Bændablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. mars 2023 Það dylst ekki nokkrum kúabónda, né öðrum sem fylgjast með þróun í mjólkurframleiðslunni í heiminum, að fjós hafa tekið miklum breytingum á liðnum áratugum og sérstaklega síðustu tveimur eftir að legubásafjós hófu raunverulega innreið sína á ný hér á landi um síðustu aldamót. Þróunin skýrist m.a. af mjaltatækninni, þ.e. aukinni notkun mjaltaþjóna, en ekki síður að við vitum í dag að kýr þakka fyrir bættan aðbúnað með afurðasemi og endingu. Fjós eru nefnilega sambland af því að bændur reyna að búa gripum sínum eins góðar aðstæður og mögulegt er en á sama tíma að stýra gripunum svo það sé hægt að stunda nútímabúskap. Innréttingar í fjósum, en tilgangur þeirra er að stýra gripum bæði við legu og göngu, eru þannig eins konar málamiðlun enda ef ekki væru t.d. innréttingar á legusvæði kúa yrði það mjög fljótt drullugt og kýrnar óhreinar. Vera má að þeim þætti það ekki svo slæmt á þeim tímapunkti en við vitum að óhreinar kýr eru sjúkdómasæknar svo dæmi sé tekið. En hefur hið fullkomna fjós þá verið byggt nú þegar? Er legubásafjósið hið eina sanna? Þessu hefur vísindafólk velt upp mörgum sinnum enda eru til margar aðrar fjósgerðir þar sem kýr eru enn frjálsari en í legubásafjósi s.s. í hálm- eða sandstíufjósi. En hvaða forsendur gilda um fjós framtíðarinnar? Í raun má draga þær saman í þrjár meginforsendur: fjósin þurfa að vera hagkvæm í byggingu, þau þurfa að stuðla að góðri dýravelferð og vera vinnusparandi. Þessu til viðbótar má nefna kröfuna um samræmi bygginga við umhverfi sitt og landslag, eitthvað sem aukin áhersla er á víða um heim nú um stundir. Fyrir nokkrum árum stungu nokkrir vísindamenn, víðs vegar að úr heiminum, saman nefjum og fóru yfir þróun fjósgerða og fjósatækni og veltu fyrir sér hvað framtíðin bæri í skauti sér. Niðurstaðan hjá þeim var sú að í framtíðinni yrði lögð enn meiri áhersla, en nú, á dýravelferð og náttúrulegt atferli. Þá yrðu fjós betur hönnuð með tilliti til umhverfismála auk þess að endurvinnsla á alls konar úrgangi frá fjósum myndi koma til. Þegar horft væri til allra þátta töldu skýrsluhöfundar að fjós framtíðarinnar yrðu að líkindum án legubása þar sem kýr geta því gengið og legið algjörlega á eigin forsendum. Svona fjós eru í dag oftast með einhvers konar undirburði úr rotmassa, og þá oftast hálmi, taði, trjákurli eða pappírskurli en einnig eru til fjós eingöngu með sandi og þá eru einnig til sérstök tilraunafjós í dag með gegndræpum gólfum. Steypan á útleið Stundum er sagt að eigi að hlúa að dýravelferð nautgripa þá ættu þeir aldrei í raun að komast í snertingu við steinsteypu, en svo er þó raunin í flestum fjósum í heiminum enda ganga gripir oft á rimlum eða steyptum gólfum. Hið harða undirlag gerir það svo að verkum að stundum fá kýr helti vegna þessa og það verður væntanlega áhersla á að búa nautgripum betri aðstöðu í framtíðinni segir m.a. í skýrslunni. Lausagöngufjós Þó svo að við á Íslandi skilgreinum legubásafjós sem lausagöngufjós þá er það nafn líklega besta þýðingin á enska heitinu „Free Walk Housing“, en það er einmitt heitið á metnaðarfullu rannsóknaverkefni hjá Evrópusambandinu (sjá: www.freewalk.eu) sem hafði það að markmiði að þróa fjósgerð sem kæmi enn betur til móts við náttúrulegar þarfir kúa en hefðbundin legubásafjós. Þessi fjós bera með sér einkenni hefðbundinna hálmfjósa, þ.e. kýrnar geta hreyft sig frjálsar um stór svæði og með frjálst aðgengi að fóðri og vatni og þegar þær vilja geta þær lagt sig á þægilegt undirlag með æskilegri fjarlægð frá öðrum einstaklingum. Ýmsar áskoranir Því fylgja alls konar vandamál að leyfa kúnum að ráða sér algjörlega sjálfar og þar sem hver kýr hefur þetta 12-15 m2 til umráða að meðaltali. Þannig sýna sumar rannsóknir að svona fjós, sem eins og fyrr segir eru oftast með einhvers konar þykkum undirburði, losa oft meira magn af ammoníaki og hláturgasi (nituroxíði) og þetta eru áskoranir sem þarf að takast á við áður en svona fjósgerð myndi kallast sjálfbær. Þá eru oft í svona fjósum alls konar óæskilegar örverur sem tengjast aukinni tíðni á júgurbólgu eða hafa jafnvel borist yfir í hina framleiddu mjólk. Enn fremur er oft þónokkuð flókið að fá nægan undirburð og það á viðráðanlegu verði. Að síðustu má nefna algengt vandamál við fjósgerðir sem þessa en það er að ná að halda