Bændablaðið - 09.02.2023, Qupperneq 24

Bændablaðið - 09.02.2023, Qupperneq 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2023 MENNING Halaleikhópurinn er leik- hópur fatlaðra og ófatlaðra sem hafa leikið og stýrt leik- félaginu jöfnum höndum í nú þrjátíu ár. Halaleikhópurinn, sem heldur um þessar mundir, upp á 30 ára afmæli sitt, frumsýnir af því tilefni verkið Obbosí – eldgos, sem er sérstaklega skrifað fyrir hópinn. Alls níu leikarar stíga á svið í verkinu sem skrifað er og leikstýrt af Sigrúnu Valbergsdóttur. Við fáum að kynnast lífrænt vottaða sveitabænum Snotrustöðum. Þar er boðið upp á bændagistingu og ýmsa óvenjulega afþreyingu – en sögusviðið gefur til kynna glaum og glens með tengingu við hið yfirskilvitlega. Heimasætan hún Fjóla fær þá snjöllu hugmynd að glæða ferðamannastrauminn með því að auglýsa í Bændablaðinu og býður tilvonandi gestum upp á góðan afslátt af gistingu og mat ef þeir á móti veita þjónustu sína á einhvern hátt. Bærinn stendur á virku eldgosabelti og um sama leyti og allt fyllist af gestum fer að gjósa í nágrenninu auk þess sem þrjár kýr bera á sama sólarhringnum. Fjóla á fullt í fangi með þetta allt saman og einn misskilningur rekur annan í sambandi við dvöl gestanna á bænum. Til viðbótar ráða almannavarnir og náttúru- vársérfræðingar auðvitað ekki við eitt né neitt. Þessi ótrúlega atburðarás á sér öll á einn eða annan hátt fyrirmynd í raunveruleikanum og sjón er sögu ríkari. Frumsýning er 10. febrúar, miða er hægt að nálgast í síma 897 5007 eða á netfanginu midi@halaleikhopurinn.is og miðaverð er 3.000 kr. Sýnt er í Halanum, leikhúsi Halaleikhússins í Sjálfs- bjargarhúsinu að Hátúni 12. Gengið er inn að norðan- verðu nr. 3 og sýnt er um helgar, laugardaga og sunnu- daga, kl. 17. /SP Halaleikhópurinn: Obbosí – eldgos Grétar Bjarnason almannavarnamaður. Hugfangna parið leika þau Sigurbjörg Halldórsdóttir og Jóhann G. Thorarensen. Myndir / Aðsendar Freyvangsleikhúsið: Fólkið í blokkinni Meistarar Freyvangsleikhússins hafa nú tekið sér fyrir hendur gamanleikinn Fólkið í blokkinni eftir hinn sívinsæla Ólaf Hauk Símonarson. Fjallar verkið um spreng- hlægilegar, þó raunsannar sögur sem allir geta ímyndað sér sem einhvern tíma hafa verið búsettir í blokk. Ákveða íbúar blokkarinnar að setja upp söngleik þar sem þau sjálf eru í aðalhlutverkum og má nefna Hárfinn hárfína, forsvarsmann hljómsveitarinnar Sóna, sem æfir stíft í kjallaranum á meðan Robbi húsvörður reynir ólmur að koma í veg fyrir að söngleikurinn komist á koppinn og hefur almennt allt á hornum sér. Skarpar og skemmtilegar mann- lýsingar eru í hávegum hafðar og atburðarásin eftir því kostuleg. Formaður Freyvangsleikhússins, hún Jósý, Jóhanna Sigurbjörg Ingólfsdóttir, segir okkur að mikið stuð sé á sviðinu, hljómsveit og almennur hressleiki. Frumsýningin verður þann 24. febrúar í Freyvangi og miðasala hjá tix.is og í síma 857-5598. Sýnt verður í átta skipti, klukkan 20.00, föstudaga og laugardaga frá frumsýningu þar til 18. mars næstkomandi og miðaverð er kr. 3500. /SP Gaman verður að sjá Fólkið í blokkinni á sviði Freyvangs. Þarna má sjá þau Karen Ósk Kristjánsdóttur, Svein Brimar Jónsson, Aðalbjörgu Þórólfsdóttur, Ingólf Þórsson, Helga Þórsson og svo sést glitta í hljómsveitarmeðlimi alla: Atla Rúnarsson, Bergsvein Þórsson, Björn Hreinsson og Bjarma Gunnarsson. Á myndinni að neðanverðu eru þau í hlutverkum sínum, Robbi húsvörður: Jón Friðrik Benónýsson, Valerí: Aðalbjörg Þórólfsdóttir auk Helga Þórssonar sem Hárfinns hárfína. Leikdeild Eflingar Breiðumýri sýnir verkið Gauragang eftir Ólaf Hauk Símonarson á morgun, 10. febrúar. Sýnt verður á Breiðumýri að venju, og áætlaðar eru um tíu sýningar. Skemmtilegt er að segja frá því að í stað hefðbundins leiksviðs verður uppsetningin á nýstárlegan hátt, sitja gestir í hring, við borð – kvenfélagið býður upp á vöfflukaffi – en leikendur láta ljós sitt skína inni í hringnum. Frumsýningin er á föstudaginn kl. 20.30 og önnur sýning laugardag kl. 16.00. Hægt er að panta miða í síma 618-0847 eða í netfang umfefling@gmail.com. Á döfinni ... Opið er fyrir umsóknir í fjölbreytt sumarstörf í Vatnajökulsþjóðgarði Hvernig hljómar sumar á fjöllum?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.