Bændablaðið - 09.02.2023, Page 34

Bændablaðið - 09.02.2023, Page 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2023 Þórhallur Steinsson, fyrrverandi bóndi í Sumarliðabæ, var frumkvöðull í innleiðingu nýrrar tækni í landbúnaðartækjum. Þórhallur tók við búi í Sumar- liðabæ árið 1972 og var þar bóndi til ársins 1995. Sumarliðabær er staðsettur í Ásahreppi í Rangárvallasýslu. Landslagið er alsett hæðum og bröttum brekkum. Þórhallur hafði séð að traktorar sem einungis voru með drifi að aftan réðu illa við vinnu við þessar aðstæður. Eitt af hans fyrstu verkum þegar hann tók við búi var að panta fjórhjóladrifna Deutz dráttarvél. Á þessum árum voru dráttarvélar útbúnar framdrifi ekki búnar að ná útbreiðslu og veit Þórhallur ekki til þess að nokkur annar í hans sveit hafi átt slíkan traktor. „Það var nú gert grín að þessu, en það liðu ekki mörg ár þangað til flest allir voru komnir með framdrif,“ segir Þórhallur. Sá fyrir að þurfa meira pláss Þegar Þórhallur tók við búi þurfti að ráðast í miklar framkvæmdir á húsakostinum. „Ég byggði fjósið með breiðum göngum þannig að ég gæti athafnað mig þar með tækjum. Ég hugsaði með mér að það kæmi ný tækni þar sem þyrfti að nota tæki – og það gerðist.“ Á þessum tíma var hey ýmist verkað í smáböggum eða í lausu og voru fjósin almennt hönnuð út frá því að fóðrið væri gefið með höndum. Sumarið 1981 var mjög vot- viðrasamt og reyndist erfitt að safna heyjum. Þórhallur hafði farið á kynningu hjá Júlíusi Halldórssyni hjá Hamri hf. þar sem kynntar voru rúlluvélar. Þórhallur pantaði í kjölfarið eina slíka þar sem hann sá að þessi nýja tækni myndi koma sér vel, bæði þar sem auðveldara væri að heyja í rigningatíð og þar sem rúllubaggar gætu hentað vel aðstæðunum í Sumarliðabæ. Hann fékk rúlluvél af gerðinni Krone afhenta í byrjun sumars þetta ár og bendir allt til þess að þetta sé fyrsta rúllubindivélin sem kom til landsins. Samkvæmt Þórhalli flutti Hamar hf. inn tvær rúlluvélar þetta sumar, en hin fór í Austurkot í Flóa. „Heyið var fyrst bundið og síðan lyft með tækjunum – og svo var stórum poka rennt upp á rúlluna.“ Þórhallur tók pokana utan af rúllunum rétt á meðan hann flutti þær heim. Þrátt fyrir að þessu hafi fylgt meiri vinna, segir hann að heyið hafi verkast betur ef hann beið ekki með að setja það í poka úti á túni. Nokkur rigningasumur voru í byrjun níunda áratugarins, en Þórhallur segist hafa fengið mjög gott fóður, þrátt fyrir að slá og binda heyið í úrkomu. Staflað inni í hlöðu Rúllurnar voru svo settar aftur í pokann þegar þeim var staflað í hlöðunni. „Svo batt maður fyrir og raðaði upp á endann þannig að næsti baggi kom ofan á og lokaði þar með alveg,“ segir Þórhallur. Pokana gat hann notað oft og þeir voru óskemmdir. Stærstan hluta heyforðans geymdi Þórhallur inni í hlöðu. Þegar kom að gjöfum sótti hann rúllu með krabba á brúkrana og setti á heimasmíðaðan vagn sem dreifði heyinu um fóðurganginn. „Þegar ég var með litlu baggana gaf ég 25 bagga í mál, en það þurfti ekki nema einn bagga af þessu,“ segir Þórhallur, en þvermál rúllubagganna hjá honum var 150 sentímetrar og því nokkuð stórir. Í dag eru flestar rúllur 120 til 130 sentímetrar í þvermál. „Það héldu allir að þetta yrði algjörlega ónýtt hey,“ segir Þórhallur, en þegar tekin voru