Bændablaðið - 09.02.2023, Síða 4

Bændablaðið - 09.02.2023, Síða 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2023 FRÉTTIR Kjötafurðastöðvar og sláturleyfishafar: Fallið frá frumvarpi Frumvarp matvælaráðherra til lagabreytinga á búvörulögum um auknar heimildir kjötafurðastöðva og sláturleyfishafa til samvinnu lá í desember síðastliðnum í Sam- ráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Nú hefur frumvarpið verið fellt út af þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir vetrar- og vorþing 2023. Nýtt frumvarp verður samið í staðinn og lagt fram á haustþingi. Frumvarpið byggði á tillögum spretthópsins frá því í júní á síðasta ári, sem ráðherra kallaði eftir vegna slæmrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. Í tilkynningu úr matvælaráðuneytinu kemur fram að í umsögnum hafi verið gerðar alvarlegar athugasemdir við efnistök frumvarpsins, einkum er tiltekið að Samkeppniseftirlitið telji þá undanþágu sem var lögð til í frumvarpinu, mögulega fara gegn ákvæðum EES samningsins. „Auk þess gangi sú undanþága mun lengra en viðgangist í nágrannalöndum og hætta sé á að hagsmunir kjötafurðastöðva fari ekki saman við hagsmuni bænda. Enn fremur benti Samkeppniseftirlitið á að núgildandi samkeppnislög heimili hagræðingu og því ekkert til fyrirstöðu að hægt sé að skapa grundvöll til hagræðingar á vettvangi kjötafurðastöðva sam- kvæmt núgildandi lögum,“ segir í tilkynningunni. Nýtt frumvarp mun heimila samstarf Ætlar matvælaráðherra, í ljósi þeirra athugasemda sem bárust við frumvarpið, að setja af stað vinnu við gerð nýs frumvarps sem heimilar fyrirtækjum í meirihlutaeigu framleiðenda að eiga með sér samstarf um afmarkaða þætti, eins og tíðkast í nágrannalöndum Íslands. Horft verður til reglna Evrópu- sambandsins og Noregs við þá vinnu og tryggt að ekki verði minna svigrúm hér á landi í þessum efnum en í nágrannalöndunum. Stefnt er að því að leggja frumvarpið fram á næsta haustþingi. Umsagnir sem birtust í Sam- ráðsgáttinni voru bæði jákvæðar og neikvæðar. Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) töldu að frumvarpið gæti aukið hagræði í sláturiðnaði svo um muni. Hins vegar þurfti að skýra ákveðin atriði þess betur. Að mati SAM eru svipaðar aðstæður uppi nú varðandi kjötafurðastöðvar og var í mjólkuriðnaði þegar undan- þáguákvæði frá samkeppnislögum var innleitt í búvörulögin fyrir þann geira afurðastöðva árið 2004. Stærðarhagkvæmni skilar sér til bænda Bændasamtök Íslands sögðu í sinni umsögn að þeirra sýn væri að með færri og stærri einingum sem sjá um slátrun og vinnslu afurða raungerist stærðarhagkvæmni sem skili sér til bænda í fleiri greiddum krónum. Færri krónur þurfi þá að fara í milliliði og fleiri krónur fari til frumframleiðenda. Til að það markmið náist, sem jafnframt skili sér til neytenda, þá verði að eiga sér stað hagræðing í allri keðjunni frá bónda í búð. Félags atvinnurekenda taldi algjörlega ótækt að sérhagsmuna- hópar geti pantað hjá stjórnvöldum undan- þágur frá samkeppnislögum af því að þeir telji rekstur sumra fyrirtækja í tilteknum greinum ekki ganga nógu vel. Grundvallaratriði, að mati Félags atvinnurekenda, er að margvíslegir möguleikar séu á samstarfi og samstarfi framleiðenda búvöru eða jafnvel samruna afurða- stöðva að óbreyttum lögum, án undanþágna frá bannákvæðum 10. og 12. gr. samkeppnislaga. /smh Eldsvoði: 200 svín drápust – Talin hafa kafnað þegar hús fylltust af reyk Eldur kom upp á svínabúi á Skriðulandi í Langadal í Austur- Húnavatnssýslu. Samkvæmt upplýsingum virðist bruninn hafa einskorðast við þak í syðsta brunahólfi þrískipts húss. Þar biðu um 200 grísir bana, en