Bændablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. mars 2023 Í DEIGLUNNI Félagskerfi landbúnaðarins: Hugmyndir að nýjum heildarsamtökum – Formenn BÍ og SAFL sammála um að skýra þurfi leikreglur betur varðandi upprunamerkingar á innfluttum kjötvörum Steingrímur J. Sigfússon, fyrr­ verandi alþingis maður og land búnaðar ráðherra, fór þá yfir niðurstöður vinnu þeirra Sigurgeirs Þorgeirssonar, fyrr­ verandi framkvæmdastjóra BÍ og ráðuneytisstjóra í sjávarútvegs­ og landbúnaðarráðuneytinu, um möguleg ný landbúnaðarsamtök sem yrðu byggð á fyrirmynd dönsku heildarsamtakanna Landbrug & fødevarer frá árunum 2009–2022. Þá voru dönsku samtökin sett saman af tveimur stoðum; bændahlið og fyrirtækjahlið. Þrisvar ályktað um málið á Búnaðarþingi Í máli Steingríms kom fram að að draganda vinnunnar að þessum hugmyndum megi rekja til ályktana á undanförnum þremur Búnaðarþingum. Samtök fyrirtækja í landbúnaði hafi verið stofnuð snemma árs 2022 og í kjölfarið sótt um sjálfstæða aðild að Samtökum atvinnulífsins. Samtöl hafi síðan hafist milli BÍ og SAFL með milligöngu þeirra Steingríms og Sigurgeirs. Steingrímur sagði að um síðustu áramót hafi tveggja stoða kerfi dönsku samtakanna verið afnumið og algjör samruni orðið þarna á milli. Samtökin séu öflug í almannatengslum og kynningarmálum, gagnvart almenningi, fjölmiðlum, stjórn­ völdum og atvinnulífi. Kynnisferð til Danmerkur Fulltrúar frá BÍ og SAFL fóru kynnis­ ferð til Danmerkur í nóvember og sagði Steingrímur að þar hafi komið fram að mikil áhersla sé lögð á að danskur landbúnaður komi fram sem samstillt heild. Ekki sé gert lítið úr þeirri vinnu sem sé fram undan við að stilla saman strengi, en þeir Steingrímur og Sigurgeir telja að það verði auðveldara þegar menn eru orðnir vanir hugsuninni um að allir séu saman í liði. Markmið þessara breytinga er að nýta samanlagðan styrk bænda og fyrirtækja í þágu heildarhagsmuna landbúnaðarins. Fáir starfsmenn í byrjun Í hugmyndunum er gert ráð fyrir tilteknu fyrirkomulagi á rekstri heildarsamtakanna. Stjórnina myndu skipa formenn og varaformenn BÍ og SAFL – og einn stjórnarmaður frá hvorum aðila til viðbótar eftir atvikum. Með því væri þétt samráð og skilvirk verkaskipting meðal annars tryggt. Síðan ræður stjórn forstöðumanneskju, sem síðan er ábyrg fyrir starfsmannahaldi og öðrum rekstrarlegum þáttum. Lagt er til að í byrjun verði ef til vill einungis 1–2 beinir starfsmenn samtakanna. Verkefnaskipting yrði með þeim hætti að hvor aðili um sig hefði áfram tiltekin verkefni á sínu borði en væru ekki sameiginleg; eins og samningsumboð, sam­ starfsverkefni og ýmis hagsmunamál greina. Sameiginleg verkefni yrðu til að mynda almennt fyrirsvar fyrir landbúnaðinn, almannatengsl, upplýsingaöflun og gagnavinnsla, starfsumhverfi og samkeppnisskilyrði, fæðuöryggi og loftslagsmál. Í kynningunni voru lauslega reifaðar hugmyndir um sérstök upplýsinga­ og kynningarsvið, annars vegar, og markaðssvið hins vegar sem hluti heildarsamtakanna. Þar var velt upp þeim möguleika að Bændablaðið yrði áfram rekið sem sjálfstæð eining eða félag með ritstjórnarlegt sjálfstæði en tilheyrði upplýsinga­ og kynningarsviði. Sameiginlegt markaðsstarf, ytri markaðssetning í þágu innlendrar framleiðslu, úrvinnslu og dreifingar, geti mögulega einnig skilað mikilli samlegð. Sameiginleg afmörkuð verkefni í fyrstu atrennu Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands (BÍ), segir að í fyrstu atrennu sé af hálfu BÍ stefnt að því að vinna að sameiginlegum afmörkuðum verkefnum. Það verði uppleggið fyrir komandi Búnaðarþing. „Má þar nefna hagtölumál, skilgreiningar innan heimilda á tollkvótum og eftirfylgni með þeim. Einnig málefni er snúa að eftirliti með starfseminni hvort sem er frumframleiðslu eða fullvinnslunni, ásamt umsögnum um stefnu stjórnvalda. Kolefnismál verða að vera hluti af þessari samvinnu, hvernig gerum við landbúnaðarvörur kolefnishlutlausar árið 2030 – þar koma afurðarstöðvar að málum. Þá er „Íslenskt staðfest“ sameiginlegt verkefni sem frumframleiðendur gera ekki einir,“ segir Gunnar. Í kjölfar nýlegra mála af inn­ flutningi íslenskrar kjötafurðastöðvar á tollfrjálsum úkraínskum kjúklingi til Íslands, hafa skapast umræður um Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is RAFGEYMAR Græjurnar þurfa að komast í gang! Rafgeymar í allar gerðir farartækja Sendum um land allt NÝTT: Vefverslun www.skorri.is Skorri ehf • Bíldshöfði 12 • 110 Rvk • 577-1515 • skorri.is Steingrímur J. Sigfússon kynnir hugmyndir að heildarsamtökum í landbúnaði. Myndir / smh Sigurjón R. Rafnsson, aðstoðarkaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga og formaður Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, í umræðum um hugmyndir þeirra Steingríms og Sigurgeirs að lokinni kynningunni á búgreinaþingi 2023. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að í fyrstu atrennu verði unnið að sameiginlegum afmörkuðum verkefnum. Eftir þingsetningu búgreinaþings 2023, sem haldið var á Hótel Natura 22. febrúar, voru hugmyndir kynntar um ný heildarsamtök í landbúnaði sem yrðu byggð sameiginlega á Bændasamtökum Íslands (BÍ) og Samtökum fyrirtækja í landbúnaði (SAFL).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.