Bændablaðið - 09.02.2023, Page 54

Bændablaðið - 09.02.2023, Page 54
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2023 Sum kyn saman- standa aðeins af kollóttu fé en önnur af hyrndu auk þess sem til eru kyn sem eru blanda af hyrndu og kollóttu fé eins og íslenska féð og enn eitt afbrigðið eru kyn þar sem aðeins annað kynið er hyrnt og þá yfirleitt hrútarnir en ærnar þá aftur á móti kollóttar og þetta á við um fjárflesta fjárkyn heims, Merinó féð. Rannsóknir á hornaerfðum Greinin segir að gen sem höfundar nefna RXFP2 ráði mestu um erfðir horna og staðsetning þessa gens í erfðamenginu er á litningi 10. Höfundar telja upp endalausar rannsóknir á mismunandi stökk- breytingum sem stýra alls konar hornaformun hjá hinum fjölbreyttustu kynjum. Segja af rannsóknum þar sem tekist hefði að skilgreina 624 mismunandi gen sem ráði um mismunandi hornaerfðir. Í greininni segir frá því að hjá Soya villifénu hafi fundist samband á milli hornagena og annarra eiginleika þannig að minni hornastærð fylgi aukin ending en hjá einstaklingum sem erfa stóra hornagerð sé fundið samband við aukna frjósemi fjárins. Þannig rekja þeir í löngu máli endalausar rannsóknir á furðulegustu fyrirbærum í hornaerfðum. Íslenskar rannsóknir Þar sem ég held að slíkt veki ekki mikla forvitni lesenda hér á landi mun ég snúa mér að því að rekja þá einföldu erfðafræði sem nægt hefur íslenskum bændum ágætlega frá því að farið var að skoða horn sem eiginleika sem stjórnast mest að erfðum. Þó að margir hlutir hafi verið rannsakaðir hjá íslensku sauðfé eru rannsóknir á hornaerfðum ákaflega fátæklegar. Það eina sem má segja að standi undir því nafni er kandídatsritgerð Þorsteins Þorvarðarsonar við Land- búnaðarháskólann í Kaupmanna- höfn. Mér hefur ekki tekist að verða mér úti um þetta rit. Eins finnst kandídatsritgerð frá 1971 eftir Jón Hermannsson, unnin við Framhaldsdeildina á Hvanneyri, sem skartar titlinum „Hornaerfðir íslensks sauðfjár“. Skráning hornaforma Snúum okkur aftur að því einfalda formi erfða sem nægt hefur íslenskum bændum í þeirra starfi. Það gerir ráð fyrir erfðum í einu erfðavísasæti þar sem eiginleikinn fyrir kollóttu er ríkjandi yfir hyrndu sem þýðir á almennu máli að undan tveim hyrndum foreldrum fæðast aðeins hyrnd afkvæmi meðan undan tveim kollóttum foreldrum getur auðveldlega fæðst hyrnt lamb vegna þess að við þekkjum ekki enn mun á arfhreinum og arfblendnum kollóttum hrútum með vissu. Með að koma upp almennri skráningu hornaforms (hyrnt eða kollótt) á öllum lömbum og fullorðnu fé í FJARVIS sem ekki virðist mjög íþyngjandi skráningar væri mögulegt að greina arfhreina kollótta hrúta, í það minnsta stöðvahrútana, og það gæti haft hagnýta þýðingu í sambandi við ætternisrakningar. Hyrndu fé fjölgaði Vegna skorts á athugunum eða rannsóknum eigum við enga nothæfa tölfræði um þróun á milli hyrndra og kollóttra gripa hér á landi. Ágiskun sem ég hygg að margir noti er að hyrnda féð sé nálægt 70% en afgangurinn þá kollótt eða hnýflótt. Þessi skipting er þó ákaflega breytileg á milli landsvæða. Þróun í þessum efnum hefur líka verið mjög breytileg í áranna rás. Þegar sæðingarnar hófust hér á landi á síðari hluta sjöunda áratugs síðustu aldar þá fór hyrndu fé strax ákaflega hratt fjölgandi á þeim svæðum sem notuðu sæðingar mikið og hélst sú þróun alveg þar til niðurskurður vegna riðuveiki hófst á síðustu tveim áratugum aldarinnar en þá komu inn á niðurskurðarsvæðin kollótt fé í stórum stíl og munar þar langtum mest um þróunina á Austurlandi þar sem áður var nær einvörðungu að finna hyrnt fé. Kollóttu fé mun fjölga Á næstu árum þá má vænta bylgju sem enn fjölgi hlutfallslega kollóttu fé sem tengist dreifingu á gullgeninu ARR sem sótt er að Þernunesi. Að þessu vinnur fólk sem kann vel til verka og er ánægjulegt hve mörg albestu fjárbúa í landinu bregðast fljótt við að klófesta genið með sæðingum. Vegna þess hve mikið af úrvalsgenum úr kollótta