Bændablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 9. mars 2023 ekki að segja frá því. Samráðshópurinn hvatti framleiðendur til að merkja umfram skyldu til að koma til móts við kröfur neytenda og mér hefur í raun fundist það vera reglan fremur en undantekningin að sjá uppruna kjöts á vörum eins og beikoni í matvöruverslunum í dag. Mörg fyrirtæki eru að merkja, að minnsta kosti hluta af vörum sínum með upprunalandi, þó þeim sé það ekki skylt. En svo eru vörur inn á milli sem margir halda að séu íslenskar en eru það ekki, sem er auðvitað óásættanlegt.“ Hvetja framleiðendur til að ganga lengra en löggjöfin Regluverkið nær eingöngu visst langt og eftirlitsaðilar geta ekki gert kröfur á fyrirtæki umfram það sem fram kemur í reglunum. „Ísland getur ekki gert kröfu um að kjöt sem kemur hingað til lands og er þegar unnið sé upprunamerkt, þ.e. ekki gengið lengra hvað varðar vörur frá EES, vegna EES samningsins. En hvað varðar kjöt sem kemur hingað ferskt eða frosið og er svo unnið hérlendis ætti að vera hægt að setja sér íslenskar reglur um að það verði upprunamerkt þó það sé unnið hér. Það er spurning um vilja löggjafans til að setja strangari kröfur á íslenska framleiðendur en gert er á EES svæðinu,“ segir Katrín Guðjónsdóttir, fagsviðsstjóri hjá MAST. Hún segir þó að Matvælastofnun hvetji framleiðendur til að ganga lengra í upplýsingagjöf en reglur kveða á um. „Ef neytendur vilja alltaf vita hvaðan kjötið sem þeir neyta er upprunnið þá er leiðin að því annaðhvort að kaupa óunnið kjöt, sem á reglum samkvæmt að vera upprunamerkt, eða kaupa unnið kjöt sem er upprunamerkt þrátt fyrir að það sé ekki krafan. Neytendur ættu ekki að gera ráð fyrir að merkingar á íslensku eða íslensku fyrirtæki gefi til kynna kjöt af íslenskum uppruna.“ Gengur gróflega gegn hagsmunum neytenda Þann 10. febrúar sl. birti matvæla- ráðherra á samráðsgátt drög að þingsályktunartillögum um matvæla- stefnu annars vegar og land- búnaðarstefnu hins vegar. Í báðum drögunum er vikið að uppruna- merkingum. Í þeirri fyrrnefndu er sagt að stuðla þurfi að því að neytendur séu vel upplýstir um uppruna, innihald og kolefnispor matvæla. Bændasamtök Íslands benda á það í umsögn að erfitt geti verið fyrir neytendur að átta sig á hvaðan matvælin koma. „Fjölmörg dæmi eru um að matvælum sé stillt fram í verslunum með þeim hætti að erfitt er að gera greinarmun á innfluttum og innlendum vörum. Skýrt dæmi um það má oft finna í grænmetisborði verslana. Þar eru oft og iðulega grænir kassar merktir Sölufélagi garðyrkjumanna, undan íslensku grænmeti, endurnýttir undir innflutt grænmeti í lausu, hvaðanæva að í heiminum. Hafa margir bændur af þeim sökum kosið að pakka vörum sínum sjálfir, með tilheyrandi plastnotkun, því ekki sé hægt að treysta því að grænmeti í lausu sé ekki blandað saman við grænmeti með annan uppruna. Starfsskilyrðin hér á landi eru önnur og notkun varnarefna í garðyrkju eru nær engin, sem tæplega er hægt að fullyrða með innflutta vöru. Blandaður uppruni og óljósar merkingar eru þannig fallnar til að neytendur taka ákvarðanir sem þeir myndu líklega aldrei taka væru þeir nægilega upplýstir. Þá eru aðrar vörur seldar í umbúðum sem gefa til kynna að varan sé íslensk þegar raunin er önnur, og þá oftast með íslenska þjóðfánanum, eða án fána og óþægilega oft í nafni rótgróinna íslenskra vörumerkja.