Bændablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 58

Bændablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 58
58 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. mars 2023 Þessi grein er nú horfin af heimasíðu tímaritsins þar sem hún var búin að vera frá því hún birtist þar 9. september 2022. En á heimasíðunni hafði hún verið líklega lengur en nokkur önnur grein áður. Auðvelt er samt að finna hana á heimasíðunni vegna þess að greinunum er þar raðað í útgáfudagsetningaröð. Þessar greinar hef ég reynt að tengja íslensku sauðfé vegna þess að ég ætla að lesendur hafi mestan áhuga á því. Höfundar virðast hins vegar ekkert þekkja um litaerfðir hjá íslensku sauðfé og ekki þekkja heimsþekktar rannsóknir Stefáns Aðalsteinssonar á því sviði. Auk þess er ég það heppinn að hafa undir höndum fjölritað hefti um eingenaerfðir hjá sauðfé sem Stefán tók saman á níunda áratugnum og skýrir þar mun betur en yfirlitsgreinin litaerfðir sauðfjár. Stefán var alger snillingur í slíkri framsetningu. Góður liðsauki Mér hefur borist góður liðsauki í umfjöllun um þessi mál sem er greinin „Litafjölbreytni og erfðir lita hjá íslensku sauðfé“. Hún birtist í síðustu heftum Náttúrufræðingsins á síðasta ári og kom út í árslok 2022. Höfundur er Emma Eyþórsdóttir og nokkrir samstarfsmenn hennar hjá LbhÍ, frá þeim tíma sem hún starfaði þar. Greinin gerir á frábæran hátt grein fyrir litafjölbreytileika hjá íslensku sauðfé og fjallar á mjög skýran hátt um erfðavísana sem stýra þessum breytileika. Þar eru frábærar lýsingar á hinum fjölbreyttustu litum. Greinin er stútfull af frábærum myndum af þessari litafjölbreytni sem segir margfalt á við langan texta. Þá er í greininni ákaflega góður kafli um sameindafræðilegar rannsóknir á þessu sviði sem skýra þessi mál miklu betur en yfirlitsgreinin góða í GSE. Megi einhver viðbótarfræði sækja í yfirlitsgreinina eru það nöfn á einhverjum bösum sem fundnir eru í erfðamengi einnar eða tveggja sérkennilega lita kínverskra kinda. Slíkt er órafjarri áhugasviðs nokkurs hérlends lesanda. Finnist samt slíkur verð ég að benda viðkomandi á greinina sjálfa sem auðvelt er að finna á netinu. Íslenskt sauðfé Hér verður því nánast eingöngu fjallað um litaerfðir hjá íslensku sauðfé. Samt er minnt á það að hjá ýmsum erlendum fjárkynjum er að finna fjölda erfðavísa sem stýra lit en ekki finnast hjá íslensku fé og frá einhverjum þeirra sagt í yfirlitsgreininni. Kerfi yfirstjórnar litaerfðanna er eftir sem áður í meginatriðum það sama og þekkist hjá íslensku fé. Ég held að við látum okkur í megindráttum duga að velta slíkum erfðum fyrir okkur. Rétt held ég að sé að rifja upp örfá grundvallaratriði litaerfða hjá íslensku sauðfé, sem Stefán Aðalsteinsson setti fyrst fram fyrir rúmum sex áratugum og fullmótaði síðan í doktorsritgerð sinni áratugi síðar árið 1970. Þau hafa síðan dugað sauðfjárræktendum á Íslandi til að svara nánast öllum spurningum í sambandi við erfðir lita hjá fé sínu. Hér á eftir verður oft vitnað til ákveðinna litaerfðavísa. Þar mun ég nota tölustafatákn erfðavísa LESENDARÝNI Jón Viðar Jónmundsson. Erfðafræði útlitseinkenna sauðfjár – fimmti hluti: Litaerfðir hjá sauðfé Hér höldum við áfram flakki okkar