Bændablaðið - 26.01.2023, Page 27
27Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2023
ára, eða nálægt 80% Reykjavíkurbúa
á því aldursbili. Félagsleg virkni er
öllum þörf og skemmtileg aukningin
þarna, enda aldurshópurinn á undan,
60–70 ára, oft enn á vinnumarkaði en
þar eru tæp 20% sem hafa gengið til
liðs við félagið.
„Heimasíða félagsins er afar
aðgengileg og sýnir m.a. það
félagsstarf sem er í boði, hvaða
námskeiðsnýjungum við höfum
bryddað upp á auk almennra
upplýsinga. Kór, klúbbar og ferðalög
auk viðburðadagatalsins.“
Matreiðslunámskeið
fyrir alvöru karlmenn
„Það er gaman að segja frá því að
fyrir áramót héldum við í fyrsta sinn
matreiðslunámskeið sem einungis
var ætlað karlmönnum. Þeir eru þó
nokkrir sem sjaldan eða aldrei hafa
stigið fæti inn fyrir eldhúsdyrnar, en
vegna breyttra aðstæðna þurfa nú að
taka sér sleif í hönd.
Vel var mætt og fengu þátttakendur
að velja hvað þá langaði að læra að
matbúa. Kennarinn var Kristján E.
Guðmundsson, áhugakokkur á sama
reki og nemendurnir, og gekk þetta
framar öllum vonum auk þess sem
neytt var dýrindis málsverðar í hvert
sinn. Við verðum með annað námskeið
sem hefst núna 30. janúar og um að
gera að skrá sig fyrir þá sem langar
að spreyta sig við einfalda íslenska
matseld,“ segir Dýrleif brosandi.
Ferðalög og gistingar á næstunni
auk fjölbreytts félagslífs
„Árlega er farið í nokkrar dagsferðir.
Einnig aðrar þar sem við gistum nótt
og nótt. Við erum meira að segja með
ferðaskrifstofuleyfi og getum því
sett saman ferðir eftir hentugleika.
Það eina sem á strandar er gistingin.
Eins og staðan er núna lítur út fyrir að
næsta gistipláss sé laust árið 2024,“
segir Dýrleif hlæjandi.
„Nú er reyndar stór hópur á
leið til Færeyja í tengslum við
Íslendingasöguklúbbinn sem fer
á söguslóðir í takt við efnið sem
er verið að lesa – í þessu tilviki
Færeyingasögu.
„Þegar kemur að ferðaskrif
stofunni okkar, FEB-ferðum (sem
er hjáheiti fyrir ferðaskrifstofu FEB)
fórum við í vel á annan tug innan- og
utanlandsferða yfir síðasta ár, bæði
lengri og styttri ferðir – og á síðasta
ári voru það u.þ.b. 500 félagsmenn
sem fóru í ferðirnar með okkur, enda
afar skemmtileg dægradvöl.
Auk annars félagsstarfs er
það sem helst stendur upp úr,
spænskunám, kór, gönguferðir
og svo vikulegir dansleikir, en á
hverju sunnudagskvöldi klukkan
átta flykkjast hingað dansunnendur
og sletta úr klaufunum. Þetta er
fastur punktur hjá okkur og alltaf
jafn vinsæll.
Við erum svo heppin að eiga
húsnæðið hérna að Stangarhyl 4
og höfum því nægt rými er kemur
að skemmtunum, Zumba-dans,
stólaleikfimi eða öðrum uppákomum,
og svo hefur reyndar salurinn verið
leigður út fyrir fermingar eða annað.
En það er um að gera að drífa sig
af stað ef áhugi er fyrir hendi, endilega
að kíkja,“ lýkur Dýrleif máli sínu.
Félagið var stofnsett árið 1989 og á sér því rúmlega þrjátíu
ára sögu. Stofnun þess var að norrænni fyrirmynd en
nokkrir í félögum eldri borgara á Íslandi höfðu átt í góðum
samskiptum við samtök eftirlaunafólks Norðurlanda; Norrænu
samvinnunefndina. Þótti samheldni og samstarf meðal félaga
eldri borgara á landsvísu eftirsóknarverð og úr varð stofnun
Landssambandsins hérlendis.
Sambandið hefur vissulega mótað réttindi og velferð eldri
borgara yfir tíðina en á vefsíðu þess kemur fram að þarna er um
að ræða sjálfstætt starfandi samtök sem vinna að „hagsmuna-,
velferðar- og áhugamálum aldraðra og kemur fram fyrir hönd
aðildarfélaganna gagnvart Alþingi, ríkisstjórn, stjórnvöldum
og öðrum sem sinna málefnum aldraðra fyrir landið í heild“.
Gætt er fyllsta hlutleysis er kemur að trú og stjórnmálum
og stuðlar sambandið að „samvinnu félaga eldri borgara og
að slík félög séu starfandi í öllum sveitarfélögum landsins“.
Til viðbótar er Grái herinn, sem áður var stofnaður sem
deild innan Félags eldri borgara í Reykjavík, nú baráttu-
hópur mannsæmandi kjara með hagsmuni eldra fólks
í forgrunni, enda ættu allir hópar þjóðfélagsins að geta
notið bæði reisnar og virðingu til jafns.
Hagsmuna og kjara er þó ekki einungis gætt auk samþættrar
félags- og heilbrigðisþjónustu, heldur er eldri borgurum boðið
upp á öflugt félagslíf.
Sitjandi formaður í dag er mörgum kunnur, Helgi Pétursson
að nafni, oft kenndur við hljómsveitina Ríó tríó. Aðspurður um
stöðu félagslífs eldri borgara telur hann árið sem nú nýverið
gekk í garð lofa góðu og mikið um að vera nú þegar atgengi
Covid-veirunnar fer hallandi.
Áhugaverðar vefsíður:
www.leb.is (Landsamband eldri borgara) www.lifdununa.is
(varðar líf og störf þeirra sem komin eru yfir miðjan aldur)
www.graiherinn.is (Grái herinn)
Landssamband eldri borgara á Íslandi