rotmassanum við, svo undirlagið haldist passlega þurrt allan innistöðutímann. Þetta á sérstaklega við á kaldari svæðum heimsins þar sem útihitastigið gerir það oft að verkum að illa gengur að ná réttri gerjun rotmassans. Með öðrum orðum þessi fjósgerð, þótt æskileg sé í raun, á nokkuð í land með að verða fyrsti valkostur kúabænda framtíðarinnar. Gegndræp gólf Eigi lausagöngufjósin að ná raunverulegri fótfestu í framtíðinni er talið nauðsynlegt að finna annars konar lausn á undirlagi kúa en notkun á rotmassa eða hreinum sandi. Hér er m.a. horft til þróunar hollenskra vísindamanna á sérstöku mjúku gólfi sem hleypir hlandi og öðrum vökva beint í gegn, svo gólfið er alla jafna nokkuð þurrt. Þessi sérstaka gerð af undirlagi er úr samsettu lagi ólíkra efna. Efst er gegndreypandi gúmmídúkur sem skilur að hland og skít, þar undir er svo legudýna sem er nógu mjúk svo kýrnar geti legið þægilega á henni en einnig „Skvamp, skvamp“. Þetta hljóð færir mig aftur til barnæsku, stígvéla og hopp í polla á afleggjaranum heima í sveit. Loftið angar af blöndu af jarðvegi og gróðri og ég sting nefinu niður í svörðinn og þefa betur að mér ilminum. Í leiðinni sé ég örlitla sóldögg að gæða sér á flugu í slímugum kirtilhárunum. Heillar mig í hvert skiptið, kænskan í smæðinni. En hvað var þetta? SNÁKUR! Nei. Dularfyllsta vera hafsins, állinn, sem mun aldrei gefa upp öll sín leyndarmál sama hvað maðurinn reynir að rannsaka hann. En nú þarf ég að passa mig. Þarna er tjörnin með brunnklukkum sem hoppa upp í mig. Svo er þarna uppáhaldsblómið mitt við tjarnarbakkann. Það á sér mörg nöfn en ég spyr mig hvers vegna horblaðka varð svo vinsælast. En hver er þarna mættur frá sólarlöndum? Litli félagslyndi vinur minn, herra óðinshani. Segðu mér nú fréttir af heiminum á meðan þú hnykkir til hausnum á sundinu, mikið saknaði ég þín. Ég finn svo löngun til að stinga hendinni ofan í moldina, hin fullkomna drullumallsmold sem ég móta í drullubollu í hendinni. Fátt tengir mann betur við náttúruna en moldugir puttar. Ég er orðin þyrst svo ég leggst á lækjarbakkann og sting hausnum næstum ofan í vatnið því það er svo ferskt og gott, eins tært og það getur orðið beint undan hrauninu. Hendi strái út í og byrja að elta það niður farveginn þar til það kemst út í vatn. Þar hoppar urriðinn upp úr vatninu eins og til að þakka fyrir heilbrigt búsvæði sitt í stöðugu vatnsyfirborði enda lítið rask á blautu landinu allt í kring. Þegar heim er komið eru sokkarnir blautir og tærnar kaldar en það besta bíður mín – að skipta yfir í hlýju ullarsokkana. Flest mín ævintýri í æsku byrjuðu úti í mýri. Það var alltaf eitthvað nýtt að sjá því vatninu fylgir líf og svo mikill fjölbreytileiki. Í dag starfa ég hjá Landgræðslunni og reyni að miðla þekkingu minni til almennings. Mest langar mig þó að bjóða upp á ævintýraferðir í mýrina, sýna plöntur og dýr, drullumalla og sulla til að tengja fólk þessari náttúru sem leiðir af sér væntumþykju og virðingu. Mýrar eru mun verðmætari vistkerfi en flestir átta sig á og það er kominn tími til að beina umræðunni frá þeirri einföldun að eina hlutverk þeirra sé að stöðva losun kolefnis. 96% af lífmassa jarðarinnar er maðurinn og hans húsdýr. Endurheimt snýst um að gera aðeins meira pláss fyrir þau 4% lífvera sem lifa villt á þessari jörð. Við þurrkun mýra þagna þau hljóð sem umluktu ævintýri mín í æsku en við hækkun vatnsstöðunnar gæðum við landið lífi á ný. Það er alltaf opið fyrir umsóknir um endurheimt votlendis hjá Landgræðslunni. Iðunn Hauksdóttir, verkefnastjóri endurheimtar votlendis hjá Landgræðslunni. Margt býr í mýrinni En hver er þarna mættur frá sólarlöndum? Litli félagslyndi vinur minn, herra óðinshani. Segðu mér nú fréttir af heiminum á meðan þú hnykkir til hausnum á sundinu, mikið saknaði ég þín. Mynd / Sigurjón Einarsson Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com Á FAGLEGUM NÓTUM Kýr í rannsóknafjósi á rotmassaundirlagi. Mynd: www. freewalk.eu Framtíðarfjósið án legubása? LANDGRÆÐSLA Svo er þarna uppáhaldsblómið mitt við tjarnarbakkann. Það á sér mörg nöfn en ég spyr mig hvers vegna horblaðka varð svo vinsælast. Mynd / Aðsend Skráið smáauglýsingar á www.bbl.is Stundum er sagt að eigi að hlúa að dýravelferð nautgripa þá ættu þeir aldrei í raun að komast í snertingu við steinsteypu ...“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.