Bændablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. mars 2023 AF VETTVANGI BÆNDASAMTAKANNA Um 200 manns mættu á búgreinaþing 2023 sem var haldið 22. og 23. mars. Í setningu kom fram að rekstur Bændasamtakanna væri í járnum en sífellt væri leitað leiða til að efla og bæta reksturinn. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, sagði að meðlimum BÍ hafi fjölgað um 25% á milli ára og að það sé ánægjulegt og sýni að bændur almennt sjái hag sinn í því að vera í samtökunum. Gunnar tiltók ýmis verkefni sem samtökin hafa unnið að undanfarna mánuði og þar á meðal mál sem snerta tryggingar bænda, heilsu þeirra og velferð. Í samtali við Bændablaðið þegar leið á þingið sagðist Gunnar hafa góða tilfinningu fyrir þinginu og gangi þess. „Þingið var drifið áfram af krafti og fulltrúar þess tóku virkan og málefnalegan þátt í umræðunum sem áttu sér stað. Vinna sem var unnin í aðdraganda búgreinaþingsins er að skila vandaðri vinnu inn á þingið og hér er verið að móta þær enn betur fyrir væntanlegt Búnaðarþing sem haldið verður 30. og 31. mars næstkomandi.“ /VH Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Mynd VH Búgreinaþing 2023: Félagsmönnum BÍ fjölgað Axel Sæland var endurkjörinn sem formaður búgreinadeildar garðyrkjubænda hjá Bænda­ samtökum Íslands á nýliðnu búgreinaþingi. Fjórtán tillögur lágu fyrir þinginu og flestar snerust þær um endurskoðun búvörusamninga og þeim tengdum. Skýrsla RML sýnir að hagur garðyrkjubænda hefur versnað. „Búvörusamningarnir eru stóra málið hjá garðyrkjubændum þetta árið og tillögurnar skiptust í tvennt. Annars vegar stuðning við nýliða í greininni og að fá ungt fólk inn í greinina og tvær tillögur sem fjölluðu um það.“ Dýrt fag að stíga inn í Aðspurður segir Axel að þrátt fyrir að áhugi á garðyrkju sé mikill sé nýliðun í greininni jafnmikið áhyggjuefni innan greinarinnar og í öðrum búgreinum. „Það að stofna eða kaupa garðyrkjustöð er mikil fjárfesting og dýrt að stíga fyrstu skrefin inn í greinina.“ Hagur garðyrkjubænda Á fundi garðyrkjubænda gerði Ívar Ragnarsson, ráðgjafi hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, grein fyrir nýrri skýrslu RML um rekstrarskilyrði garðyrkjunnar 2019 til 2021. Í máli Ívars kom meðal annars fram að afkoma þeirra bænda sem tóku þátt í verkefninu sem skýrslan var unnin upp úr hefur versnað. Fastur kostnaður hækkaði mikið á tímabilinu og mest á liðunum rafmagn og vatn, eða um 77%. Breytilegur kostnaður sem krónur á hektara hækkar töluvert milli áranna 2019 og 2020 en lækkar heldur árið 2021 þannig að hækkunin er um 8% á þessu þriggja ára tímabili. Afkoma versnaði bæði í yl- og kartöflurækt en mikil hækkun á jarðræktarstyrk kemur í veg fyrir enn verri afkomu þeirra sem hann fá. „Það er deginum ljósara að það þarf að bregðast við því og að garðyrkjubændur muni nýta sér skýrsluna til þess.“ Dökk mynd Axel segir að skýrslan hafi dregið upp dekkri mynd en hann hafi búist við og því miður sýni hún að afkoma garðyrkjubænda hefur farið versnandi. „Sjálfur átti ég von á að staðan í ylræktinni væri betri en ástæðurnar fyrir þessu geta verið margar. Verðbólgan er ekki að hjálpa og vegna hennar erfitt að halda vöruverði niðri. Bæði laun og aðföng hafa hækkað og erfitt að velta þeim hækkunum út í verðlagið. Á þinginu kom fram vilji til að fara í aukið samtal við RML um nýliðun í greininni og að þeir hafi beinan aðgang að skýrsluhaldi, áætlunargerð og bókhaldi garðyrkjubænda.“ Ein breyting í stjórn Axel Sæland var endurkjörinn sem formaður búgreinadeildar garðyrkjubænda hjá Bændasam- tökum Íslands á nýliðnu búgreina- þingi. Ein breyting var gerð á stjórn deildarinnar, Óskar Kristinsson hætti sem stjórnarmaður og Jón Helgi Helgason kom í hans stað. /VH Frá fundi deildar garðyrkjubænda á búgreinaþingi 2023. Fremst til vinstri situr Axel Sæland, nýendurkjörinn formaður búgreinadeildar garðyrkjubænda hjá Bændasamtökum Íslands. Mynd/ VH Garðyrkjubændur: Bregðast þarf við verri afkomu Allt var með kyrrum kjörum á fundi eggjabænda á búgreinaþingi. Helstu mál á dagskrá var umræða tengd skýrslu fráfarandi formanns, m.a. um markaðsaðstæður og fjölgun ferðamanna á síðasta ári. Helstu verkefni voru eftirfylgni sprettgreiðslna, en þær fengust greiddar nýlega. Annað mál var sex mánaða framlenging búrahalds varphænsna til skamms tíma. Halldóra K. Hauksdóttir var