Bændablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. mars 2023 FRÉTTIR Fuglaflensa: Hæsta viðbúnaðarstig – Möguleiki á aðlögun veirunnar að spendýrum og fólki Frakkland: Vilja hamla innflutning Erfitt er að finna magntölur yfir úkraínska kjúklingaframleiðslu en því er haldið fram að landið sé þriðji stærsti birgirinn í Evrópu, utan Evrópusambandsins. Árið 2021 voru flutt um 259.000 tonn af alifuglakjöti til ESB frá Úkraínu. Einn stór framleiðandi, Myroniscsky Hliboproduct (MHP), er með yfirburðastöðu á markaðnum. Sá framleiðandi er lóðrétt samþættur, þ.e.a.s. hann getur ræktað sitt eigið fóður, ræktað og slátrað kjúklingum og síðan selt og dreift kjötinu eftir eigin flutninga- og frystigeymslukerfi, innanlands og utan. Árið 2022 hefur kjúklinga- kjötsframleiðsla í Úkraínu haldist stöðug þrátt fyrir stríðsátök. Minni innlend eftirspurn leiddi til meiri útflutnings og sérstaklega eftir að Evrópusambandið afnam tolla á úkraínskar vörur. Fréttamiðillinn Reuters segir frá því að hækkandi kostnaður í franskri kjúklingarækt sökum fóður- og orkuverðshækkana, sem og samkeppni við ódýrt innflutt kjöt, sé að ganga fram af þarlendum alifuglabændum. Samtök franskra kjúklingabænda hafa því beðið ESB að virkja varúðarreglu tollaniðurfellingarinnar þar sem hún er farin að valda framleiðendum tjóni. Slíkan fyrirvara er ekki að finna í íslensku reglugerðinni. /ghp Einn stór framleiðandi MHP er með yfirburðastöðu á úkraínska kjúklinga- markaðnum. Mynd / MHP Ný meinsemd sem rakin er til plastagna hefur fundist í sjó- fuglum og lýsir sér sem sár eða ör í meltingarvegi fuglanna. Opin sár í meltingarveginum auka líkurnar á sýkingum og eitrun af völdum mengandi efna í fæðu fuglanna. Plastmengun í sjó er gríðarlegt áhyggjuefni og plast nánast orðið hluti af fæðu margra tegunda sjófugla. Að sögn fuglafræðinga á Bretlandseyjum finnast plastagnir í meltingarvegi sjófugla á öllum aldri við strendur landsins. Agnirnar berast í unga með fæðu sem foreldrarnir færa þeim og særa meltingarvef unganna og gerir þá þróttminni fyrir sýkingum. Samkvæmt rannsóknum er greinilegt samhengi milli þess hversu mikið af plasti finnst í skít fuglanna og sára í meltingarvegi þeirra. Auk þess sem plastagnirnar valda bólgum og draga úr getu fuglanna til að melta fæðuna og taka upp næringarefni. /VH Mengun: Plastagnir sýkja sjófugla Plastagnir finnast víða um heim í meltingarvegi sjófugla. Mynd / VH Skætt afbrigði fuglaflensu, sem geisað hefur í Evrópu síðan haustið 2021, heldur áfram að breiðast út. Talið er að yfir 58 milljónir alifugla hafi sýkst í Bandaríkjunum á síðasta ári. Fuglaflensa hefur valdið dauða ótalinna fjölda villtra fugla og miklu tjóni í alifuglarækt víða um heim. Á vef Matvælastofnunar segir að í gildi sé hæsta viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu hér á landi og sérstakar reglur um sóttvarnir í gildi. Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin vakti nýlega athygli á að það afbrigði fuglaflensuveirunnar sem mest ber á um þessar mundir, H1N5, geti mögulega farið að aðlagast spendýrum og fólki. Um þetta er jafnframt fjallað í nýjustu stöðuskýrslu Matvæla- öryggisstofnunar Evrópu um fuglaflensu þar sem segir að í þeim fuglaflensuveirum sem greinst hafa í húsdýrum og villtum spendýrum sjáist erfðafræðileg merki um aðlögun að þessum dýrum. Dauðsfall í Kambódíu Samkvæmt frétt á Reuters fyrir skömmu lést ellefu ára gömul stúlka í Kambódíu eftir að hafa smitast af H5N1 afbrigði fuglaflensunnar. Að minnsta kosti tólf úr nærumhverfi stúlkunnar hafa greinst með veiruna og er það í fyrsta sinn í landinu sem fuglaflensa hefur greinst í fólki. Fuglaflensufaraldur í Bandaríkjunum New York Times sagði frá því fyrir stuttu að fuglaflensa hefði herjað í Bandaríkjum Norður-Ameríku frá því snemma á síðasta ári og talið er að hún hafi sýkt meira en 58 milljón alifugla í 47 ríkjum, auk ótalinna villtra fugla. Flensan hefur einnig verið greind í villtum spendýrum eins og þvottabjörnum, refum, minkum og skógarbjörnum í Norður-Ameríku. Sérfræðingar í sóttvörnum í Bandaríkjunum eru varkárir í tali þegar þeir tala um möguleg smit flensunnar í fólk og segja það sjaldgæft en mögulegt. Á sama tíma hafa þeir hvatt lyfjafyrirtæki til að hefja rannsóknir og framleiðslu á bóluefni fyrir fólk gegn fuglaflensu. Fjöldi fólks í alifuglaeldi þar sem fuglaflensa hefur komið upp er vaktað og á einni viku komu upp 163 tilfelli sem sýndi einkenni flensunnar en aðeins einn reyndist sýktur. Tilraunir hafa verið gerðar með bólusetningu alifugla og í gangi eru viðræður milli yfirvalda dýraheilbrigðis og fulltrúa kjúklingabænda um að bólusetja alla alifugla gegn flensunni. Andstæðingar bólusetningarinnar segja að með henni takmarki Bandaríkin möguleika sína á útflutningi alifugla og það muni draga úr tekjum framleiðendanna. Ýtrustu sóttvarnir Á heimasíðu Mast eru íslenskir alifuglaeigendur minntir á að gæta ýtrustu sóttvarna og tilkynna um grunsamleg veikindi eða aukningu í dauða alifugla án tafar til Matvælastofnunar. Almenningur er beðinn um að halda áfram að tilkynna um dauða og veika villta fugla til stofnunarinnar. Þar segir að fuglaflensan hafi greinst í fjölda villtra fugla og leikið sumar tegundir mjög grátt hér á landi. Alifuglar hafa sloppið fram til þessa að undanskildum nokkrum heimilishænum á einum stað. Miðað við hversu mikið virðist vera um fuglaflensu í villtu fuglunum er álitið að smithætta fyrir alifugla sé töluverð. Góðum sóttvörnum á stóru alifuglabúunum er án efa að þakka að smitið hafi ekki borist inn á þau. /VH Bretlandseyjar: Skortur á grænmeti Skortur er víða á grænmeti og ávöxtum í verslunum á Bretlands- eyjum, dagamunur er á framboði þess og verð hefur hækkað. Neytendur á Bretlandseyjum sem vanir eru góðu úrvali í verslunum segja að framboð á fersku grænmeti hafi dregist saman undanfarið, gæði þess hafi minnkað og verð hækkað. Í breskum fjölmiðlum kemur fram að suma daga sé í boði spergilkál og púrra en engir tómatar né salat og daginn eftir snúist dæmið við og stundum séu grænmetishillur verslana tómar. Talsmenn verslunarinnar segja sitt á hvað að ástæða skorts á grænmeti stafi af völdum slæms árferðis þar sem grænmetið er ræktað en aðrir segja útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hafa dregið úr vöruúrvali og hækkað verð. Verslanir hafa einnig gripið til skömmtunar með því að takmarka það magn af grænmeti sem fólk og veitingahús mega kaupa. Borðið rófur Í svari umhverfis- og matvæla- ráðherra Breta, Thérèse Coffey, vegna málsins, sagði hún mikilvægt að landar hennar bregðist við skortinum með því að borða meira af innlendu grænmeti eins og rófum í stað þess að reiða sig á innflutning. Ráðamenn hafa einnig sagt að skorturinn