Bændablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. mars 2023 Markaðsstofa Suðurlands vinnur nú að því að markaðssetja nýja ferðaleið, svokallaða Eldfjallaleið, fyrir ferðamenn á Suðurlandi og Reykjanesi. Eldfjallaleiðin er ný ferðaleið á milli Keflavíkur og Hafnar í Hornafirði, með áherslu á eldvirkni. Átta eldfjöll vísa veginn og draga fram sögur og áfangastaði á sínu áhrifasvæði. Fjöllin eru Fagradalsfjall, Hengill, Hekla, Eldfell, Eyjafjallajökull, Katla, Laki og Öræfajökull. „Eldfjöllin vísa ferðamönnum veginn um Reykjanes og þaðan inn á Suðurland og austur, með viðkomu á mikilvægum eldfjallasvæðum utan hringvegarins, svo sem í Vestmannaeyjum, Þjórsárdal og Skaftárhreppi. Svartir sandar og víðfeðmar hraunbreiður setja svip á leiðina að jökulklæddum eldfjöllunum ógleymdum. Þegar komið er austur til Hornafjarðar blasa að lokum við ævaforn eldfjöll, alls ólík hinu nýja hrauni á Reykjanesi,“ segir Vala Hauksdóttir, verkefnisstjóri Eldfjallaleiðarinnar. Gagnlegar vinnustofur Opnar vinnustofur um Eldfjallaleiðina fóru nýlega fram. Í þeim unnu þátttakendur fjölbreytt verkefni þar sem miklar umræður sköpuðust um verkefnið. Fyrsta verkefni þátttakenda var þankahríð um hvernig nærsvæði tengjast eldvirkni. Útkoman var vel yfir 300 ólík atriði og því augljóst að hagaðilar eiga auðvelt með að tengja sig við þema ferðaleiðarinnar. Út frá vinnustofunum skapaðist góður gagnabanki yfir það hvað Eldfjallaleiðin skyldi standa fyrir og nýtist það Markaðsstofunni. Kynnt í vor Vala segir að verkefnið hafi nú hlotið styrk, sem áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands annað árið í röð og vonast er eftir að leiðin verði klár til kynningar fyrir sumarið. „Ferðaþjónustan og aðrir hagaðilar munu geta tengt sig við Eldfjallaleiðina og nýtt til kynningar á sínu svæði líkt og aðilar gera nú þegar á Gullna hringnum og öðrum þekktum ferðaleiðum landsins. Drög að Eldfjallaleiðinni verða kynnt í vor og gefst áhugasömum þá tækifæri til að koma með ábendingar og hugmyndir að framhaldinu,“ segir Eva. /MHH Mikið fellur til af stilkum, laufblöðum og öðrum afskurði frá íslenskri garðyrkju sem ekki er nýtt til frekari verðmætasköpunar. Hjá Matís er unnið að verkefni sem hefur það að markmiði að þróa aðferðir til að framleiða verðmætar afurðir úr þessu hráefni. Verkefnið byggir að hluta á verkefninu Bætt gæði, geymsluþol og minni sóun í virðiskeðju íslensks grænmetis en helstu niðurstöður þess sýndu fram á mikla möguleika á verðmætasköpun því hliðarafurðir garðyrkju innihalda ýmis efni eins og trefjar, lífvirk efni, bragð og lyktarefni, náttúruleg rotvarnarefni, vítamín og steinefni. Til dæmis bentu mælingar til þess að heildarmagn steinefna sé meira í ýmsum hliðarafurðum garðyrkjunnar en er í sjálfu grænmetinu. Rósa Jónsdóttir, fagstjóri á sviði lífefna hjá Matís, segir að þetta eigi við til dæmis um blaðsalat, blómkál og tómata. Hliðarafurðir geta verið næringarríkar „Hliðarafurðirnar geta til dæmis verið ytri blöð af blómkáli og spergilkáli, laufblöð og hliðargreinar af gúrku- og tómataplöntum. Steinefnin sem þarna um ræðir eru einkum kalk og magnesíum. Heldur meira prótein virðist vera í ýmsum hliðarafurðum en í mörgu grænmeti. Þá eru ytri blöð og laufblöð almennt trefjaríkari en samsvarandi grænmeti,“ segir Rósa. Margvíslegur ávinningur verður af verkefninu að sögn Rósu, til dæmis nánari upplýsingar um magn hliðarafurða sem falla til í garðyrkju og svo verður byrjað á hagkvæmniathugunum við á vinnslu þeirra. „Þá munu fást upplýsingar um helstu hættur sem gætu falist í nýtingu hliðarafurða frá garðyrkju til manneldis og mat á annmörkum við nýtingu þeirra. Þarna er til dæmis verið að tala um hvort óæskileg efni og örverur leynist í þessum afurðum sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu manna,“ segir hún. Lífvirk heilsubætandi efni „Einnig munu upplýsingar fást um magn lífefna, til dæmis trefjaefna, í hliðarafurðum nokkurra grænmetistegunda en önnur lífefni eru til dæmis fita og prótein. Þá verða mæld verðmæt lífvirk efni líkt og fenólefna sem geta haft heilsubætandi áhrif eða aukið geymsluþol, til dæmis andoxunarvirkni og örveruhemjandi virkni. Það stendur til að búa til frumgerð matvöru með innihaldsefni úr hliðarafurðum frá garðyrkju. Uppskrift og lýsing á framleiðsluferli fyrir eina til tvær vörur ásamt kynningarefni um niðurstöður verkefnisins verður þá miðlað til hagsmunaaðila,“ segir Rósa. Verkefnið hófst um miðjan september í fyrra og er til eins árs. Samstarfsaðilar í verkefninu eru Orkídea og Bændasamtök Íslands, en Matvælasjóður styrkti verkefnið. /smh LÍF&STARF Verðmætaaukning úr hliðarafurðum garðyrkju: Steinefna- og próteinríkur afskurður Unnið að rannsóknum á gulrófum hjá Matís, hér eru þær María Gallardo Urbón og Léhna Labat. Mynd / Matís Ytri blöð blómkáls. Léhna Labat við gulrófuafskurð. Eldhraun kemur við sögu í nýju Eldfjallaleiðinni en hraunið er hluti af Skaftáreldahrauninu frá 1783–1784. Hraunið rann úr Lakagígum en það þekur í dag um 0,5% af flatarmáli Íslands. Mynd / Þórir N. Kjartansson Eldfjallaleiðin: Nýjar ferðaleiðir á Suðurlandi og Reykjanesi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.