um yfirlitsgreinina Genetics of the phenotypic evolution in sheep: a molecular look at diversity-driving genes í hinu þekkta búfjárkynbótariti Genetics Selection Evoluton. Hér á landi eru tvö fjárkyn, íslenska féð og forystuféð. Blesi 98-884 frá Klifshaga 1 var verðugur fulltrú forystufjárins, sem yfirleitt er skrautlegt að lit. Í Náttúrufræðingnum árið 2015 er yfirlitsgrein um forystuféð. Þar er mat á tíðni einstakra litaerfðavísa hjá því kyni árið 2009. Lit Blesa er þannig lýst í hrútaskrá að hann sé svartblesóttur með hvítan kraga og leista á öllum fótum. Mynd / Ólafur G. Vagnsson GARÐYRKJA Dagana 16.-18. mars næst- komandi fer fram í Laugar- dalshöllinni Íslandsmeistara- mót iðn- og verkgreina og kynning á námi framhaldsskóla í landinu undir yfirskriftinni Mín framtíð. Að sjálfsögðu verða allar garðyrkjugreinar sem kenndar eru í Garðyrkjuskólanum kynntar á staðnum og að auki verður keppni í skrúðgarðyrkju. Keppni í iðn- og verkgreinum? Íslandsmeistaramót iðn- og verkgreina hefur verið haldið um langt árabil og hefur skrúðgarðyrkjan verið með í keppninni nánast frá upphafi og einnig hefur verið keppt í blómaskreytingum í nokkur skipti. Nú kann einhver að velta fyrir sér hvort raunverulega sé hægt að keppa í iðngreinum og svarið er já, svo sannarlega. Keppendur fá ákveðið verkefni sem þeir þurfa að leysa á ákveðnum tíma og af ákveðnum gæðum. Skrúðgarðyrkjunemar þurfa þannig að búa til ofurlítinn garðreit og nota til þess það handbragð sem þeir hafa nú þegar lært í námi. Í þessum garði er þá til dæmis hellulögn, vegghleðsla, landmótun og gróðursetning og fá gestir á mótinu að fylgjast með framvindu verkefnanna á verktímanum. Miðað er við að keppendur fái þrjá daga til að ljúka keppni og eru dómarar að störfum allan þann tíma við að fylgjast með verklagi og árangri keppendanna. Á sama tíma er verið að keppa í fjölmörgum öðrum iðngreinum í Laugardalshöllinni og er mjög áhugavert að ganga á milli keppnissvæða og sjá hvað mismunandi iðngreinar eru að fást við. Garðyrkjugreinar Keppnishluti Minnar framtíðar er vissulega mjög áhugaverður en samhliða keppninni er verið að kynna fjölmargar iðn- og starfsgreinar sem ekki eiga fulltrúa í keppninni sjálfri. Aðrar garðyrkjugreinar en skrúðgarðyrkja verða einmitt kynntar rækilega fyrir gestum og gangandi. Blómaskreytinganemar verða á staðnum og sýna handbragð sitt, auk þess sem hægt verður að finna blómaskreytingar hér og þar á svæðinu og fólki verður boðið að koma og prófa að sýsla við blómin. Eitt af verkefnum blómaskreytingabrautarinnar er að setja upp blómum skrýddan myndaramma þar sem gestir geta stillt sér upp og látið taka af sér myndir fyrir samfélagsmiðla. Án efa verða fjölmargir spenntir fyrir því að eiga mynd af sér í blómahafi. Garð- og skógarplöntubraut, ylræktarbraut og námsbraut um lífræna ræktun matjurta verða með kynningu á sínum verkefnum á staðnum, meðal annars verður sett upp sýnishorn af jarðarberjaræktun þar sem hægt er að sjá hvernig þessi ljúffengu ber eru framleidd í gróðurhúsum. Garð- og skógarplöntunemendur sýna mismunandi afurðir í sinni grein, allt frá litlum sáðplöntum yfir í fullvaxin tré og nemendur í lífrænni ræktun verða með sýningu á því hvernig lífrænt