talið er að þeir hafi kafnað í reyk. Ingvar Sigurðsson, slökkvi- liðsstjóri Brunavarna Austur- Húnvetninga, segir að viðbragðs- aðilar hafi fengið útkall í fyrsta forgangi klukkan 5:38 að morgni mánudagsins 6. febrúar vegna bruna í útihúsum á Skriðulandi. „Þegar við komum á vettvang var eldur læstur í þaki í einum þriðja hluta hússins. Þar var allt reykfyllt og ljóst að dýrin sem væru þar inni væru ekki lífs. Þá einbeittum við okkur að því að verja hina tvo hluta hússins,“ segir Ingvar. Umrædd bygging er fyrir grísaeldi og er henni skipt niður með eldvarnarveggjum. Allt tiltækt lið frá Brunavörnum Austur-Húnvetninga, eða um 15 slökkviliðsmenn, voru kallaðir á vettvang af bakvakt. Þrír slökkviliðsmenn frá Bruna- vörnum Skagafjarðar léttu undir bagga. Stjórn náðist á eldinum um klukkan átta og var stórtæk vinnuvél fengin til að rífa þakið svo slökkviliðið gæti fundið eldhreiður. Lögregla fékk vettvanginn afhentan um klukkan ellefu. Ingvar leiðir líkum að því að upphaf brunans megi rekja til vélbúnaðar sem er í þakinu, t.a.m. viftur. Rannsókn lögreglu er á frumstigi og ekki hægt að fullyrða um orsök að svo stöddu. Samkvæmt Vilhjálmi Stefáns- syni, lögreglufulltrúa á Blönduósi, eru næstu skref að fara inn í byggingarnar til að skoða aðstæður og kanna þá hluti sem lögreglan telur líklega orsakavalda. Sé þess þörf mun lögreglan á Norðurlandi vestra leita eftir aðstoð frá tæknideild LRH. „Brunahólfin héldu svo vel að svínin voru róleg í hinum hlutum hússins,“ segir Vilhjálmur, en greinilegt sé að húsið sé vel byggt. /ÁL Viðbragðsaðilar telja að húsbruninn hafi átt uppruna sinn í vélbúnaði á þaki byggingarinnar. Eldveggur kom í veg fyrir að svín í öðrum hlutum hússins hlutu skaða. Mynd / Ingvar Sigurðsson Losun gróðurhúsalofttegunda frá ræktarlöndum bænda, einkum tún í framræstu mýrlendi, er stór hluti heildarlosunar frá landnýtingarhluta landbúnaðar. Við útreikninga á þessum hluta í losunarbókhaldi Íslands hefur verið stuðst við rannsóknir Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins frá 1975, en nú hafa matvælaráðu- neytið og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið ákveðið að ráðist verði í endurmat á þessari losun. „Landgræðslan hefur nú gert samning við ráðuneytin um að halda utan um vinnu við að meta losun frá ræktarlandi og við erum að hefja viðræður við Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskóla Íslands um kaup á nauð- synlegri rannsóknavinnu af þeim. Samningurinn gerir ráð fyrir rannsóknum sem standa munu yfir í þrjú ár því það er nauðsynlegt til að fá upplýsingar sem eru marktækar,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri. Rannsóknir Rannsóknastofnunar landbúnaðarins eru í dag nýttar til að áætla losun frá 55 prósentum alls ræktarlands Íslands, sem er metið um eitt prósent af heildarflatarmáli Íslands. Í umfjöllun ráðuneytanna um verkefnið fram undan kemur fram að talsverður breytileiki sé í losun gróðurhúsalofttegunda frá ólíkum landflokkum og landsvæðum. Nýlegar rannsóknir bendi til að þörf sé á að endurmeta stuðla sem notaðir hafa verið um þessa losun og bindingu frá ólíkum svæðum. Ráðuneytin hafa unnið í sameiningu að undirbúningi verkefnisins og er gert ráð fyrir fyrstu niðurstöðum árið 2024, en lokaniðurstöðum í árslok 2026. Ólíkt íslenskum landbúnaði er landnýtingarhluti hans – og skógræktin – ekki á beinni ábyrgð Íslands í losunarbókhaldinu gagnvart alþjóðlegum skuldbindingum í loftslagsmálum. /smh Endurmat á losun frá ræktarlandi Tún í framræstu mýrlendi eru stór hluti heildarlosunar á gróðurhúsa- lofttegundum frá landnýtingu.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.