna á að stjórnvöld hafa enn sem komið er ekki lagt fram neinar áætlanir um umfang fiskeldis í framtíðinni en í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er boðað að mótuð verði heildstæð stefna um uppbyggingu, umgjörð og gjaldtöku fiskeldis. Í tengslum við það hefur matvælaráðuneytið fengið ráðgjafarfyrirtækið Boston Consulting Group til þess að vinna að úttekt á stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi. Könnun: Hámark laxeldis í sjó Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fengu nýlega ráðgjafarfyrirtækið McKinsey til að vinna greiningu á meðal annars tækifærum til uppbyggingar fiskeldis við Íslandsstrendur og var niðurstaðan kynnt á ársfundi SFS í fyrravor. Við greiningarvinnuna var lagt mat á fræðilegt hámark laxeldis í sjó við Íslandsstrendur með því að draga saman þá landfræðilegu eiginleika sem einkenna góð sjókvíasvæði við Noregsstrendur og leita samsvarandi svæða við Íslandsstrendur. Niðurstaðan varð sú að fræðilega gætu þessi svæði staðið undir framleiðslu á 4,4 milljónum tonna af eldisfiski. Ekki hagnýtanleg svæði í reynd Þó var tekið skýrt fram að því færi fjarri að þessi svæði væru öll hagnýtanleg í reynd. Fyrst þyrfti að undanskilja friðlýst náttúrusvæði og staðsetningar sem ekki hentuðu vegna skipaumferðar, nálægðar við hafnarsvæði og árósa þar sem laxagengd væri til staðar og bannsvæða sem lokuð væru fyrir eldi frjórra laxa í sjó á grundvelli villtra nytjastofna. Að þessu undanskildu stæðu eftir svæði sem gætu staðið undir 1,1 milljónar tonna heildarframleiðslu, að mati skýrsluhöfunda. 1,1 milljón tonn óraunhæft markmið Í greinargerð SFS segir að þrátt fyrir að tilgreind svæði kunni að teljast hagfelld út frá fyrrgreindum viðmiðunum, þá megi ætla að heildarframleiðsla upp á 1,1 milljón tonn sé óraunhæft markmið ef horft sé til skemmri eða meðallangs tíma. Fjárfestingin yrðu of áhættusöm og hraðinn of mikill fyrir fyrirtæki, stjórnsýslu og þjónustu, auk þess sem taka yrði tillit til mögulegra áhrifa á hrygningar- og veiðisvæði helstu nytjastofna. Að teknu tilliti til þess sem að framan greinir telur SFS ekki óraunhæft að horfa til þess að á næstu 15-20 árum megi byggja upp atvinnugrein í fiskeldi með um 550 þúsund tonna framleiðslu á landi og í sjó, eins og áður kom fram, sem gæfi um 450 milljarða króna í útflutningsverðmæti. Sjókvíaeldi umdeilt Ekki þarf að fara mörgum orðum um það að sjókvíaeldi á Íslandi er umdeilt. Þeir sem meðmæltir eru eldinu benda á að fiskeldið hafi verið lyftistöng efnahagslega og atvinnulega í viðkomandi byggðarlögum. Þeir sem gagnrýna sjókvíaeldið segja á móti að villtum laxastofnum standi hætta af eldislaxi sem sleppi úr kvíum, sjávarmengun og sjónmengun fylgi sjóeldinu, dýravelferðar sé ekki gætt sem skyldi og eignarhald stærstu fyrirtækjanna sé að mestu í höndum útlendinga. Er landeldi lausnin? Á síðustu árum hefur áhugi manna, bæði hérlendis og erlendis, aukist á laxeldi á landi sem kannski gæti leyst eitthvað af þeim vandamálum sem fylgja sjóeldi. Samkvæmt upplýsingum SFS stefna fimm fyrirtæki að framleiðslu á laxi í landeldi. Þau eru Landeldi ehf. í Ölfusi, GeoSalmo í Ölfusi (einnig með áform í Vogum), Fiskeldi Ölfuss í Ölfusi, Sjálfbært fiskeldi í Vestmannaeyjum og Samherji fiskeldi á Reykjanesi (sem er nú þegar einnig í Öxarfirði). Gróft á litið eru fyrirtækin í Ölfusi með áætlanir um 20.000 tonna framleiðslu hvert, fyrirtækið í Eyjum með 10.000 tonn og Samherji með 40.000 tonn. Í samantekt SFS segir að áform um landeldi séu mislangt á veg komin en ef öll verkefnin gangi eftir gæti ársframleiðsla á eldisfiski numið hátt í 160 þúsund tonnum. Kjöraðstæður á suðvesturhorni landsins Bent er á