sé tímabundinn þrátt fyrir vísbendingar um að málið sé mun alvarlegra en þeir vilja viðurkenna. Bent hefur verið á að skorturinn sé svipaður og var í upphafi Covid og að mest vöntun sé á grænmeti sem einungis er hægt að rækta á Bretlandseyjum í gróðurhúsum yfir köldustu mánuði ársins. Allt að 70% minni uppskera Tölur um ræktun grænmetis og ávaxta á Spáni og í Marokkó, þaðan sem Breta flytja mikið inn, sýna að kalt veður hefur dregið úr uppskeru á papriku, salati og agúrkum um allt að 70%. Einnig hefur verið bent á að á síðustu áratugum hafi Bretar vanist því að geta fengið ferskt grænmeti og ávexti árið um kring og að ólíkt því sem áður var séu þeir ekki lengur sjálfbærir með framleiðslu og treysti því mikið á innflutning. Til skamms tíma hafa Bretar getað flutt inn ódýrt grænmeti, til dæmis tómata, sem þó er hægt að rækta innanlands. En vegna lágs verðs á innfluttum vörum hefur dregið verulega úr innanlandsframleiðslu. Auk þess hefur orkukostnaður rokið upp sem gerir breskum bændum enn erfiðar fyrir og dregur enn frekar úr framleiðslu innanlands. Það verð sem verslunin er reiðubúin að greiða fyrir vörur dugar ekki fyrir framleiðslukostnaði. Talað fyrir daufum eyrum stjórnvalda Bændur hafa lengi talað fyrir daufum eyrum stjórnvalda þegar þeir hafa varað við að núverandi staða gæti komið upp ef treyst væri of mikið á innflutning matvæla. Launakostnaður í landbúnaði á Bretlandseyjum hefur hækkað eftir úrsögn Breta úr Evrópusambandinu, meðal annars vegna þess að áður gátu bændur þar reitt sig á erlenda farandverkamenn sem leituðu til landsins og voru viljugir til að vinna fyrir lág laun. Bresku bændasamtökin segja að vegna þessa nái bændur oft ekki uppskeru sinni í hús áður en hún skemmist og milljónir tonna af grænmeti og ávöxtum rotni úti á ökrum. Á sama tíma hefur kostnaður vegna útflutnings landa í Evrópusambandinu til Bretlandseyja hækkað eftir úrsögn þeirra úr sambandinu. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að styðja ekki við innlenda matvælaframleiðslu með því að styrkja bændur í viðleitni þeirra til að fara út í aðgerðir til að lækka kostnað við framleiðsluna. Ekki síst í ljósi þess að Bretland er eyja og í dag háð meginlandi Evrópu með matvæli og að ekki er talið að draga muni úr þeirri þörf á næstu misserum. Til að draga úr skortinum er því nauðsynlegt að auka innlenda framleiðslu og greiða framleiðendum verð sem standi undir kostnaði. /VH Hillur í grænmetisdeildum verslana á Bretlandseyjum eru víða tómar vegna skorts á grænmeti og ávöxtum. Mynd / Claudio Schwarz Evrópa: Upprunamerking eftirsótt Evrópskur almenningur er tilbúinn til að borga meira fyrir matvæli með merki sem vottar tengingu við ákveðið hérað. Neytendur eru einnig líklegri til að velja upprunamerktar vörur frá landsvæði sem þeir þekkja. Þetta kemur fram í nýjustu Eurobarometer skoðanakönnuninni. Nýverið fékk franska vínhéraðið Corrèze staðfestingu á að stunda einstaka matvælaframleiðslu. Þar með hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefið 3.500 matvælum þessa vottun. Framleiðendur þaðan fá heimild til að nota upprunamerkið þess til staðfestingar, að gefnum ströngum skilyrðum og vottun frá óháðum aðila. Áður hafa matvæli eins og Feta ostur, ítalskar Parmaskinkur og sænskur vodki fengið upprunamerkingu. /ÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.