Bændablaðið - 09.02.2023, Page 35

Bændablaðið - 09.02.2023, Page 35
35Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2023 Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - 551-5464 www.wendel.is - wendel@wendel.is HILLTIP VETRARBÚNAÐUR ____________________ SNJÓTENNUR, FJÖLPLÓGAR, SALT - OG SANDDREIFARAR Íslensk framleiðsla á Bílskúrs- og Iðnaðarhurðum 564-0013 | 865-1237 Yfir tíð þorra hefur hérlendis jafnan verið fremur kalt. Á öldum ljósvakans birtust nýverið fregnir þess efnis að janúarmánuður nú árið 2023 hefði mælst sá kaldasti þessarar aldar. Að minnsta kosti ef miðað er við Suðurland, við Faxaflóa, Breiðafjörð, á Ströndum og Norðurlandi vestra. Nýverið hefur svo snjókoma eða slydda með hita í kringum frostmark glatt okkur Íslendingana sem þykjumst öllu vanir í veðrabrigðunum. Samkvæmt gömlum mánaðar- heitum heitir tímabilið frá þrettándu viku ársins þorri. Nafn mánaðarins þorra er tiltölulega óskilgreint, en einhverjir vilja meina að orðið sé skylt lýsingarorðinu þurr eða að þverra og ætti þá við að hart væri í búi. Kemur fram í Þjóðsögum Jóns Árnasonar að þar sem bóndadag ber upp á fyrsta dag þorra ... „... skyldu karlmenn fara fyrstir á fætur allra manna á bænum þann morgun. Áttu þeir að fara ofan og á skyrtunni einni, vera bæði berlæraðir og berfættir, en fara í aðra skálmina og láta hina lafa og draga hana á eftir sér á öðrum fæti, ganga svo til dyra, ljúka upp bæjarhurðinni, hoppa á öðrum fæti í kringum bæinn, draga eftir sér brókina á hinum og bjóða þorra velkomin í garð eða til húsa. Síðan áttu þeir að halda öðrum bændum úr byggðarlaginu veislu fyrsta þorradag; þetta er að fagna þorra.“ Berrassaðir eður ei Ekki er víst hve margir fara eftir þessum gamla íslenska sið; að vakna fyrir allar aldir og hoppa á öðrum fæti í kringum heimili sitt, hálfberrassaðir, dragandi brókina á eftir sér og gera sér svo dagamun í kjölfarið. En þeir eru ef til vill einhverjir sem eiga þetta eftir. Nú í ár hófst þorri 20. janúar og stendur til 19. febrúar er góa hefst á sunnudegi átjándu viku vetrar – en sá dagur þekkist undir nafninu konudagur. Þann dag, (a.m.k. síðan á sjötta áratug 20. aldar) er siður að færa kvenfólki blóm. Síðasti dagur góu nefnist góuþræll og samkvæmt íslenska almanaksvefnum þykir hann einn versti óhappadagur ársins. Síðasti dagur þorra hefur hins vegar þekkst undir nafninu þorraþræll en ekki fylgir sögunni hvort sá sé dagur óhappa eða ekki Samkvæmt vísindavefnum áttu annars húsfreyjur að fagna góu á svipaðan hátt og bændur fögnuðu þorra. Þó ekki með jafnmiklum óhemjugangi og ekki er talað um að hoppa um buxnalausar heldur áttu þær að fara fyrstar allra á fætur, ganga út fáklæddar fyrsta morgun í góu og bjóða hana í garð með þessari vísu: Velkomin sértu, góa mín, og gakktu í bæinn; vertu ekki úti í vindinum, vorlangan daginn. Njótum þess að vera til Nokkrar eru þær vísurnar og kvæðin sem hafa verið sett saman á þessum árstíma og þekktastur er sjálfsagt Þorraþrællinn sem saminn var af Kristjáni Jónssyni fjallaskáldi árið 1866. Það er kannski ekki að undra að andinn færist yfir menn í ógöngum vetrarhríða og frá Hvammstanga kemur ljóðskáldið Einar Georg með kvæði sitt um þorrann. Ósköp er þorraveðrið vont á köflum vindurinn pípar eins og þokulúður. Umhverfið er þakið ís og sköflum í öllum húsum skjálfa flestar rúður. Best mun okkur þá að hírast heima og hugsa um tilverunnar rökin sönnu. Illu veðri og trega gömlum gleyma með gullinn bjór í risastórri könnu. Sjálfsagt hefur fátt jafn mikil áhrif á líf mannanna og lundarfar og veðrið. Við gerum þó gott úr því og njótum þess að vera inni við, sitja við skriftir, kveikja á kertum og lesa bækur á þessum árstíma. Þorramaturinn fer einnig vel í maga sumra – sá hefðbundni íslenski matur er rekja má til miðsvetrarmóta á fyrri hluta 20. aldar, þegar auglýst voru hlaðborð vel þekktra rétta hefðbundins sveitamatar. Sem dæmi um slíkt má nefna sviðakjamma og lundabagga, bringukolla og blóðmör, hrútspunga og selshreifa, magál og ekki má gleyma hákarlinum sem einmitt var þekktur fyrir að stilla magakveisur á mörgum heimilum hér á árum áður. Það er því án efa hægt að láta sér líða vel á þessum harðangurstímum og brosa út í óveðrið. /SP Þurr skyldi þorri, þeysöm góa: Þorraþræll Einar Georg gæðir sér á hákarlsbita í tilefni þorrans. Mynd / SP Hönnuð eftir þínu höfði! Örfáar SA-R haugsugur lausar til afgreiðslu næsta vor. Gæðahaugsugur í stærðum allt að 14.000 lítrum. Mikið úrval aukabúnaðar í boði. Fyrir nánari upplýsingar hringið í síma 480 5600 eða sendið póst á netfangið landstolpi@landstolpi.is Jöfn dreifing I Mikið flot I Fjaðrandi beisli

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.