Bændablaðið - 26.01.2023, Qupperneq 56
56 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2023
RÁÐGJAFARMIÐSTÖÐ LANDBÚNAÐARINS
Niðurstöður skýrsluhaldsársins hjá
mjólkurframleiðendum 2022
Niðurstöður skýrsluhaldsársins
í mjólkurframleiðslunni 2022
hafa verið reiknaðar og birtar
á vef Ráðgjafarmiðstöðvar
landbúnaðarins, www.rml.is. Hér
verður farið yfir helstu tölur úr
uppgjörinu.
Þeir fram-
leiðendur sem
skiluðu ein-
hverjum, en þó
m i s m i k l u m ,
u p p l ý s i n g u m
um afurðir kúa
sinna á nýliðnu
ári voru 507 en
á árinu 2021
voru þeir 517.
Niðurstöðurnar
eru þær helstar
að 25.031,9
árskýr skiluðu
6.313 kg nyt að
meðaltali. Það er
afurðaminnkun
um 23 kg/árskú
frá árinu 2021
en þá skiluðu
25.382,8 árskýr meðalnyt upp á
6.336 kg. Þetta eru þó einar mestu
meðalafurðir frá upphafi vega og
sjöunda árið í röð sem þær ná yfir
6.000 kg eftir árskú. Umreiknaðar
í orkuleiðrétta mjólk (OLM) eru
meðalafurðir síðasta árs 6.527 kg/
árskú eða 17 kg minni en árið áður.
Meðalbústærð reiknaðist
51,2 árskýr á árinu 2022 en
sambærileg tala var 50,0 árið á
undan. Meðalbústærð reiknuð í
skýrslufærðum kúm var nú 67,2
kýr en 2021 reiknuðust þær 66,8.
Samtals voru skýrslufærðar kýr
ársins 34.051 talsins samanborið
við 34.553 árið áður.
Mestar meðalafurðir á
Norðurlandi eystra
Svæðaskipting fylgir að segja má
kjördæmum. Á árinu voru mestar
meðalafurðir á Norðurlandi eystra,
6.387 kg, og síðan kemur Suðurland
með 6.361 kg.
Stærst eru búin að meðaltali
á Austurlandi, 53,3 árskýr, en
næststærst eru þau á Suðurlandi,
52,9 árskýr.
Meðalbúið stækkar aðeins
Meðalbúið stækkaði milli ára þrátt
fyrir samdrátt í innleggi mjólkur
en í takti við fækkun innleggsbúa.
Meðalinnlegg á bú með innlegg allt
árið nam 298.655 lítrum samanborið
við 288.088 lítra á árinu 2021.
Á sama tíma fækkaði innleggs-
búum mjólkur um sextán og voru
kúabú í framleiðslu 496 talsins nú í
árslok 2022. Í ársbyrjun fækkaði þeim
enn en fjögur bú hættu framleiðslu
um áramót og í upphafi árs lögðu
því 492 bú á brattann. Sú þróun að
búunum fækki og þau stækki er því
enn í fullum gangi og ekki séð fyrir
endann á henni. Viðbúið er því að
mjólkurframleiðendum fækki enn á
komandi vikum og mánuðum.
Mikil vanhöld á kálfum
Vanhöld kálfa eru enn með þeim
hætti að illa verður við unað. Einkum
er þar um að ræða gríðarmikinn
fjölda dauðfæddra kálfa við fyrsta
burð en fjórði hver kálfur undan
1. kálfs kvígum fæðist dauður eða
24,9%. Þó þetta hlutfall hafi lækkað
aðeins milli ára er þetta ástand
allt annað en eðlilegt. Þrátt fyrir
rannsóknir og athuganir á orsökum
þessa hefur engin ein ástæða fundist.
Fyrir dyrum stendur rannsókn
í samstarfi Landbúnaðarháskóla
Íslands og RML þar sem reynt
verður að greina hvort um erfðaþátt
geti verið að ræða. Tekin verða
sýni úr dauðfæddum kálfum til
arfgreininga og mun þá koma til
samstarfs við bændur. Það kæmi
undirrituðum mjög í opna skjöldu ef
bændur yrðu ekki fúsir til samstarfs
um þennan þátt en reynslan hefur
sýnt að bændur bregðast ætíð vel
við þegar leitað er eftir samstarfi
um hina ýmsu þætti.