“ Samtökin víkja að notkun þjóðfánans á umbúðir vara og matvæla sem þau telja vera nánast stjórnlausa. Með breytingu á fánalögum árið 2016, á þann veg að heimilt var að nota þjóðfána í ríkari mæli í markaðssetningu og á umbúðir vara og matvæla, hefur notkun hans orðið nánast stjórnlaus. „Fánalögin nr. 34/1944, ásamt reglugerð um notkun þjóðfánans í markaðssetningu, nr. 618/2017, setja ýmis skilyrði fyrir notkun, svo sem um nægilega aðvinnslu hérlendis. Er það eftirlátið dreifingaraðila að meta hvað sé nægileg aðvinnsla en augljóst má vera að innflutt blóm pökkuð í íslenska fánann uppfylla tæpast þau skilyrði. Eða þegar innflutt kjöt er kryddað, marinerað og umpakkað með íslenskum vörumerkjum. Þannig er hæpið að löglegt sé að gefa í skyn að vara sé íslensk að uppruna þegar hún er merkt íslensku letri einu saman, undir íslensku vörumerki, sé innflutta hráefnið áfram einkennandi hluti vörunnar eða hún er eðlislík íslenskri búvöru eða eldisfisk. Þessu verður að breyta og lögin þarf að skýra með leiðbeiningum frá eftirlitsaðilum. Þessi dæmi um villandi viðskiptahætti og markaðssetningu má finna á hverjum degi í nánast öllum verslunum með matvæli. Slíkt er ekki einungis andstætt settum reglum heldur gengur það gróflega gegn hagsmunum neytenda og skýlausum rétti þeirra til að vita hvað þeir láta ofan í sig. Neytendum er þar með gert mun erfiðara fyrir með að taka upplýsta ákvörðun við val á matvælum með tilliti til uppruna og annarra eigin- leika þeirra.“ Vilja skylda framleiðendur til að upprunamerkja Í síðarnefndu drögunum að þingsályktunartillögu, landbúnaðar- stefnunni, er stefnt að því að sérstaklega verði hugað að leiðum til að auðvelda neytendum að velja vörur eftir eigin gildum og afstöðu til landbúnaðarframleiðslu, m.a. með bættum upplýsingum um uppruna, innihald og kolefnisspor landbúnaðarafurða. Í greinargerð segir: „Neytendur munu gera auknar kröfur um öryggi og hollustuhætti í matvælaframleiðslu, sem og að hugað sé að sjálfbærni, kolefnisspori og umhverfisþáttum í allri virðiskeðju matvæla. Þá kalla neytendur eftir því í auknum mæli að upplýsingar um framangreint séu aðgengilegar. Hér liggja því mikil tækifæri fyrir innlenda landbúnaðarframleiðslu.“ Í umsögn sinni leggja Bænda- samtök Íslands til að framleiðendur verði lögbundið skyldaðir til að upprunamerkja innlendar landbúnaðarvörur með uppruna- merkinu Íslenskt staðfest auk þess sem skoðaður verði sá möguleiki að færa eftirlit með upprunamerkingum til Neytendastofu sem fái fjármagn og mannafla til eftirlits og skýrar og virkar heimildir til viðbragða. Íslenskt staðfest er upprunamerki sem framleiðendur íslenskra búvara, matvæla og blóma geta notað ef þau uppfylla skilyrði um íslenskan uppruna. Kjöt, egg, sjávarafurðir og mjólk skulu vera í öllum tilfellum 100% íslenskt, en ef um samsetta vöru er að ræða má allt að 25% innihalds vera innflutt. Með notkun merkisins eiga neytendur að geta treyst því að varan sé sannanlega íslensk. Verið er að vinna í innleiðingu og merkingu fjölmargra vara með upprunamerkingunni og er von á frekari kynningu í tengslum við Búnaðarþingið í lok mars. Matvælaráðuneytið mun beita sér fyrir bættri upplýsingagjöf Svandís Svavarsdóttir matvæla- ráðherra segir að skýr upplýsingagjöf sé forsenda fyrir því að neytendur geti tekið upplýstar ákvarðanir um vöruval. „Ætla má að fyrirtæki muni í auknum mæli svara þessum kröfum, enda sé það í þeirra þágu. Ráðuneyti mitt fylgist með þróun í því regluverki sem við erum aðilar að í gegnum EES samninginn og mun beita sér fyrir bættri upplýsingagjöf til neytenda eftir því sem tækifæri gefast.“ Upprunamerkt íslenskt unnið lambalæri vinstra megin, óupprunamerkt unnið lamba prime hægra megin. Vörurnar eru unnar af sama fyrirtæki. 20% afsláttur af öllum innréttingum til páska. Við aðstoðum þig við hönnun á þinni drauma innréttingu. Neytendur ættu ekki gera ráð fyrir að merkingar á íslensku eða íslensku fyrirtæki gefi til kynna kjöt af íslenskum uppruna, segir Katrín Guðjónsdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun. Ekki er skylt að upprunamerkja búvörur á veitingastöðum og mötuneytum. Reglurnar eru þó þannig að þeir sem bjóða upp á matinn eiga að hafa upplýsingarnar til reiðu. Villandi framsetning á hamborgurum merktum með íslenska fánanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.