efni, sem fellur til í eldhúsinu heima við, verður að frjósamri ræktunarmold. Gestum gefst færi á að sá grænmetisfræi í litla potta og taka þau með sér heim. Braut skógar og náttúru, skógræktarbrautin, verður einnig með kynningu á sínum viðfangsefnum. Þar verður meðal annars hægt að sjá hvernig rafmagnskeðjusagir og önnur verkfæri tengd skógrækt eru notuð við viðarvinnslu og skógarhögg og gestir geta fengið að spreyta sig á því að telja árhringi og meta þannig aldur trjáa. Í tengslum við kynningu skógræktarbrautarinnar verður hægt að sjá hvernig viður úr skógi er nýttur í húsasmíði, en hún er ein af þeim iðngreinum sem hægt er að læra innan Fjölbrautaskóla Suðurlands, en Garðyrkjuskólinn starfar einmitt undir stjórn FSu. Jafnframt verður FSu með kynningu á öllu öðru námi sem fram fer innan skólans. Mikil fjölbreytni í iðn- og verkgreinum Fimmtudaginn 16. mars og föstudaginn 17. mars munu um 8.000 nemendur í efri bekkjum grunnskóla mæta í Laugardalshöll til að kynna sér framhaldskólanám og iðn- og verkgreinar og laugardaginn 18. mars er húsið opið fyrir almenningi. Þá er tilvalið að bregða sér í heimsókn í höllina og kynna sér þá ótrúlegu fjölbreytni sem býr í iðn- og verkgreinum í landinu og síðast en ekki síst, gleðjast með garðyrkjunni, þar er framtíðin svo sannarlega björt. Guðríður Helgadóttir, fagstjóri garðyrkjubrauta í Garðyrkjuskólanum – FSu. Í þessum garði er hellulögn, vegghleðsla, landmótun og gróðursetning. Myndir / GH Mín framtíð í garðyrkjunni Í tengslum við kynningu skóg- ræktarbrautarinnar verður hægt að sjá hvernig viður úr skógi er nýttur í húsasmíði. Sauðfjársetrið á Ströndum 20 ára: Myndir og minningar Þetta einstaka verk er 20 ára afmælisrit Sauðfjársetursins á Ströndum. Með fáum orðum vil ég reyna að vekja athygli sem flestra á þessu einstaka riti. Heiti ritsins segir allt um efni og innihald þess. Þarna hafa yfir 40 aðilar, Strandamenn eða fólk með tengsl við svæðið verið fengið til að skrifa stutt minningarbrot sem tengjast Ströndum. Þessir þættir eru skrifaðir með tilvísun til ljósmynda sem birtar eru í bókinni ásamt minningabrotunum. Myndirnar eru frá misjöfnun tíma og sögusvið þáttanna þannig talsvert yfir hálf öld. Höfundar efnisins eru mjög breytilegur hópur en þar er að finna mestu ritsnillinga þjóðarinnar í dag eins og Gerði Kristnýju og Bergsvein Birgisson. Ritfærni meirihluta höfunda er samt með ólíkindum og mættum við mörg sem stundum erum að myndast við að skrifa í Bændablaðið hrósa okkur réðum við yfir aðeins hluta af töfrum flestra höfundanna í ritun og meðferð á íslensku máli. Bókina mætti hlaða meira lofi því hún er meistaraverk. Sauðfjársetrið á Kirkjubóli er án alls vafa eitt merkasta framlag til atvinnu- og menningarmála í Strandasýslu á síðustu áratugum. Bókin er talandi vottur þess. Ég hvet alla unnendur íslenskrar dreifbýlismenningar og frásagnalistar að verða sér úti um eintak af bókinni vegna þess að þar er sjón sögunni ríkari. Bókabúðir eru að verða fáséðar í dreifbýli á Íslandi. Til að nálgast bókina er fólki því bent á að hafa samband beint annaðhvort á tölupósti, saudfjarsetur@ saudfjarsetur.is eða í síma 693-3474. /JVJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.