Bændablaðið - 26.01.2023, Page 34

Bændablaðið - 26.01.2023, Page 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2022 Í DEIGLUNNI | S t r ú k t ú r e h f | w w w . s t r u k t u r . i s | s t r u k t u r @ s t r u k t u r . i s | | B æ j a r f l ö t 9 | 1 1 2 R e y k j a v í k | S í m i : 5 8 8 6 6 4 0 | Límtré-Timbureiningar Stálgrind Yleiningar PIR Steinull Prentmiðlakönnun Gallup: Sterk staða á fjölmiðlamarkaðinum – Bændablaðið er langmest lesna blað landsbyggðarinnar Bændablaðið trónir yfir aðra prentmiðla í nýjum mælingum Gallup yfir lestur blaða á lands- byggðinni. Lestur Bændablaðsins á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist og yngri lesendur bætast í hópinn. Samkvæmt niðurstöðum lestrar- könnunar mælist lestur Bændablaðsins 37,6% á landsbyggðinni. Blaðið ber höfuð og herðar yfir aðra prentmiðla þar, eins og reyndar fyrri ár. En lestur dagblaða hefur dalað, er 16,7% hjá Fréttablaðinu, 14,3% hjá Morgunblaðinu og 3,6% hjá Viðskiptablaðinu. Samdráttur í lestri prentmiðla Lestur prentmiðla hefur verið að dragast saman á heimsvísu á undanförnum árum og ára- tugum. Prentmiðlar hér á landi fara ekki varhluta af því. Þegar bornar eru saman niðurstöður hinnar nýju könnunar og niðurstöður sambærilegrar könnunar frá árinu 2021 sést að lestur Fréttablaðsins hefur dregist saman um 15,1% á landsvísu, lestur Morgunblaðsins hefur minnkað um 12,7% og hjá Viðskiptablaðinu er samdrátturinn 7,14%. Lestur Bændablaðsins dregst minnst saman, eða um 4,4%. Stundin er eini miðillinn sem eykur við sig meðallestur í könnuninni, var 8,1% á landsvísu árið 2021 en mælist 9,8% árið 2022. Bændablaðið er næstmest lesna blað landsins samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar, með 26% lestur á landsvísu á meðan Fréttablaðið mældist með 28,2%. Könnunin var framkvæmd á síðasta ársfjórðungi ársins 2022 en um áramótin breyttist dreifing Fréttablaðsins og er nú hætt að bera það út á heimili fólks og liggur þess í stað frammi á 120 stöðum á suðvesturhorni landsins. Bændablaðið liggur frammi á 420 stöðum, hringinn í kringum landið. Aukinn lestur Bændablaðsins í höfuðborginni Lestur prentmiðla sem útgefnir eru sjaldnar en vikulega auka við sig lestur á höfuðborgarsvæðinu á meðan lestur miðla sem gefa oftar út minnkar milli ára. Stundin eykur lesturinn á höfuðborgarsvæðinu úr 8,8% í 10,8% og Bændablaðið úr 19 í 19,5%. Á meðan minnkar lestur Fréttablaðsins úr 36,9% í 34,6% og Morgunblaðið úr 20,9% í 19,7%. Mest lesið meðal heldri landsmanna Karlar eru enn líklegri til að lesa Bændablaðið en konur, en 31,1% karlmanna lesa blaðið og 20,8% kvenna. Athygli vekur þó að þegar yngsti aldurshópur lesenda er skoðaður, 12-19 ára, þá víxlast kynjamunurinn, en 33% fleiri stúlkur en drengir lesa Bændablaðið í þeim aldursflokki. Eldri aldurshópar eru tryggustu lesendur blaðsins, en 50,6% lesenda á aldrinum 60-80 ára lesa Bænda- blaðið. Þegar aldursflokkurinn 51-65 ára er skoðaður þá er lestur Bændablaðsins mestur á landsvísu, alls 38,3%, á meðan lestur Fréttablaðsins er 36,6%. Aukinn áhugi yngri lesenda Lestur yngri aldurshópa á Bænda- blaðinu hefur einnig aukist verulega milli ára. Meðallestur á landsvísu í aldurshópnum 12 – 24 ára fór úr 7,2% í 8,7%. Á meðan dróst lestur Fréttablaðsins og Morgunblaðsins saman í sama aldursflokki. Lestur vefsíðu Bændablaðsins hefur einnig aukist verulega á síðastliðnum sex mánuðum og ekki síst eftir að blaðið fór að miðla efni sínu á samfélagsmiðlinum Instagram. Má þar meðal annars sjá myndbönd sem tengjast efnistökum blaðsins sem vakið hafa verðskuldaða athygli. Vinsælla en