Bændablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 9. mars 2023 Límtréshús, bogahús og færanlegar byggingar Hýsi.is Færanlegar byggingar Bogahús Límtréshús Folaldasýning Sörla 18.mars ! Hin árlega og stórskemmtilega folaldasýning Sörla verður haldin laugardaginn 18.mars næstkomandi á Sörlastöðum í Hafnarfirði. Sýningin hefst kl.13 og dæmt verður í flokki hestfolalda og merfolalda. Efstu 5 folöldin í hverjum flokki keppa til úrslita og folald sýningarinnar fær Þjórsárbakkabikarinn glæsilega. Sýningin hefst kl.13:00, í hléi verður uppboð á frábærum folatollum og veitingasala er á staðnum. Folaldasýningin er opin öllum og skráning fer fram í gegnum netfangið topphross@gmail.com. Vonumst til að sjá sem flesta ! Kynbótanefnd Sörla Stjórn búgreinadeildar kjúklinga- bænda situr óbreytt og að sögn formannsins gekk fundurinn á búgreinaþingi vel fyrir sig. Meðal þess sem var rætt er innflutningur á kjúklingakjöti og innri mál greinarinnar. Guðmundur Svavarsson, for- maður búgreinadeildar kjúklinga- bænda, segir að fundur kjúklinga- bænda hafi gengið mjög vel. „Deildin er fámenn og góð samstaða hjá okkur. Við fórum yfir tollverndina, dýraheilbrigði og önnur mál sem snerta greinina.“ Innflutningur á kjúklingakjöti „Mikill innflutningur á kjúklingakjöti frá Úkraínu undanfarna mánuði kom okkur í opna skjöldu og við höfum talsverðar áhyggjur af því að kjötið sé ekki af sömu gæðum og innlent kjúklingakjöt. Samkvæmt því sem ég hef heyrt er sýklalyfjanotkun í landbúnaði mikil í landinu. Bændasamtökin hafa sent Matvælastofnun erindi þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvernig staðið er að útgáfu á heilbrigðisvottorðum fyrir inn- flutninginn, hvaða vottorð hafi verið gefin út og hvort kjötið komi frá bændum, sláturhúsum og vinnslum sem uppfylla sömu kröfur og gerðar eru til slíkra aðila hér á landi.“ Innra starf Kjúklingabændur fóru einnig yfir innra starf greinarinnar á fundinum og að sögn Guðmundar eru félagsmenn spenntir að sjá hvað kemur út úr endurskoðun á félagsgjaldakerfi Bændasamtakanna. „Bent hefur verið á að í dag er lítill munur á þeim félagsgjöldum sem þeir allra stærstu greiða og þeim sem smærri og miðlungs framleiðendur greiða. Áhugavert verður að sjá hvað kemur út úr þeirri umræðu á Búnaðarþingi.“ Óbreytt stjórn Stjórn búgreinadeildar kjúklinga- bænda situr óbreytt frá síðasta ári og í henni eru Guðmundur Svavarsson formaður, Eydís Rós Eyglóardóttir og Jón Magnús Jónsson. /VH Kjúklingabændur: Mikill innflutningur frá Úkraínu kom á óvart Erla Gunnarsdóttir, starfsmaður BÍ, Guðmundur Svansson, formaður búgreinadeildar kjúklingabænda og Eydís Rós Eyglóardóttir stjórnarmaður. Hvað ertu að suða Finnska undrið í rafsuðunni. Rafsuðuvélar, öryggisvörur og suðuvír. LANDVÉLAR | SMIÐJUVEGI 66 | 580 5800 | LANDVELAR.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.