Bændablaðið - 09.02.2023, Síða 46

Bændablaðið - 09.02.2023, Síða 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2023 Á FAGLEGUM NÓTUM Í þessari grein verður fyrst og fremst fjallað um frostskemmdir sem urðu á kornökrum á Norð­ austurlandi sumarið 2022, en jafnframt komið með ábendingar um val á landi til að minnka líkur á slíkum skemmdum, þannig að gæði verði betri og jafnari en nú er ef auka á kornrækt hér á landi. Þegar hér er talað um að enn séu skemmdir á kornökrum á þessu svæði, er skemmst að minnast þess að nær allir kornakrar eyði- lögðust í nætur- frosti 20. ágúst 2015 á svæðinu. Þetta haust var korntilraunin á Tilraunastöðinni á Möðruvöllum ekki uppskorin vegna skemmdanna og er það eina árið sem það hefur gerst, en korntilraunir voru samfellt á Möðruvöllum á árunum 2004 til 2020, en áður var tilraunin framkvæmd í Miðgerði í Eyjafirði eða frá árinu 1996 til 2003. Engir kornakrar né korntilraunir eru lengur á Möðruvöllum, þó gott væri að vera með tilraunir á sama svæði og veðurstöðinni er. Á árunum 2017 til 2019 voru korntilraunir niður á mýrunum á Möðruvöllum sem liggja töluvert neðar í landinu en túnin þar sem veðurstöðin er og þar er meiri hætta á næturfrostum og öll árin þ.e. 2017- 2019 urðu frostskemmdir á tilrauninni þar og einnig víða hjá bændum á þessum árum. Á þessum árum voru bændurnir sem leigðu túnin að endurrækta mýrarnar og þess vegna var tilraunin staðsett þar, því ekkert land var opið á móa-/melatúnunum sem liggja ofar í landinu. Uppskera í tilrauninni á Möðruvöllum var yfirleitt mjög góð og meðaltal 6 bestu yrkja árin 2005-2014 var frá 5,2-10,0 tonn þe/ha, lakasta árið var 2013, sem var lélegt kornár á Norðurlandi. (Samantekt Jónatan Hermannsson 2015.) Undirritaður tók alltaf ákvörðun um hvenær sáð var, þ.e. þegar jarðvegur var orðinn hæfilega þurr og sá yfirleitt um alla jarðvinnslu hvað varðaði korntilraunirnar. Á 1. mynd má sjá uppskeru á árinu 2008 á Möðruvöllum, en það er besta uppskera sem þar hefur fengist og trúlega í eina skiptið sem fengist hefur fullþroskað korn. Tíðarfar hér á Norðausturlandi 2022 var e.t.v. ekki það besta hvað kornrækt varðar, en þó gátu bændur sums staðar byrjað að sá tiltölulega snemma þ.e. fyrstu vikuna í maí, en annars staðar drógst sáning nokkuð og alveg fram yfir 20. maí vegna hversu maí var úrkomusamur. Þrátt fyrir það var spretta og sprotamyndun mjög góð, allavega á þeim ökrum sem undirritaður fylgdist með (þ.e. 3-4 sprotar pr. plöntu), enda meðalhiti á Akureyri mánuðina maí-júlí á pari við meðaltal áranna 1991-2020, en ágúst var undir meðaltali þessara ára, en síðan kom mjög góður kafli þ.e. frá 30. ágúst og fram um miðjan september. En þá var skaðinn skeður á öllum kornökrum sem lægstir liggja í landinu vegna frostnótta í ágúst. Í Eyjafirði eru menn svo vel settir að vera með þrjár síritandi veðurstöðvar, þ.e. á Akureyri, Möðruvöllum og Torfum. Á veðurstöðinni á Akureyri mælist yfirleitt ekki næturfrost yfir sumarmánuðina vegna nálægðar við sjó og