Bændablaðið - 09.02.2023, Síða 36

Bændablaðið - 09.02.2023, Síða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2023 LÍF&STARF Kæli- og frystiklefar í öllum stærðum og gerðum Margar gerðir af vélbúnaði fyrir kæli- og frystiklefa Mikið úrval af hillum Járnháls 2 - 110 Reykjavík Sími 440 - 1800 www.kaelitaekni.is Kælitækni er leiðandi í sölu og uppsetningu á kerfum með náttúrlegum kælimiðlum Fornleifastofnun hefur sent erindi á Rangárþing ytra og Rangárþing eystra þar sem leitað er eftir samstarfi um miðlun upplýsinga um fornleifar á sögusviði Njálu. Kristborg Þórsdóttir hjá Forn- leifastofnun fer fyrir verkefninu en hún hefur unnið við fornleifaskráningu í sveitarfélögunum á nánast hverju sumri í fimmtán ár og er því farin að þekkja aðalsögusvið Njálu mjög vel. „Þar sem mikill áhugi er á Njáls- sögu, ekki síst heima í héraði, fannst mér það liggja beint við að nýta þann stóra gagnabanka um fornleifar á svæðinu sem við höfum safnað í um árabil til þess að leiða fólk um sögusvið Njálu og slá þannig tvær flugur í einu höggi með því að miðla upplýsingum um fornleifar á sögusviðinu,“ segir Kristborg. Menningararfur sem mótað hefur kynslóðir Verkefnið snýst um að búa til kynningarefni um fornminjar á völdum sögustöðum í Njálu byggt á fornleifaskráningu, sem þegar hefur verið unnin fyrir sveitarfélögin á svæðinu og úr gagnagrunninum Sagamap.is. Ekki er verið að ýja að því að minjarnar tengist Njálssögu að öðru leyti en því að þær eru á stöðum sem koma við sögu í verkinu. „Á hverjum stað verður tekið fram hvaða persónur og eða atburðir í sögunni tengjast staðnum. Markmiðið er að samtvinna menningararf sem fólginn er í ritverkum fyrri alda og í jarðföstum minjum sem saman mynda stórbrotið menningarlandslag og hefur haft áhrif á og mótað ótalmargar kynslóðir Íslendinga,“ segir Kristborg aðspurð og tilgang og markmið verkefnisins. Verkefni á frumstigi Að sögn Kristborgar er fyrstu umferð fornleifaskráningar lokið í Rangárþingi ytra og er komin vel á veg í Rangárþingi eystra. Í þeirri vinnu hefur margt forvitnilegt komið í ljós og mikill fjöldi merkra minja er á svæðunum báðum. „Ég á ekki von á því að margar nýjar minjar komi í ljós í þessu tiltekna verkefni en það er sannarlega mögulegt. Verkefnið er á frumstigi og á vonandi eftir að þróast áfram. Sá verkhluti, sem er í undirbúningi og sótt hefur verið um styrki fyrir, er fremur smár í sniðum og ekki kostnaðarsamur. Ef styrkur fæst verður vonandi hægt að nota afraksturinn til þess að þróa verkefnið áfram og hugsa stærra. Ekki hefur verið úthlutað úr sjóðnum sem sótt hefur verið um beint fjármagn til en þegar hefur verið komið á samstarfi milli Fornleifastofnunar Íslands við sagamap.is, sveitarfélögin Rangár- þing ytra og Rangárþing eystra og Ferðafélag Rangæinga. Þannig að viðtökurnar hafa verið góðar og greinilegt að mikill áhugi er á verkefninu,“ segir Kristborg. Raunhæft sé að áætla þrjú ár að lágmarki í stórt verkefni sem fæli í sér öflun gagna, ritun texta, hönnun og miðlun. / MHH Bændageð Bændasamtakanna: Fræðslumyndbönd frumsýnd á búgreinaþingi Kvikmyndatökum Bænda- samtaka Íslands (BÍ) vegna framleiðslu á fræðslu mynd- böndum um andlega heilsu bænda er nú lokið og er stefnt að því að frumsýna þau á búgreinaþingi sem haldið verður 22.