Bændablaðið - 09.03.2023, Page 41

Bændablaðið - 09.03.2023, Page 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 9. mars 2023 Límtréshús, bogahús og færanlegar byggingar Hýsi.is Færanlegar byggingar Bogahús Límtréshús Folaldasýning Sörla 18.mars ! Hin árlega og stórskemmtilega folaldasýning Sörla verður haldin laugardaginn 18.mars næstkomandi á Sörlastöðum í Hafnarfirði. Sýningin hefst kl.13 og dæmt verður í flokki hestfolalda og merfolalda. Efstu 5 folöldin í hverjum flokki keppa til úrslita og folald sýningarinnar fær Þjórsárbakkabikarinn glæsilega. Sýningin hefst kl.13:00, í hléi verður uppboð á frábærum folatollum og veitingasala er á staðnum. Folaldasýningin er opin öllum og skráning fer fram í gegnum netfangið topphross@gmail.com. Vonumst til að sjá sem flesta ! Kynbótanefnd Sörla Stjórn búgreinadeildar kjúklinga- bænda situr óbreytt og að sögn formannsins gekk fundurinn á búgreinaþingi vel fyrir sig. Meðal þess sem var rætt er innflutningur á kjúklingakjöti og innri mál greinarinnar. Guðmundur Svavarsson, for- maður búgreinadeildar kjúklinga- bænda, segir að fundur kjúklinga- bænda hafi gengið mjög vel. „Deildin er fámenn og góð samstaða hjá okkur. Við fórum yfir tollverndina, dýraheilbrigði og önnur mál sem snerta greinina.“ Innflutningur á kjúklingakjöti „Mikill innflutningur á kjúklingakjöti frá Úkraínu undanfarna mánuði kom okkur í opna skjöldu og við höfum talsverðar áhyggjur af því að kjötið sé ekki af sömu gæðum og innlent kjúklingakjöt. Samkvæmt því sem ég hef heyrt er sýklalyfjanotkun í landbúnaði mikil í landinu. Bændasamtökin hafa sent Matvælastofnun erindi þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvernig staðið er að útgáfu á heilbrigðisvottorðum fyrir inn- flutninginn, hvaða vottorð hafi verið gefin út og hvort kjötið komi frá bændum, sláturhúsum og vinnslum sem uppfylla sömu kröfur og gerðar eru til slíkra aðila hér á landi.“ Innra starf Kjúklingabændur fóru einnig yfir innra starf greinarinnar á fundinum og að sögn Guðmundar eru félagsmenn spenntir að sjá hvað kemur út úr endurskoðun á félagsgjaldakerfi Bændasamtakanna. „Bent hefur verið á að í dag er lítill munur á þeim félagsgjöldum sem þeir allra stærstu greiða og þeim sem smærri og miðlungs framleiðendur greiða. Áhugavert verður að sjá hvað kemur út úr þeirri umræðu á Búnaðarþingi.“ Óbreytt stjórn Stjórn búgreinadeildar kjúklinga- bænda situr óbreytt frá síðasta ári og í henni eru Guðmundur Svavarsson formaður, Eydís Rós Eyglóardóttir og Jón Magnús Jónsson. /VH Kjúklingabændur: Mikill innflutningur frá Úkraínu kom á óvart Erla Gunnarsdóttir, starfsmaður BÍ, Guðmundur Svansson, formaður búgreinadeildar kjúklingabænda og Eydís Rós Eyglóardóttir stjórnarmaður. Hvað ertu að suða Finnska undrið í rafsuðunni. Rafsuðuvélar, öryggisvörur og suðuvír. LANDVÉLAR | SMIÐJUVEGI 66 | 580 5800 | LANDVELAR.IS

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.