Bændablaðið - 09.02.2023, Side 44

Bændablaðið - 09.02.2023, Side 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2023 Alls voru um síðustu áramót 498 virk fjós í mjólkurframleiðslu og af þeim voru 175 básafjós með rörmjalta- og/eða fötukerfi, þ.e. 35,1% fjósa landsins. Önnur voru þá lausagöngufjós með annaðhvort mjaltaþjóna eða mjaltabása. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að mjaltaþjónar hafa tekið við sem mest notaða mjaltatæknin á Íslandi og hlutdeild þessarar mjaltatækni í heildarframleiðslu landsins hélt áfram að aukast árið 2022 og var í árslok í 254 fjósum, eða 51% þeirra. 35% fjósanna en 19% framleiðslunnar Þrátt fyrir að básafjós séu enn um 35% fjósanna, 175 talsins eins og áður segir, þá er framleiðsla þeirra hlutfallslega mun minni og sé litið til innlagðrar mjólkur árið 2022 þá nam framleiðsla básafjósa 18,6% af landsframleiðslunni, en innlögð mjólk var alls 148 milljónir lítra á liðnu ári. 81,4% mjólkur landsins var því um áramótin frá fjósum þar sem kýr eru lausar. Langmest af þessari mjólk, þ.e. frá kúm í lausagöngu, er frá fjósum þar sem mjólkað er með mjaltaþjónum en um 68,9% mjólkurinnar er frá fjósum með þá tækni. Til samanburðar má geta þess að í árslok 2019 var hlutfall mjólkur frá mjaltaþjónafjósum 55,7%. Rétt er að taka fram að útreikningarnir miðast við þann mjaltatæknibúnað sem var í fjósunum um síðustu áramót og því er um örlítið ofmat að ræða á þessu hlutfalli, enda skipta sum fjós um tækni innan ársins og því er framleiðsla ársins skráð á hina nýju tækni. 1,2 mjaltaþjónar að jafnaði á hverju búi Séu niðurstöður skráninga mjalta- tækninnar skoðaðar nánar kemur í ljós að 203 fjós voru með 1 mjaltaþjón, 45 með tvo og 6 fjós með þrjá eða fleiri. Í lok síðasta árs lauk þriggja ára uppgræðsluverkefni í samstarfi Landgræðslunnar og Alcoa í landi Arnórsstaða við Háreksstaðaleið á Jökuldalsheiði. Eftir 10 ára uppgræðslustarf á svæðinu var enn mikið rof og jarðvegseyðing vegna rofabarða sem illa gekk að loka og var jarðvegseyðingin stöðugt að ganga lengra inn í gróðurlendi og eyða upp algrónum svæðum. Því var ráðist í átaksverkefni, sem styrkt var af Alcoa Foundation, til að stöðva rof á svæðinu. Var aðgerðaráætlunin þríþætt: rofabörð voru felld niður með beltagröfu, þakning með heyrúllum í rofabörð og sár og tilbúinn áburður, ásamt grasfræi, var notaður til uppgræðslu á börðin sjálf og nærliggjandi svæði. Kortlagning Í upphafi verkefnisins var svæðið kortlagt með tilliti til gróðurfars, jarðvegsrofs og annarra yfirborðsþátta. Slík kortlagning við upphaf uppgræðsluaðgerða hjálpar til við mat á árangri uppgræðsluaðgerða og fram- vindu svæðis. Af þeim tæplega 75 ha sem voru kortlagðir reyndust tæplega 30% svæðisins vera ógróin eða með litla gróðurþekju en 45% svæðisins flokkuðust sem vel eða algróin svæði, sem áttu undir högg að sækja vegna rofs og jarðvegseyðingar. Talsvert, mikið og mjög mikið rof var skráð á ríflega helmingi svæðisins en rofið var verst í jöðrum rofabarðanna. Þar var einnig mest af lausum sandi, en hann gefur okkur vísbendingu um hversu stöðugt yfirborðið er, en óstöðuleiki í yfirborði og mikið af lausum fokefnum gerir landnámi gróðurs erfitt um vik. Útfrá þessum upplýsingum var svæðinu svo skipt niður í vinnusvæði sem höfðu mismunandi forgang, þar sem virkustu og