kjörin formaður deildar eggjabænda hjá Bændasamtökum Íslands í stað Stefáns Más Símonarsonar sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. „Við fórum m.a. yfir stöðuna um afnám búra í eggjaframleiðslu og aðlögun að reglum Evrópusambandsins um lausagöngu varphænsna, en með hjálp Bændasamtakanna fengu eggjabændur, sem enn eru með hluta af varphænum sínum í búrum, sex mánaða viðbótarfrest til að aðlaga sig að þeim reglum, eða fram á mitt þetta ár. En fyrir utan þá gífurlegu fjárfestingu sem þessi breyting hafði í för með sér fyrir suma eggjabændur þá voru einnig aðrar hindranir á veginum eins og skipulagsmál. Fresturinn var veittur út júní 2023 og eftir það er stefnt að því að allir íslenskir eggjabændur verði búnir að uppfylla skilyrði aðbúnaðarreglna auk þess að vera undir ströngu eftirliti Matvælastofnunar. En ljóst var að þessi framkvæmd var ekki sársaukalaus fyrir greinina. Hún var bæði mjög kostnaðarsöm og minni eggjaframleiðendur hættu sumir sínum búskap vegna þess að menn treystu sér ekki til að breyta búum sínum eins og krafist var skv. reglugerð vegna þess kostnaðar sem því fylgdi.“ Eggjaframleiðsla og starfsumhverfi greinarinnar Að sögn Halldóru var farið yfir markaðsaðstæður í ljósi fjölgunar ferðamanna en salan á eggjum dróst saman í kjölfar Covid og fækkun ferðamanna í kjölfar þess. Einnig var farið yfir rannsóknir og þau tækifæri sem tengjast innlendri próteinframleiðslu til fóðurs. Jafnframt var farið yfir rekstrarskilyrði greinarinnar en það er engin launung að tollvernd ræður þar miklu um stöðu greinarinnar. Rekstrarkostnaður búa hefur hækkað mjög mikið að undanförnu. „Á fundinum voru valdir tveir fulltrúar eggjabænda á Búnaðarþing og ég er annar þeirra og Stefán Már, fráfarandi formaður, hinn.“ Eggjabændur bjartsýnir „Sem nýtekin við sem formaður búgreinadeildar eggjabænda er ég bjartsýn á framtíðina fyrir hönd eggjabænda og við finnum fyrir trausti meðal neytenda og það er okkar upplifun að Íslendingar vilji kaupa það sem íslenskt er.“ /VH Eggjabændur: Bjartsýnir á framtíðina Halldóra K. Hauksdóttir, formaður deildar eggjabænda hjá Bændasamtökum Íslands. Mynd / Aðsend Frá fundi búgreinadeilda eggjabænda. Arnar Árnason, Hilmar Vilberg, Halla Eiríksdóttir, Halldóra Hauksdóttir og Geir Gunnar Geirsson. Mynd / VH Hrossabændur: Vilja beina aðkomu að búvörusamningum Hrossabændur vilja beina aðild að búvörusamningum við endurskoðun þeirra og ræddu meðal annars aðkomu kynbótahrossa að landsmótum, og forsendur tilnefninga til ræktunarbús ársins á fundi sínum á búgreinaþingi. Samþykktar tillögur innihéldu meðal annars brýningu til stjórnar að halda áfram undirbúningi á breytingu á samþykktum deildarinnar varðandi skipan fagráðs í hrossarækt. Einnig var lagt til að stjórn hrossabænda skipi starfshóp til að fara yfir aðkomu kynbótahrossa á landsmótum ásamt því að útfærsla stjórnar um tilnefningu BÍ til hrossaræktarbús ársins verði háð því að að lágmarki einn ræktandi sem stendur að hverju ræktunarbúi þurfi að vera fullgildur félagi í BÍ og er þá miðað við félagatal 1. maí ár hvert. Einnig var samþykkt tillaga sem fól í sér að stjórn búgreinadeildarinnar vinni að því að fá beina aðkomu að búvörusamningum. „Í gegnum beina aðild að búvörusamningum þarf greinin að fá fjármuni til að standa straum af kostnaði við kynbótastarfið, stuðning við markaðsstarfið og fjármuni til að hægt sé að standa vörð um ættbókina og upprunalandið. Þá skýtur skökku við að hrossa bændur fái engan stuðning fyrir þær hrossaafurðir sem þeir leggja inn líkt og aðrir kjötframleiðendur. Það er eðlileg krafa að stuðningur verði tekinn upp og að hrossabændur sitji við sama borð og aðrir kjötframleiðendur,“ segir í tillögunni Tveim tillögum frá Samtökum ungra bænda, sem fjölluðu um þyngdartakmarkanir í hestamennsku og starfsskilyrði bænda sem framleiða hrossakjöt, var vísað aftur til stjórnar. Nanna Jónsdóttir var kjörin nýr formaður deildarinnar. Hún tók við af Sveini Steinarssyni sem hefur sinnt formennsku í áratug. Þær Sonja Líndal Þórisdóttir, Þórdís Ingunn Björnsdóttir og Ragnhildur Loftsdóttir voru kosnar í varastjórn. Aðrir í aðalstjórn eru þau Heiðrún Ósk Eymundsdóttir, Vignir Sigurðsson, Eysteinn Leifsson og Guðný Helga Björnsdóttir. /ghp Frá fundi búgreinadeildar hrossabænda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.