einnig vegna hæðarlegu, en á Möðruvöllum í Hörgárdal og Torfum í Eyjafirði, sem eru niður í dalabotnunum þar sem kalda loftið safnast fyrir og næturfrost verður hvenær sem er sumars á köldum heiðríkjum dögum. Samkvæmt veðurgögnum frá Torfum er fyrsta frostið aðfaranótt 5. ágúst, sjá 2. mynd. Þá fór frostið niður í -1,6 °C og varaði nokkuð lengi eða frá því milli kl. 1 og 2 um nóttina og fram til kl. 7 um morguninn. Þarna gætu hafa orðið einhverjar skemmdir á þeim ökrum sem lægst stóðu og einnig er þetta á mjög viðkvæmum tíma fyrir kornið, þ.e. stuttu eftir frjóvgun og frostþolið mjög lítið. Næsta frostnótt á Torfum var 15-16. ágúst og fór þá frostið niður í – 3,0 °C, sjá 3. mynd, og varaði frá miðnætti og fram til kl. 7 um morguninn. Við þetta frost hafa trúlega orðið nokkuð miklar skemmdir á öllum ökrum í Eyjafjarðardalnum sem lægstir stóðu, en akrar sem ofar voru í landinu urðu fyrir litlum sem engum skemmdum og er það í samræmi við reynslu þeirra sem unnu við þreskingu í Eyjafirðinum sl. haust samkv. samtali við Aðalstein Hallgrímsson, bónda í Garði. Undirritaður fór þann 26. ágúst að skoða nokkra akra í Eyjafirðinum til að athuga hugsanlegar skemmdir, þ.e. um 10 dögum eftir frostnóttina, og kom m.a. við á Grund í Eyjafirði sem er næsti bær norðan við Torfur þar sem veðurstöðin er og mátti sjá skemmdir á neðstu ökrunum, þ.e. næst Eyjafjarðaránni, en akur sem var um 20 m ofar/hærra í landinu virtist óskemmdur. Kornfylling var komin vel af stað á þessum ökrum enda sáð í þá um mánaðamótin apríl/maí og því frostþol orðið meira, en fyrr á þroskaferlinu. Það getur stundum verið erfitt að sjá þessar skemmdir úti á akri, sérstaklega þegar aðeins hluti af smáöxunum í axinu skemmist en kemur vel í ljós þegar farið er að mæla rúmþyngdina, en einnig hvítnar títan fyrr á dauðu smáöxunum (sjá mynd 4, tekin daginn eftir sýnatöku) og hægt er að sjá svona skemmdir í smásjá eða með góðu stækkunargleri. Á Möðruvöllum var fyrsta frostnóttin þann 16. ágúst (sjá 5. mynd) og hafa þá trúlega orðið einhverjar skemmdir á ökrum í Hörgársveit, en 21.–22. ágúst var meira næturfrost og urðu þá þeir akrar sem lægst lágu fyrir verulegum skemmdum og dæmi um akra sem eyðilögðust alveg enda sáð seinna þar en í Eyjafjarðarsveitinni (sjá 6. mynd). Þriðja frostnóttin á Möðruvöllum var svo 26.–27. ágúst og fór þá frostið niður í -3 °C og stóð mjög lengi. Veðurstöðin á Staðarhóli í Aðaldal getur gefið nokkuð góðar upplýsingar um veðurfar á aðalkornræktarsvæði í Suður-Þing., en fyrsta frostnóttin þar var 16. ágúst, -1,6 °C, en meira frost var svo 16.–17. ágúst og fer þá niður í -1,8 °C og varir lengur sjá 7. mynd. Meira næturfrost er svo 21.