Mogginn í Kraganum Athyglisvert er að skoða lestur miðlanna eftir kjördæmum. Bændablaðið er langvinsælasti prentmiðill Suðurkjördæmis, Norð-austurkjördæmis og Norð- vestur-kjördæmis. Blaðið hefur enn fremur tekið fram úr Morgunblaðinu í Reykja-víkurkjördæmi suður og í Kraganum. Endurspeglar það aukinn áhuga borgarbúa og nærsveitunga á efni blaðsins. Einstakt á heimsvísu Það heyrir til undantekninga á heimsvísu að landbúnaðarmiðaður prentmiðill sé meðal stærstu fréttamiðla hjá einni þjóð. Niður- stöðurnar sýna, svo ekki verður um villst, að staða Bænda- blaðsins á íslenskum fjölmiðla- markaði er sterk og stöðug. Efnistök blaðsins ná til sífellt fjölbreyttari lesendahóps og er oft uppspretta annarra fjölmiðla, enda er blaðið leiðandi í um- fjöllun um mikilvæg málefni sem tengjast búskaparháttum, matvæla- framleiðslu og fæðuöryggi. Í prentmiðlakönnun Gallup er lestur dagblaða mældur með samfelldum hætti. Um 30 svörum er safnað á hverjum degi, eða 2.500 svörum á ársfjórðungi. Í úrtakinu eru Íslendingar á aldrinum 12–80 ára af landinu öllu. /ghp Blaðið ber höfuð og herðar yfir aðra prentmiðla á landsbyggðinni. Þegar horft er til eldri aldurshópa er Bændablaðið mest lesið á landsvísu. Bændablaðið er næst mestlesni prentmiðill landsins skv. könnuninni sem framkvæmd var á síðasta ársfjórðungi ársins 2022. Aukinn lestur á höfuðborgarsvæðinu endurspeglar áhuga borgarbúa á efnistökum Bændablaðsins. Land og skógur: Frumvarpsdrög í samráðsgátt Drög að frumvarpi til laga um sameiningu Skógræktarinnar og Landgræðslunnar hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Í frumvarpinu er lagt til að sameiginlega stofnunin heiti Land og skógur. Skila má inn umsögnum um drögin til 1. febrúar. Samkvæmt frumvarpsdrögunum á nýja stofnunin að hafa eftirlit með framkvæmd laga um landgræðslu og skógrækt og annast daglega stjórnsýslu í samræmi við þau lög og annan lagabókstaf sem stofnunin starfar eftir. Stuðla að eflingu, verndun og endurheimt auðlinda Í frumvarpsdrögunum segir að: „Land og skógur skal með starfsemi sinni vinna að landgræðslu og skógrækt og stuðla að eflingu, verndun og endurheimt á auðlindum þjóðarinnar sem fólgnar eru í jarðvegi, skógum og öðrum gróðri í samræmi við lög og stefnu stjórnvalda, bestu þekkingu og alþjóðleg viðmið.“Aðdragandi frumvarpsins um sameininguna er að matvælaráðherra skipaði starfshóp til að greina rekstur stofnananna, eignaumsýslu og samlegð faglegra málefna og vinna áhættugreiningu. Skýrslu var skilað 3. október síðastliðinn með þeirri niðurstöðu að fagleg og rekstrarleg rök væru fyrir sameiningunni. Ráðherra ákvað því að leggja sameiningu til og í frumvarps- drögunum er lagt til að heiti nýrrar stofnunar verði Land og skógur. Aðalskrifstofa stofnunarinnar getur verið á hvaða starfsstöð hennar sem er samkvæmt frumvarpsdrögunum, en ekki er gert ráð fyrir að forstöðu- maður hafi aðsetur á höfuðborgar- svæðinu. Drögin sem liggja fyrir að lögum um nýja stofnun, Land og skóg, eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda fram til 1. febrúar. Ef lögin öðlast gildi er ráðherra heimilt að skipa forstöðumann nýrrar stofnunar sem hefur leyfi til að undirbúa starfsemi hennar í samráði við skógræktarstjóra og landgræðslustjóra, allt þar til stofnunin tekur til starfa við gildistöku laganna 1. janúar 2024. /VH Þú finnur Bændablaðið á bbl.is, Facebook & Instagram Land og skógur skal með starfsemi sinni vinna að landgræðslu og skógrækt og stuðla að eflingu, verndun og endurheimt á auðlindum þjóðarinnar. Mynd / Myndasafn Bændablaðsins.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.