Bændablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 9. mars 2023 LÍF&STARF Mannlíf á búgreinaþingi Sá velmetni sálnahirðir, sr. Hjálmar Jónsson, gaf nýverið út ljóðabók sína, Stundum verða stökur til. Titill bókarinnar vísar í fyrstu vísu bókarinnar: Andagift ég ekki skil eða þekki. Stundum verða stökur til og stundum ekki. Ljóðabókin er með þeim læsilegri sem ég hef litið, skemmtanagildið órækt og framsetning efnisins frábær. Í bland við ljóð og lausavísur eru skemmtilegar sögur sem lífga upp á ljóðamálið. Hjálmar er afskaplega frumlegur og fundvís á efnistök. Þann 5. febrúar sl. flutti sr. Hjálmar predikun í Bústaðakirkju og upphaf ræðunnar var bundið í limruform. Hér á eftir fer limran, hollt hverjum sem hlýðir: Bústaðakirkju með brag best er að heilsa í dag. Hér er söngvarasveit og sálin er heit í kantor sem kann sitt fag. Þú kominn ert kirkjunnar til með kórsöng og orgelspil og klerka í stuði með kærleikans Guði, þar er yndislegt allt, hér um bil. Söfnuðinn sannlega þekkjum er situr á kirkjunnar bekkjum. Vel er hér mætt og margt verður rætt áður en aftur heim strekkjum. Kantorsins kynning er traust og klerkurinn tónar við raust. Miskunn og mildi eru mest lofuð gildi og málið er bundið og laust. Einkum er innihald bragsins efnið í guðspjalli dagsins. Það er talentan þín og talentan mín sem við fengum til lífsferðalagsins. Þú fékkst heilmikla hæfileika, þú átt hliðina sterka- og veika. Styrktu hið besta, stöðva þitt versta og þá muntu réttlættur reika. Teldu nú talentur þínar, við þá talningu óðar þér hlýnar. Þú ert máttug og sterk, þú ert meistaraverk með eigindir allar svo fínar. Til að fullnusta efnið, þá birti ég efni úr bók sr. Hjálmars. Einhverju sinni var Hjálmar fenginn til veislustjórnar í Árgarði hjá Lýtingum, en samtímis var Ómar Ragnarsson á leið til skemmtunar í Ljósheimum hjá Skarðshreppsbúum. Þegar Hjálmar sá norður af Holtavörðuheiði hringdi hann í Ómar: Á Holtavörðuheiði syng og hef ei neins að sakna. Horfi ég yfir Húnaþing og hendingarnar vakna. Mínútu síðar hringdi Ómar í Hjálmar: Er horfi ég yfir Húnaþing hugurinn fer að slakna. Bíllinn snýst í hálfan hring af hendingu ég vakna. Eftir einmuna blíðu í tíðarfari undanfarið, þá bregður svo við að kafahríð er á glugga þá þetta er skráð. Vel á því við að birta þessa vísu sem sr. Hjálmar orti við áþekkar aðstæður: Hríðin af krafti hefur nú hurðirnar allar barið. Veikist og dofnar von og trú, vorið er komið - og farið. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com MÆLT AF MUNNI FRAM Brynjar Þór Vigfússon, bóndi í Gilhaga í Öxarfirði, tók við formennsku í deild geitfjárbænda af Önnu Maríu Flygenring í Hlíð. Jónas Vigfússon, í Litla-Dal í Eyjafirði, sló á létta strengi eftir þrumandi ræðu í pontu á fundi búgreina- deildar hrossabænda. Um 200 bændur tóku þátt í búgreinaþingi Bændasamtaka Íslands sem fór fram dagana 22. og 23. febrúar á Hótel Natura. Kristinn Guðnason, Nanna Jónsdóttir og Sveinn Steinarsson eiga það sameiginlegt að hafa verið eða vera í hlutverki for- manns hrossabænda. Ný stjórn og varastjórn nautgripabænda BÍ. Reynir Þór Skúlason, Guðrún Eik Skúladóttir, Bessi Freyr Vésteinsson, Rafn Bergsson, Sigurbjörg Ottesen, Sigrún Hanna Sigurðardóttir, Magnús Örn Sigurjónsson og Atli Már Traustason. Nautgripabændur samþykkja ályktun einróma. Unnsteinn Snorri Snorrason verkefnastjóri BÍ. kynnir Steingrím J. Sigurðsson í pontu. Halldóra K. Hauksdóttir, nýkjörinn formaður búgreinadeildar eggjabænda og Halla Eiríksdóttir, stjórnarmaður BÍ. Hlynur Gauti Sigurðson, sérfræðingur í umhverfismálum hjá BÍ og Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður búgreinadeildar skógarbænda. Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir og Sighvatur Jón Þórarinsson, fráfarandi stjórnarmenn skógarbænda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.