að það sé engin tilviljun að áform um uppbyggingu landeldis sé mestmegnis á suðvesturhorni landsins, þ.e. í Ölfusi og á Reykjanesi, auk Vestmannaeyja. Á þessum stöðum er að finna gott aðgengi að jarðsjó og á Reykjanesi er jarðhiti sem gefur af sér heitt affallsvatn, bæði úr Reykjanesvirkjun og úr orkuveri í Svartsengi sem nýta má við eldið. Aðrir jákvæðir þættir eru aðgangur að ferskvatni, umhverfisvæn orka og nálægðin við höfnina í Þorlákshöfn og Keflavíkurflugvöll. Á þessum svæðum er líka mikil þekking á vinnslu sjávarfangs. Laxeldi nær eingöngu sjókvíaeldi núna Í skýrslu sem Leó Alexander Guðmundsson, líffræðingur á Hafrannsóknastofnun, birti í september síðastliðnum um landeldi á laxi er bent á að laxeldi í heiminum sé nær eingöngu stundað í sjókvíum og sé það víða umdeilt vegna umhverfisáhrifa. Í sumum löndum hafi hægt á vexti í framleiðslu af þeim sökum. Landeldi hafi verið kynnt sem möguleg lausn á helstu umhverfisvandamálum laxeldis en skoðanir hafi verið skiptar um framtíðarmöguleika þeirrar aðferðar. Landeldi laust við sjúkdómsvalda Leó segir að aðstæður til landeldis séu einstakar á Reykjanesskaga (Reykjanes/Ölfus) vegna jarðsjávar sem þar sé að finna. Einn af kostunum við að nota jarðsjó í eldi sé sá að hann geti verið laus við alla sjúkdómsvalda. Því skapist möguleikar á að sleppa dýrum hreinsibúnaði og bólusetningum. Hin hliðin á jarðhitaauðlindinni (raforka/heitt affallsvatn) sé hættan af eldgosum. Talið er að eldgosatímabil geti mögulega verið hafið á Reykjanesi og orkuverið í Svartsengi jafnvel í hættu. Stóraukinn áhugi á landeldi á heimsvísu Í skýrslu Leós kemur fram að á nokkrum árum hafi áhugi á landeldi á laxi stóraukist í heiminum. Samkvæmt samantektum greiningaraðila og annarra um framtíðaráform fyrirtækja í landeldi á laxi námu þau 150.000 tonnum árið 2017 en sú tala var komin upp í tvær milljónir tonna árið 2021. Leó segir að flestir sérfræðingar séu þó sammála um að framleiðsla úr landeldi komi ekki í stað sjókvíaeldis heldur verði viðbót við sístækkandi markað fyrir lax. Hvernig bregst markaðurinn við? „Ef áætlanir um framleiðslu í landeldi ganga eftir, hvernig mun markaðurinn þá bregðast við?“ spyr Leó í grein sinni og heldur áfram: „Verður eldislaxinn auglýstur sem landeldislax (hérlendis er allur gangur á því) og reynt að aðgreina hann frá laxi úr sjókvíaeldi á grundvelli náttúruverndarsjónarmiða og seinna meir á grundvelli dýravelferðarsjónarmiða? Ef svo er mætti eins búast við samkeppni milli landeldislax frá ólíkum framleiðendum, þar sem þættir eins og hlutfall endurnýtingar vatns og losun næringarefna og gróðurhúsalofttegunda út í umhverfið gætu skipt máli.“ Þróunin er hröð en mörgum spurningum er enn ósvarað. Framtíðarhorfur í fiskeldi Guðjón Einarsson gudjone3@gmail.com NYTJAR HAFSINS Tölvugerð mynd af fyrirhugaðri landeldisstöð Samherja á Reykjanesi, sem byggja á í áföngum upp í 40 þúsund tonna framleiðslugetu. Mynd / Af vef Samherja Seiðaeldi lax til sjókvíaeldis. Mynd / VH Stórtæk áform í Noregi Fiskeldi í Noregi hefur vaxið hröðum skrefum á undanförnum áratugum og er fyrir löngu farið að skila margfalt meiri verðmætum en veiðar á villtum fiski í sjó. Á nýliðnu ári fór útflutningsverð- mæti á eldislaxi í Noregi í fyrsta sinn yfir 100 milljarða norskra króna, eða sem svarar 1.500 milljörðum íslenskra króna. Það jafngildir ríflega fjórföldum útflutningsverðmætum íslenskra sjávarafurða á árinu 2022. Norsk stjórnvöld hafa sett sér það markmið að auka framleiðslu á laxi og regnbogasilungi í samanlagt 5 milljónir tonna fyrir árið 2050 sem jafngildir ríflega þreföldun á núverandi framleiðslu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.