heysýni kom í ljós að fóðrið hefði verkast mjög vel og lyktaði eins og sætt vín. Til stóð að rúlluvélin færi í búvélaprófanir á vegum bútæknideildar RALA á Hvanneyri, en svo varð ekki þar sem vélin mætti miklum fordómum. Nokkrum árum eftir að Þórhallur tók Krone rúlluvélina í notkun kom Júlíus vélasali að máli við hann og sagðist ætla að flytja inn fastkjarna rúlluvél frá Vermeer – sem var með beltum í stað kefla. „Hún var með sama þvermál, en maður gat hent bagganum út á öllum stigum,“ segir Þórhallur. Umboðið tók Krone rúlluvélina upp í og er óljóst hvar þessi fyrsta rúlluvél landsins er niðurkomin. Fyrsti Fendtinn Árið 1983 var Júlíus Halldórsson búinn að stofna fyrirtækið Búvélar sf. og hóf innflutning á Fendt dráttarvélum frá Þýskalandi, sem þá var alfarið óþekkt tegund hér á landi. Þórhallur greip tækifærið og eignaðist þar með fyrsta traktorinn frá þessum framleiðanda. Þarna fékk hann í hendurnar nýja tækni sem fólst í öðruvísi kúplingu og gírkassa en bændur höfðu kynnst – svokölluðum „konverter“, sem Þórhallur segir að hafi gert öll átök mýkri.Þetta hafi gert alla vinnu léttari og við nákvæmnisvinnu voru engir rykkir eða kippir. Eftir að Þórhallur fékk þennan Fendt 306 í hendurnar setti hann aflúrtak framan á traktorinn. Þetta gaf honum möguleika á að slá með tveimur sláttuvélum samtímis og segir Þórhallur afköstin hafa aukist um helming. Líklegt má telja að þetta sé eitt fyrsta dæmið um frambúnað á dráttarvél hérlendis. Eftir að Þórhallur hætti búskap í Sumarliðabæ gerðist hann skoðunarmaður hjá Vinnueftirlitinu og vann þar þangað til hann fór á eftirlaun. LÍF&STARF Umhverfismat framkvæmda Umhverfismatsskýrsla í kynningu Niðurdæling CO2 til geymslu á Hellis- heiði, Sveitarfélaginu Ölfusi Carbfix hf. hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu vegna umhverfismats ofangreindrar framkvæmdar. Kynning á umhverfismatsskýrslu: Tillaga að ofangreindri framkvæmd og umhverfismatsskýrsla liggur frammi til kynningar á bæjarskrifstofum Sveitar- félagsins Ölfuss og hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b frá 2. febrúar til 17. mars 2023. Umhverfismatsskýrslan er aðgengileg á vefsíðu stofnunarinnar: www.skipulag.is. Haldinn verður opinn kynningarfundur á vegum Carbfix í húsi OR, Bæjarhálsi 1 kl. 16-18 21. febrúar 2023. Umsagnarfrestur: Allir geta kynnt sér umhverfismatsskýrsluna og lagt fram umsögn. Umsagnir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 17. mars 2023 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða með tölvu- pósti á skipulag@skipulag.is. Saga vélar: Óhræddur við nýja tækni – Fyrstur með rúlluvél, Fendt og frambúnað Erlend mynd af Krone rúlluvél sem birtist í Þjóðviljanum árið 1984. Mynd / timarit.is Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is Þórhallur Steinsson, fyrrverandi bóndi í Sumarliðabæ, var óhræddur við að innleiða nýja tækni í landbúnaði. Hann fékk sér fjórhjóladrifinn traktor áður en þeir náðu útbreiðslu, var fyrstur til að fá rúllubindivél og keypti fyrsta Fendt landsins sem hann útbjó með aflúrtaki að framan. Mynd / ÁL Auglýsing fyrir Fendt traktor í Frey 1983. Þessi vél er sambærileg þeirri sem Þórhallur keypti á sínum tíma. Mynd / timarit.is

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.