Aldur kvígna við fyrsta burð
mjakast hægt og bítandi niður á við,
er nú 27,2 mánuðir. Þetta er of hár
aldur og enn og aftur bendum við
á að allar rannsóknir og athuganir
sýna að hagkvæmast er að kvígurnar
eignist sinn fyrsta kálf í kringum
23-24 mánaða aldur. Eftir allan þann
tíma sem við höfum haldið þessu
á lofti er kominn tími til aðgerða.
Látið kvígurnar bera 24 mánaða!
Sparinautin, þau naut sem standa
í stíum bænda um allt land, á að
nota sem slík. Af fæddum kálfum
á árinu 2022 voru 31% undan
sparinautum. Það sama á við um
þetta og burðaraldurinn, við höfum
margsagt að spara eigi þessi naut
og sæða sem allra flestar kýr og
kvígur. Ástæðuna vita allir. Nú,
þegar erfðamengisúrval er orðið að
veruleika, er mikilvægara en nokkru
sinni að notfæra sér sæðingar og þær
miklu erfðaframfarir sem þær bjóða
upp á. Úrval toppnauta í kútum
frjótækna hefur aldrei verið meira
eða betra en nú.
Mestar meðalafurðir á
Stakkhamri á Snæfellsnesi
Á árinu 2022 reyndust kýr
Laufeyjar Bjarnadóttur og Þrastar
Aðalbjarnarsonar á Stakkhamri á
Snæfellsnesi með mesta meðalnyt
eftir árskú eða 8.910 kg. Hér
er höggvið nærri Íslandsmeti
Brúsastaða í Vatnsdal frá árinu
2016 sem er 8.990 kg/árskú. Á
Stakkhamri er legubásafjós með
mjaltaþjóni sem tekinn var í notkun
veturinn 2021-22. Ekki er annað að
sjá en kýrnar kunni þeirri breytingu
vel en afurðir á búinu jukust um
845 kg/árskú milli ára. Þetta er í
annað sinn sem Stakkhamar skipar
efsta sæti lista yfir afurðahæstu bú
á einu almanaksári en árið 2006 varð
raunin einnig sú. Þá skiluðu kýrnar
þar 7.896 kg mjólkur/árskú sem á
þeim tíma var Íslandsmet.
Annað í röð afurðahæstu búa
landsins er bú sem skipaði fjórða
sæti þessa lista á árinu 2021. Þetta
er Dalbær í Hrunamannahreppi en
rekstraraðili þar er Dalbær 1 ehf.
Kýrnar skiluðu 8.672 kg/árskú
sem er 300 kg meira en árið áður. Í
Dalbæ hefur verið legubásafjós með
mjaltaþjóni um árabil og er búið
vel þekkt í íslenskri nautgriparækt
en þaðan eru t.d. hin kunnu
kynbótanaut Laski 00010, Glæðir
02001 og Gyllir 03007.
Þriðja afurðahæsta bú ársins
2022 er búið á Göngustöðum
í Svarfaðardal en þar reyndust
kýrnar skila 8.596 kg mjólkur/árskú.
Rekstraraðili búsins er Göngustaðir
ehf. Á Göngustöðum er nokkurra
ára legubásafjós með mjaltaþjóni og
síðan það kom til nota hafa afurðir
tekið stórstígum breytingum. Milli
ára jukust afurðir á búinu sem nemur
561 kg/árskú.
Í fjórða sæti varð bú þeirra Jónínu
Einarsdóttur og Gísla Haukssonar
á Stóru-Reykjum í Flóa. Kýrnar
á Stóru-Reykjum skiluðu 8.507
kg/árskú á nýliðnu ári eða 186
kg/árskú meira en árið á undan.
Á þessu fyrirmyndarbúi ársins 2022
er að finna nýlegt legubásafjós
með mjaltaþjóni. Fimmta búið í
röð afurðahæstu búa ársins 2022 er
gamalkunnugt á þessum lista. Bú
þeirra bú Guðlaugar Sigurðardóttur
og Jóhannesar Eybergs Ragnarssonar
á Hraunhálsi í Helgafellssveit hefur
oftsinnis áður komið fyrir meðal
afurðahæstu búa landsins og árið
2022 er engin undantekning þar á.
Heilsufar síð. 12 mán.