fénu á Melum í Árneshreppi fylgir með í kaupbæti þá er spá mín að það fjölgi kollóttu fé hlutfallslega á komandi árum. ARR geninu mun verða komið í allt íslenskt fé á örfáum næstu árum og aldalöngu stríði við þennan alvarlega vágest, riðuveikina, þar með ljúka. Eftir það verður auðvelt að gera það af fénu sem þeir óska hyrnt að nýju. Ræktun hornalags Snemma á síðustu öld fóru nokkrir þekktustu fjárræktarmenn landsins að leitast við að koma sér upp fjárstofnum með ákveðnu hornalagi og náðu margir miklum árangri í því. Litla þekkingu var að sækja í yfirlitsgreinina um erfðir ákveðinna hornaforma. Þar tel ég mig þekkja nokkuð breytingar síðustu áratuga hér á landi. Meðan afkvæmi og afkomendur Stramma 83-833 frá Hesti voru ráðandi í ræktun hyrnda fjárins fylgdi þessu fé sá leiði galli að það var til vansa grófhyrnt og oft krapphyrnt líka og dró áreiðanlega eitthvað úr vinsældum þessa kostamikla fjár. Í kjölfar Strammabylgjunnar fylgdu afkomendur og synir Garps 92-808 frá Lækjarhúsum. Hann var aftur á móti og fjöldi afkomenda hans mjög vel hyrnt fé. Gleiðhyrnt, fremur grannhyrnt og fínhyrnt og hornalagið prýddi alla vallarsýn þess. Þessa þróun er auðvelt að lesa með því að skoða þróun hornalags hyrndu hrútanna á sæðingastöðvunum í eldri hrútaskrám og sjá má glæsileg dæmi um á myndum sem fylgja greininni og sýna topphrúta á stöðvunum í dag. Þegar hrútar eru til vandræða gróf- , krapp- eða náhyrndir þá þarf að grípa til gamalla húsráða. Sumir eru snillingar að venja horn hyrndra hrúta og engan þekki ég færari þannig en Sigurð Sigurjónsson í Ytri-Skógum. Lesendum sem vilja sjá hve glæsilega getur tekist til við þetta bendi ég á að skoða mynd af nýjasta kynbótatrölli Skógabúsins, Gretti 20-877, sem sjá má á síðu 34 í nýjustu hrútaskrá stöðvanna. Versti galli í hornalagi í dag hjá íslensku sauðfé eru ótrúlega fjölbreytt form hnýfla. Það væru áreiðanlega hagnýtustu rannsóknir á hornaerfðum hjá íslensku fé tækist að finna hornaerfðavísa sem réðu bót á þessum leiða galla. Loks má minna á að í meira en öld hefur kollótt verið tengt Kleifafé en kollótt er önnur hliðin á erfðum á hyrndu/kollóttu. Upplýsingar á netinu Þeim lesendum, sem vilja fræðast frekar um margvíslegar skammstafanir á genum eða stökkbreytingum hjá erlendum fjárkynjum og sem stýra hornaformi, verð ég að benda á að leita sjálfir á netinu eftir tilvísun í fyrstu grein greinaflokksins og lesa yfirlitsgreinina þar um sjálfir, að vísu á enskri tungu. Í næstu grein verður fjallað um ferhyrnt fé og þar mun kenna margra grasa bæði um erlendar rannsóknir úr yfirlitsgreininni og ekki síður um slíkar rannsóknir hér á landi, sem eru hinar fjölbreyttustu, auk margvíslegra annarra hluta sem ég tel mig þekkja hjá íslensku fé sem hefur þetta forvitnilega hornaform. Jón Viðar Jónmundsson, sjálfstætt starfandi búvísindamaður. LESENDARÝNI Jón Viðar Jónmundsson. Erfðafræði útlitseinkenna sauðfjár – 3. hluti: Hornmótandi eiginleiki sauðfjárkynja Löng umfjöllun er í yfirlitsgreininni Genetics of the phenotypic evolution in sheep: a molecular look at diversity-driving genes, um erfðir horna hjá sauðfé sem höfundar benda á að sé einn mest mótandi eiginleiki sem skilgreiningar mismunandi sauðfjárkynja byggir á. Kraftur 19-883 er dæmi um grófhyrndan stöðvahrút en þeir verða góðu heilli sjaldséðari þar með hverju ári. Mynd / Halla Eygló Sveinsdóttir Gimsteinn 21-899 er glæsilegur fulltrúi kollóttra hrúta til viðbótar ARR geninu. Mynd / Eyþór Einarsson. Hnokki 19-874 er fulltrúi glæsilega hyrndra hrúta sem sífellt verða algengari á sæðingastöðvunum. Mynd / Halla Eygló Sveinsdóttir Frumvarp um hagræðingu í sláturiðnaði verður ekki lagt fram í febrúarmánuði líkt og boðað hafði verið af hálfu matvælaráðherra. Þess í stað ráðgerir ráðherra að leggja fram annað frumvarp í haust sem „ … h e i m i l a r fyrirtækjum í meirihlutaeigu framleiðenda að eiga með sér samstarf um afmarkaða þætti líkt og tíðkast í nágrannalöndunum...