-22. ágúst og fer þá niður í -3,2 °C og varir mjög lengi, þ.e. frá því um kl. 11 um kvöldið 21. til um kl. 8 morguninn 22. ágúst (sjá 8. mynd). Á þeim ökrum á þessu svæði sem frostið var svona mikið hefur trúlega öll kornfylling stöðvast og má sjá það á uppskerutölum sem skráðar eru í jarðræktarforritið Jörð á þessu svæði, en þó geta skemmdir vegna mikils vinds 24. september haft áhrif líka. Allar hitatölur sem hér hafa verið uppgefnar eru miðað við 2 m hæð frá jörðu og getur því frostið hafa verið nokkru meira í axhæð á ökrunum. Tilgangurinn með að birta þessar hitatölur hér er til að benda á að staðsetning kornakra skiptir máli með tilliti til hættu á skemmdum af næturfrostum, hafi menn val um það á jörðum sínum að taka tillit til þess. Eftir þessi næturfrost kom nefnilega besti kafli sumarsins, þ.e. frá 30. ágúst til 14. september, með góðum meðalhita, á Möðruvöllum 10,4 °C og trúlega svipað á Torfum og daga með um og yfir 20 stiga hita. Þetta má sjá á rúmþyngd á korni mótteknu af Bústólpa á Akureyri sl. haust þar sem sumt af korninu er með mjög góða rúmþyngd, þ.e. tfur 600 g/líter (sjá 9. mynd). Þannig að á sl. sumri var hægt að ná uppskeru með góðum gæðum hér á Norðurlandi. Við val á ræktunarlandi fyrir korn þarf að forðast lægðir og flatlendi í dalabotnum þar sem hætta er á næturfrostum á vaxtartímanum og velja frekar land sem hærra liggur í landinu ef möguleikar eru á því og jafnvel í halla að þeim mörkum sem þreskivélar ráða við. Best ef landið er hæfilega frjósamt svo hægt sé að hafa betri stjórn á framboði af köfnunarefni, sem getur verið erfitt í frjósömu mýrlendi vegna losunar á N síðsumars á óheppilegum tíma fyrir kornþroskann. Sama gildir ef lífrænn áburður, þ.e. mykja eða molta, er plægð niður í akrana og hef ég ráðlagt mönnum frá því, heldur vinna hann saman við yfirborðið og bæta svo við tilbúnum áburði eftir þörfum. Jarðvegsdýpt þarf að vera minnst 40-50 cm til að minnka líkur á þurrkskemmdum og náttúrulegt framræsluástand þarf að vera gott þar sem laust vatn og rigningarvatn hripar fljótt í gegnum jarðveginn þegar klaki fer úr jörðu. Vanda þarf alla jarðvinnslu og forðast að vinna of blautt land að vori sem kemur alltaf niður á uppskeru og sama gildir um sáningu að hún þarf að vera í sem jafnastri dýpt (2-3 cm) og ætti það að vera hægt með þeim fullkomnu vélum sem menn hafa yfir að ráða núorðið með valta á undan sáðrörunum og einnig með búnað til að fella áburðinn niður með fræinu, sem flýtir fyrir spírun og vöxt á korninu. Mikil umræða um kornrækt hér á landi á sér stað um þessar mundir og ekki síst á síðum Bændablaðsins og finnst undirrituðum hún nokkuð óraunhæf á köflum. Það á að auka Enn skemmdir á kornökrum á Norðaustur- landi vegna næturfrosts á vaxtartíma Guðmundur H. Gunnarsson. 1. mynd. Kornuppskera á Möðruvöllum 2008 (samantekt Jónatan Hermannsson, ljósgrænar súlur íslensk yrki, en dökkgrænar erlend yrki). 2. mynd. Hitastig á Torfum 5. ágúst 2022. 3. mynd. Hitastig á Torfum 15.–16. ágúst 2022. 4. mynd. Sýnishorn úr kornökrum á Grund 26. ágúst þar sem vinstra megin eru smáöxin óskemmd, en hægra megin er hluti þeirra skemmdur (sama yrki Judit og sáð sama dag). 5. mynd. Hitastig á Möðruvöllum 15.–16. ágúst 2022. 6. mynd. Hitastig á Möðruvöllum 21.–22. ágúst 2022.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.