Hlutfall með
sjúkdómaskráningu 12,3 23,0 11,8 35,7 17,3 16,7 20,1
Kýr
Fjöldi
sjúkdómstilfella á
árskú
0,17 0,35 0,17 0,50 0,23 0,24 0,29
Júgurmeðhöndlanir
á árskú 0,05 0,09 0,08 0,11 0,05 0,08 0,08
Geldstöðumeðhöndlanir
á árskú 0,01 0,05 0,01 0,02 0,04 0,02 0,02
Bráðadauði/slys á
árskú 0,01 0,01 0,01 0,01 0,01 0,01 0,01
Kálfar
Hlutf. dauðra og
dauðf. við 1. burð 22,5 20,5 27,3 27,8 25,3 23,0 24,9
Hlutf. dauðra og
dauðf. aðrir burðir 8,1 9,5 9,2 9,0 8,2 8,2 8,6
Hlutf. dauðra á 1-
180 daga 3,3 3,4 4,0 3,7 3,4 2,2 3,1
Frjósemi síð. 12 mán.
Dagar frá burði til
1. sæðingar 66,2 105,7 71,0 69,8 59,8 68,6 69,2
Meðalaldur við 1.
burð 27,6 28,7 27,1 26,6 27,8 27,4 27,2
Hlutfall kálfa undan
sæðinganautum 67,3 69,8 65,0 68,5 71,6 71,2 69,0
Ending
Kýr
Meðaldur við
förgun, dagar 1.884,5 1.896,4 1.867,6 1.839,1 1.972,5 1.880,5 1.871,2
Meðalfjöldi burða
við förgun 2,92 2,65 2,88 2,93 3,03 2,93 2,92
Meðalæviafurðir
fargaðra kúa 16.911,7 14.700,7 17.459,9 17.613,8 18.973,7 17.545,1 17.461,8
Annað
Ný bú í skýrsluhaldi
síð. mánuð 0 0 0 0 0 0 0
Bú sem hættu í síð.
mánuði 0 0 0 0 0 1 1
Ársuppgjör afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar 2022. Heimild og töflur / Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Nautgriparæktin
Sími 516 5000 - www.rml.is
Skýrsluhald í mjólkurframleiðslu
desember 2022
Uppgjör fyrir
tímabilið Vesturland Vestfirðir Norðurland
vestra
Norðurland
eystra Austurland Suðurland Landið allt
Fjöldi búa alls 70 13 86 121 18 187 495
Fjöldi búa með skil 70 12 84 121 18 184 489
Fjöldi kúa alls 3.467 370 4.463 6.388 993 10.075 25.756
Meðalbústærð, kýr 49,5 30,8 53,1 52,8 55,2 54,8 52,7
Fjöldi árskúa 3.342,1 393,4 4.321,6 6.278,6 958,8 9.737,6 25.031,9
Meðalbústærð,
árskýr 47,7 32,8 51,4 51,9 53,3 52,9 51,2
Fjöldi 1. kálfs kúa 1.131 137 1.637 2.207 314 3.580 9.006
Fjöldi kvígna eldri
en 24 mán 581 162 694 704 129 1.933 4.203
Endurnýjunarhlutfall 32,6 37,0 36,7 34,5 31,6 35,5 35,0
Hlutfall kúa með
förgunarástæðu 100,2 84,9 99,0 100,0 100,0 99,8 99,5
Mjólkurframleiðsla síð. 12 mán.
Meðalbústærð,
innlögð mjólk 262.814 175.385 303.360 310.569 312.182 309.723 298.655
Mjólk/árskú 6.128 5.198 6.356 6.387 6.252 6.361 6.313
Fita kg 259 202 261 276 269 265 265
Fita % 4,23 3,88 4,10 4,31 4,30 4,17 4,20
Prótein kg 210 167 215 223 216 215 215
Prótein % 3,42 3,21 3,37 3,50 3,46 3,37 3,41
Kg OLM/árskú 6.363 5.096 6.480 6.738 6.565 6.534 6.527
Mjólkurnýting 93 93 95 96 97 95 95
Frumutala (reiknuð) 269 259 248 252 279 262 259
Mjólkandi kýr
Dagsnyt/kú 16 13 16 16 16 17 16
Dagsnyt OLM/kú 17 13 16 17 17 17 17
Kjötframleiðsla síð. 12 mán.
Kýr
Hlutfall með
sláturgögn 89,4 76,1 82,7 85,2 88,2 87,5 86,1
Flokkun 2,52 3,04 3,30 2,47 2,61 2,77 2,74
Dagar frá burði
við förgun 260,2 336,8 273,4 245,6 298,8 259,7 260,9
Meðalþungi, kg 198,1 209,5 211,1 202,7 211,8 207,2 205,7
Sigurður
Kristjánsson.
Guðmundur
Jóhannesson.