-–23. febrúar næstkomandi á Hótel Natura Reykjavík. Framleiðsla myndbandanna er liður í átaki BÍ, sem heitir Bændageð, þar sem leitast verður við að vinna að forvörnum gagnvart þessu heilsufarslega vandamáli margra bænda. Ætlunin er að aðstoða bændur og aðstandendur við að læra hvernig koma megi auga á vísbendingar um hrakandi andlega heilsu þeirra. Talað við bændur, aðstandendur og sálfræðing Átaksverkefnið hófst síðastliðið haust og er staða þess þannig nú, að sögn Stellu Bjarkar Helgadóttur, verkefnastjóra hjá BÍ, að búið er að taka upp myndbönd sem verða síðar aðgengileg félagsmönnum BÍ. „Myndböndin byggja á jafningjafræðslu. Við tökum þar fyrir málefni eins og þunglyndi, streitu, sjálfsvíg og samúðarþreytu. Tölum bæði við núverandi og fyrrverandi bændur, sem deila þeim áföllum sem þeir hafa lent í, aðstandendur og sálfræðing. Þannig að það er reynt að fara í þetta frá sem flestum sjónarhornum. Planið er að myndböndin verði tilbúin fyrir búgreinaþing og svo aðgengileg félagsmönnum í kjölfarið. Við munum fara í einhverja kynningu á verkefninu og svo ef fjármagn leyfir að þá yrði farið í gerð fleiri myndbanda þar sem önnur málefni yrðu tekin fyrir.“ Stella segir að ljóst sé að andleg vanlíðan, streita og kvíði séu algeng andleg vandamál sem herji á bændur hér á landi og reynist mörgum bændum erfið, einkum hjá þeim sem hafa þurft að skera niður í bústofni vegna dýrasjúkdóma. Reynslan sýni að geðheilsa bænda og vandamál tengd dýravelferð séu nátengd. /smh Stella Björk Helgadóttir, verkefnis- stjóri hjá Bændasamtökum Íslands. Frá tökum á fræðslumyndböndunum fyrir átaksverkefnið Bændageð. Pottaplöntur: Flöskuliljan sérkennilega Harðgerð og allsérstæð potta- planta sem ekki þarf mikla umhirðu og sómir sér vel í austur- eða suðurglugga standi hún í eilitlum skugga frá beinni sól af öðrum pottaplöntum. Plantan kallast á latínu Beaucarnea recurvata og hefur gengið undur nokkrum heitum á íslensku, fílafótur, taglhnúður, skúfhnúður, taglskúfur og flöskulilja, sem líklegast er besta heitið. Útlit flöskulilju er skemmtileg. Ungar plöntur eru kúlu- eða egglaga og löng og mjó blöð vaxa upp af bolnum. Langlíf planta sem vex hægt en með tímanum og góðri umhirðu getur hún orðið fjögurra metra há. Gamlar plöntur líkjast kúlulaga flösku með einum eða fleiri löngum hálsum. Bolurinn brúnleitur og sléttur viðkomu. Efst á hálsinum sitja hvirfingar með leðurkenndum og sígrænum löngum og dökkgrænum blöðum sem svigna niður á við. Blómstrar sjaldan og yfirleitt ekki fyrr en hún hefur náð að minnsta kosti tíu ára aldri og því ræktuð sem falleg blaðplanta. Upprunnin við jaðra eyðimarka og upp til fjalla í austanverðri Mexíkó og Mið-Ameríku og nýtur í dag mikilla vinsælda sem pottaplanta víða um heim. Bolurinn geymir vatn og plantan því þurrkþolin og varast ber að ofvökva hana og nóg er að gefa henni væga áburðarlausn nokkrum sinum, eða eftir minni, yfir sumartímann. Vökva skal með volgu vatni. Kjörhiti flöskulilju er 18 til 25° á Celsíus. Tegundir innan ættkvíslarinnar Beaucarnea eru 13 til 15 og sumar þeirra eru í útrýmingarhættu, þar á meðal B. recurvata vegna ágangs í þær í náttúrulegum heimkynnum sínum. /VH Útlit flöskulilju er sérkennilegt. Ungar plöntur eru kúlu- eða egglaga og löng og mjó blöð vaxa upp af bolnum. Mynd / dengarden.com Fornleifar á sögusviði Njálu: Stórbrotið menningarlandslag Kristborg Þórsdóttir fornleifafræðingur segir að sá hluti verkefnisins, sem nú er í undirbúningi, hefjist í sumar ef styrkur fæst og er gert ráð fyrir verklokum um næstu áramót. Mynd / Andrés Skúlason

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.