Bændablaðið - 09.02.2023, Síða 28

Bændablaðið - 09.02.2023, Síða 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2023 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Þátttakan mikilvæg Sveinn Steinarsson, bóndi á Litla- landi í Ölfusi, mun hætta sem formaður deildar hrossabænda hjá Bændasamtökum Íslands eftir áratuga langa setu. Hann segir tíma sinn við stjórn Félags hrossabænda (sem síðar varð Deild hrossabænda) hafa verið viðburðaríkan. „Óneitanlega er gaman að rifja upp tímamótapunkta síðustu ára. Má þar nefna uppfærslu dóma- leiðarans, sumarexemsverkefni, landssýningar og landsmótin. Samhliða því hafa orðið miklar framfarir í greininni, hrossin eru sífellt að verða betri og jafnari,“ segir Sveinn. Þá nefnir hann markaðsverkefnið Horses of Iceland. „Þegar við fórum í þá vegferð hafði markaðsstarf á íslenska hestinum ekki verið stundað með markvissum hætti. Þarna komu saman í eitt lið hagsmunaaðilar, s.s. við hrossabændur, Landssamband hestamannafélaga, Félag tamn- ingamanna, Feif, aðilar frá ferðaþjónustunni og fjölmargir aðrir, sem settu sér langtímamarkmið og fjármögnuðu verkefnið sem hófst 2015 og er samningsbundið til ársloka 2025. Það er alls ekki sjálfgefið að verkefnið hafi farið af stað og eldist svona vel.“ Hann segir að árangur verk- efnisins endurspeglist m.a. í meiri sölu reiðhrossa úr landi og aukinni ásókn ferðamanna hér á landi í hestaferðir. „Verkefnið er einnig okkar helsti samnefnari þegar við kynnum hestinn erlendis og á samfélagsmiðlum verkefnisins getum við komið okkar áherslum að á hverjum tíma,“ segir Sveinn. Aðkoma hrossabænda að búvörusamningum Lausnir við tíðni sumarexems í útfluttum hrossum er eitt af stórum hagsmunamálum Deildar hrossabænda. „Síðasta áratug hefur farið mikil vinna og fjármagn í víðtækar rannsóknir á mögulegri forvörn gegn ofnæminu enda mikið velferðarmál fyrir hestinn erlendis að það takist að finna úrræði sem dugir gegn exeminu. Það var fyrst og fremst fyrir tilstilli Félags hrossabænda að það náðist að útvega hross í samanburðarrannsókn á mögulegu mótefni. Fyrsta formlega kynning á niðurstöðum hennar verður á búgreinaþinginu,“ segir Sveinn. Hann segir að stærsta mál hrossabænda á þinginu verði umræður um raunverulega og beina aðkomu þeirra að búvöru- samningum. „Við munum taka okkur tíma til að ræða það og kynna hugmyndir okkar. Vonandi fæðast úr þeim umræðum frekari hugmyndir og þá ályktun.“ Hvetur til framboða Milli 400-500 bændur eru skráðir í Deild hrossabænda og geta allir fullgildir meðlimir boðið sig fram í stjórn félagsins. Sveinn hvetur þá sem vilja láta sig málefni íslenskra hesta varða að gefa kost á sér. „Stærsta áskorun nýrrar stjórnar er að efla félagsstarfið og ná betur til félaganna. Félagskerfið hefur gengið í gegnum meiri breytingar en mönnum hafði órað fyrir þegar ákveðið var að leggja af búnaðargjaldið. Það er mikilvægt að fólk sem hefur hagsmuni taki þátt í félagsstarfinu, það er alltof ódýrt að sitja bara hjá og gagnrýna.“ Sveinn mun ekki sitja auðum höndum þrátt fyrir að hann víki nú úr formannsstólnum. „Ég hef miklu meira en nóg að gera í mínu fyrirtæki,“ segir Sveinn en hann rekur ásamt konu sinni iðnaðar- og þjónustufyrirtækið Svamp ehf. auk þess að vera með 40 hross að Litlalandi í Ölfusi. „Ég vil þakka stjónarfólki mínu fyrir samstarfið gegnum árin sem og þeim fjölmörgu sem ég hef kynnst og starfað með að hagsmunum hrossabænda á sinni vakt.