“, samkvæmt tilkynningu frá matvælaráðuneytinu. Ráðherra hefur boðað að við vinnslu þess frumvarps verði einkum horft til reglna ESB og Noregs og að markmið frumvarpsins verði að styrkja stöðu framleiðenda búvara og skapa tækifæri til samvinnu og verðmætasköpunar. Þannig skal nýja frumvarpið tryggja „…að innlendir framleiðendur hafi ekki lakara svigrúm til hagræðingar og starfsemi en tíðkast í nágrannalöndum okkar...“ en ljóst er að aðstöðumunurinn er mikill í dag. Víðtækar undanþágur við lýði í áratugi Bæði í Noregi og ESB, hvort sem er í ESB-rétti eða landsrétti einstakra landa, hefur landbúnaðurinn haft víðtækar undanþágur frá samkeppnisreglum í áratugi. Undanþágur frá samkeppnis- reglum þessara landa og ríkjabandalags eru gerðar til að stuðla að því að markmið landbúnaðarstefna nái fram að ganga en markmið þeirra eru önnur en markmið samkeppnislaga. Allt frá 1958 hefur verið viðurkennd forgangsregla í ESB rétti sem stuðlar að forgangsáhrifum landbúnaðarstefnu ESB gagnvart samkeppnisreglum. Í Noregi hefur verið undanþága allt frá setningu samkeppnislaga 1993 og var undanþágunni breytt árið 2004. Landbúnaður innan Noregs og ESB hefur því verið í allt annarri samkeppnisstöðu en íslenskur landbúnaður um áratugaskeið. Undanþágur í einstökum aðildarríkjum ESB eru breytilegar eftir löndum enda er tekið mið af aðstæðum í hverju landi þegar þær eru festar í lög. Þannig er misjafnt hve víðtækar þær eru sem og hverjar kröfur til eignarhalds fyrirtækjanna eru. Ekki er gert ráð fyrir að fyrirtækin séu ávallt í eigu framleiðenda líkt og Samkeppniseftirlitið hefur gefið til kynna og var ástæða hluta gagnrýni stofnunarinnar á frumvarpsdrög ráðherra sem hefur nú verið fallið frá að leggja fram. Þetta skiptir máli enda flestar kjötafurðastöðvar á Íslandi í blandaðri eigu og því lykilatriði hvaða skilyrði eru sett um eignarhald þegar kemur að möguleikum fyrirtækja til að nýta það svigrúm til hagræðingar sem nýtt frumvarp á að veita. Undanþágur aðlagaðar að aðstæðum hvers lands Hvorki reglur ESB né einstakra aðildarríkja sem Ísland ber sig saman við gera kröfur um að afurðastöðvar séu að fullu í eigu bænda heldur er skilyrði að afurðastöðvar teljist undir stjórn eða yfirráðum bænda. Má þar nefna Svíþjóð og Finnland sem dæmi. Þannig getur afurðastöð sem er undir stjórn eða yfirráðum bænda fallið undir undanþágu frá samkeppnisreglum þótt aðrir aðilar séu meðeigendur að því tilskildu að bændur fari með stjórn afurðastöðvarinnar. Sama gildir þegar afurðastöð er rekin í formi samvinnufélags. Þótt hluti félagsmanna sé t.d. hættur bústörfum og/eða horfinn til annarra starfa en enn félagsaðilar, þá nýtur slík afurðastöð áfram undanþágu frá samkeppnislögum sé hún undir stjórn bænda. Þá er ekkert í þessum löndum sem kemur í veg fyrir blandaða starfsemi afurðastöðva en undan- þágur eiga þá eingöngu við um landbúnaðarstarfsemina eðli málsins samkvæmt. Hagræðing til heilla Markmið allra undanþága land- búnaðarins frá samkeppnisreglum, hvar sem er í Evrópu, er að bæta og koma á stöðugleika í afkomu bænda. Í þýskum rétti er t.d. tiltekið að undanþága fyrir landbúnað tryggi aukinn stöðugleika í afkomu bænda – það er reyndar talið sérstaklega mikilvægt vegna krefjandi rekstrar- skilyrða. Í því sambandi er vísað til síbreytileika veðurfars og áhrif þess á rekstrarskilyrði, t.d. sprettu, vöxt búfjár, o.s.frv. Því er mikilvægt að við setningu undanþága fyrir íslenskan landbúnað sé litið sérstaklega til íslenskra aðstæðna þótt mið sé tekið af reglum ESB og Noregs. Þannig er hægt að skapa betra rekstrarumhverfi fyrir afurða- stöðvar til hagsbóta fyrir bændur, afurðastöðvarnar sjálfar og neytendur í landinu. Sigurjón R. Rafnsson, formaður Samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Sigurjón R. Rafnsson. Hagræðing í sláturiðnaði og íslenskar aðstæður

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.