Bændablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 65

Bændablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 65
65 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. mars 2023 Peysubrjóst er hentug flík innan undir úlpu eða jakka, hlýtt að framan og á öxlum og vænn rúllukragi. Jafn auðvelt í notkun og trefill! Ein stærð, en auðvelt að bæta við lykkjum og umferðum að eigin vali. Sídd að framan: um 50 sm. Sídd að aftan: um 20 sm – eða að eigin ósk. Breidd: um 35 sm Prjónaband: 150 gr tvöfaldur Þingborgar- plötulopi eða sambærilegt, sjá Bandbreyti Maju á thingborg.is og uppspuni.is. Prjónar: 6-7 mm Tveggja lykkju Icord kantur: síðustu tvær lykkjurnar óprjónaðar með bandið fyrir framan, prjónaðar í upphafi umferðar. Kantarnir prjónaðir þannig alla leið. Stroff: Fitja upp 51 lykkju. Fyrsta umferð (að aftan) slétt. Önnur umferð, að framan: tvær sléttar (Icord), 1 brugðin og ein slétt út prjóninn, endað á tveim sléttum (Icord). Þriðja umferð, að aftan: sléttu lykkjurnar prjónaðar, þær brugnu teknar óprjónaðar með bandið fyrir framan. Önnur og þriðja umferð endurtekin, alls 10 umferðir. Bolur Mynstur: byrjað að framan, Icord á báðum köntum. Garðaprjón 7 lykkur, áttunda lykkjan slétt og tekin óprjónuð að aftan með bandið að framan. Hálsmál: Þegar bolur mælist ca 50 cm (eða sídd að eigin vali) eru 17 lykkjur fyrir miðju settar í hvíld, axlir síðan prjónaðar hvor fyrir sig og í annari hvorri umferð settar 2-1-1 lykkjur í hvíld. Axlir: Axlir verða fallegri með þremur styttum umferðum, til að hálsmál að framan sé lægra en að aftan. Bak: Prjónið 17 lykkjur á öxl, fitjið upp 17 lykkjur, prjónið 17 lykkjur af seinni öxl, alls 51 lykkja á prjóninum Prjónað í sömu breidd og mynstri og bolur, endað með samskonar stroffi og að framan, alls 20 cm eða lengd að eigin vali. Kragi: Takið upp 54 lykkjur og prjónið hálfklukkuprjón í hring, ca 20 cm. Fellið laust af. Nú er bara eftir að ganga frá endum, skola og þurrka! Hönnun: Katrín Andrésdóttir Tilvonandi atvinnumaður í fótbolta Hann Alexander Nói er hress og kátur strákur sem stundar íþróttir og sveitastörfin af alúð. Nafn: Alexander Nói Ásgeirsson. Aldur: 10 ára. Stjörnumerki: Bogmaður. Búseta: Patreksfjörður og er oft í sveitinni minni, Innri-Múla Barðaströnd. Skóli: Patreksskóli. Skemmtilegast í skólanum:Stærðfræði og íþróttir. Áhugamál: Sveitastörf og íþróttir. Tómstundaiðkun: Píanó og íþróttir. Uppáhaldsdýrið: Kindur og hundar. Uppáhaldsmatur: Pulsurétturinn hans pabba. Uppáhaldslag: Face Off með Dwayne Johnson. Uppáhaldslitur: Blár. Uppáhaldsmynd: Top Gun Maverick. Fyrsta minningin: 6 ára og fékk að smala í fyrsta sinn. Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert: Að spila fótbolta. Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór: Fótboltamaður. Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. SUDOKUÞRAUTIR Bændablaðsins Þung Þyngst Létt Miðlungs ERFINGJAR LANDSINS HANNYRÐAHORNIÐ Peysubrjóst Við hvetjum sem flesta til að hafa samband ef ykkur langar að vera með! sigrunpeturs@bondi.is Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020 eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b, 105 Reykjavík Vegna aukinnar eftirspurnar óskum við eftir bújörðum á söluskrá www.proventus.is / sími: 551 5000 / proventus@proventus.is Við finnum rétta starfsfólkið fyrir þitt fyrirtæki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.