“ Nýr formaður Deildar hrossa- bænda verður kosinn á búgreinaþingi þann 22. febrúar næstkomandi og hefur venjan hefur verið sú að formaður búgreinadeildarinnar er jafnframt formaður fagráðs í hrossarækt. Síðasti skráningardagur á búgreinaþingið er þann 15. febrúar næstkomandi. Allir fullgildir félagar í Deild hrossabænda eru gjaldgengir á fundinn. /ghp Sveinn Steinarsson, fráfarandi formaður Deildar hrossabænda, mun ekki sitja auðum höndum að búgreinaþingi loknu. Mynd / H.Kr Búgreinaþing: Tveir fráfarandi formenn – Sveinn Steinarsson og Anna María Flygenring hætta formennsku í búgreinadeildum sínum Anna María Flygenring gefur ekki kost á sér til að gegna áfram formennsku í búgreinadeild geitfjárræktenda og því verður nýr formaður kosinn á búgreinaþingi Hún segir að ýmislegt hafi áunnist á þeim árum sem hún hafi verið formaður, það fjölgi til að mynda örlítið í stofninum og svo sé fólk byrjað að líta á geitaafurðir sem góða matvöru. „Þetta eru að verða fimm ár síðan ég var kosin formaður í Geitfjárræktarfélagi Íslands, þar á undan var ég ritari í eitt ár. Ég ætlaði alls ekki að lenda í stjórn þótt ég mætti á eins og einn aðalfund. En fyrir hvatningu góðs fólks samþykkti ég að gefa kost á mér í formennsku í eins og eitt ár á meðan fyndist formaður sem tæki verkefnið föstum tökum. En stuttu seinna dundu yfir breytingar á félagskerfi Bændasamtaka Íslands og á þeim tíma var margt að gerast í endurskipulagningu og fannst mér vont að fara úr stjórn á þeim tíma,“ segir Anna María. Heppin með samstarfsmenn Að sögn Önnu Maríu er breytingarskeið félagskerfisins nú komið vel á veg og því fari hún mjög sátt frá borði. „Ég hef verið heppin með samstarfsmenn, enda byggist starf í okkar deild á hugsjón og miklum áhuga. Auðvitað eru endalaus verkefni, og við eigum mikið verk fram undan en við höfum smátt og smátt náð þeim árangri að nú er fólk byrjað að líta á geitaafurðir sem góða vöru,“ segir hún. Að sögn Önnu Maríu er staðan í íslenskri geitfjárrækt sú að það fjölgar örlítið í stofninum. „Geitabændur eru auðvitað háðir því að fá tekjur, sem greiðast í gegnum gripagreiðslur. Þær þurfa að hækka verulega ef greinin á að standa undir sér. Við bindum vonir við að matvælaráðuneytið standi með okkur í búvörusamningum sem eru að fara í endurskoðun. Það er eftirspurn eftir afurðunum og sérstaklega mjólkurafurðum og kjöti – og ekki er hægt að fá kjöt eða mjólk sem hefur minna kolefnisspor ef farið er út í þá sálma. En öll uppbygging er dýr og það þyrfti að koma til stuðningur til að fleiri setji á stofn mjólkurframleiðslu eða ostagerð. Það var á verkefnaskrá okkar á síðustu árum að koma geitinni inn í Slow Food verkefnið [Presidia] sem Dominique Plédel leiddi og var á góðri leið með, en talsverð vinna var lögð í það. Eitthvað strandaði við stjórnarskipti í Slow Food en vonandi kemst það aftur á skrið. Við reyndum að fá breytingu á reglugerð um hrámjólk til ostagerðar vegna skilyrða Slow Food en öll ostagerð innan þeirra samtaka notar ógerilsneydda mjólk. Hér eru hins vega stífar reglugerðir og ekki hefur fengist breyting þar á. Þetta er eitt af óloknu verkefnunum,“ segir Anna María. Lagfæringar á Heiðrúnu „Við höfum líka verið að reyna að fá lagfæringar á Heiðrúnu, skráningarforritinu okkar, en það hefur gengið afar hægt. Forritið er eins konar þýðing á Fjárvís og koma iðulega upp hrútar og gimbrar þegar átt er við hafra og huðnur – og fleiri vandkvæði í þeim dúr mætti nefna. En nýjustu fréttir segja að það sé nú komið af stað og verða lagfæringar komnar inn í vor. Ég vona að ég megi treysta því, þetta hefur farið verulega í taugarnar á geitabændum öllum. Nú í vetur hafa verið að fæðast kiðlingar á stöku stað, ekki alveg planað að byrja geitburð snemma en það er alltaf fjör þegar ungviðið er farið að spretta úr spori. Fátt gleður meira en að sjá myndir af þessum fjörkálfum þegar úti geisar stormur og él. Ég óska öllum geitabændum alls hins besta og held áfram að fylgjast með og sinna mínum geitum sem best,“ segir Anna María að lokum. /smh Anna María Flygenring, fráfarandi formaður búgreinadeildar geitabænda. Mynd smh Fer sátt frá borði Í DEIGLUNNI

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.