hæstu rofabörðin sem voru með mestan lausan sand í kring höfðu mestan forgang. Vinnan Unnið var á rúmlega 70 ha svæði yfir árin þrjú. Alls var dreift 48 tonnum af áburði á þessa 70 ha og 400 kg af grasfræi var dreift með. Almennt var notast við stóra áburðarskammta miðað við landgræðsluverkefni eða um 300 kg/ha af tvígildum NP áburði. Í þeim tilvikum þar sem verið er að loka virkum rofabörðum þarf oft stærri inngrip ef vinna á verkið á stuttum tíma. Þá var unnið á tæplega 5,5 kílómetrum af rofabörðum á samstarfstímanum. Þau stærstu og virkustu voru felld niður og fengu áburðargjöf, fræ og/ eða heyrúllum dreift í sárin á meðan rofabörð sem voru að lokast fengu heyþakningu og/eða áburðargjöf og fræ. Sum börðin fengu aftur heyþakningu að ári liðnu, taldist það nauðsynlegt. Heyrúllum var einnig dreift yfir svæði á milli rofabarða til að reyna að stöðva áfok og auka stöðuleika á yfirborðinu, en samtals voru notaðar 870 heyrúllur í verkefnið. Árangur Stefnt er að endurkortlagningu á svæðinu þegar aðgerðum er að fullu lokið. Á næstu árum verður svæðið undir eftirliti svo hægt sé að grípa inn í ef gróðurþekja fer að gefa eftir eða rofabörð fara að opnast að nýju. Líklegt er að halda þurfi við uppgræðslum á svæðinu á komandi árum með notkun tilbúins áburðar þrátt fyrir að samstarfsverkefninu sé lokið. Með því að loka 5,5 kílómetrum af háum rofabörðum er komið í veg fyrir tap á gróðurþekju og miklu magni af jarðvegi. Þá geta þessi vistkerfi sem er bjargað þjónað sem fræuppsprettur fyrir frekari framvindu á svæðinu. Hrafnkatla Eiríksdóttir, héraðsfulltrúi á Norðurlandi. Uppgræðsla Arnórsstaða Samanburður á rofabarði við upphaf aðgerða 2020 og eftir fellingu og heyþakningu 2022. Mynd / Landgræðslan Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com Á FAGLEGUM NÓTUM Alls var 81,4% mjólkur landsins frá fjósum þar sem kýr eru lausar. Mynd / GBE Nautgriparækt: Fjöldi fjósa kominn undir 500 Orkunýtni og orkuskipti skarast sem hugtök og líka við fjölnýtingu orkuauðlinda. Hvað með orkusparnað? Orkunýtni Almenn orku- nýtni er hlut- fallið á milli afkasta raf- knúinna tækja, þjónustu, vöru- eða orkufram- leiðslu og þeirrar raforku sem til þarf. Góð orkunýtni minnkar umhverfisálag orkunotkunar. Orkunýtni við raforkuframleiðslu snýr að því að hámarka orkuna sem felst í orkustraumum í náttúrunni (vatnsmagni og fallhæð í straum- vatni, varma í gufu og jarðhitavökva og staðbundnum vindi). Orkunýtni við rafeldsneytis- framleiðslu felst í að sem mest af raforku, sem þarf til hennar, skili sér sem hreyfiafl véla er nýta ólíka orkugjafa, framleidda með raforkunni. Orkusparnaður Margvíslegar aðgerðir geta leitt til góðrar og skilvirkrar orku- notkunar. Nefna má stillingu raforku- og hitaveitu eftir notkun rýma (slökkva á ljósum og tækjum og nota hitastilla á ofnum), led-perur í stað hefðbundinna glópera, snjalltækni, heimilistæki í A, A+ og A++ flokkum og sem orkunýtnasta bíla og vinnuvélar og tæki á sjó og í lofti. Einnig samnýtningu ökutækja þar sem Fjölnýting orkustrauma og annarra auðlinda er grunnur undir auðlindagarða eins og klasans í Svartsengi. Mynd/ HS Orka Milljón tonn af jarðefnaeldsneyti á útleið – Fróðleikur um orkumál og orkuskipti – 2. hluti Ari Trausti Guðmundsson. LANDGRÆÐSLA

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.