Bændablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 53
53Bændablaðið | Fimmtudagur 9. mars 2023
með þjálan og góðan vilja sem fara
vel í reið með góðum höfuðburði.
Kolskeggur hlýtur fyrstu verðlaun
fyrir afkvæmi.
Kjerúlf frá Kollaleiru
Kjerúlf er tuttugu vetra gamall undan
Flugu frá Kollaleiru, Bjartsdóttur
frá Egilsstaðabæ og Orrasyninum
Takti frá Tjarnarlandi en móðir
hans var Kjarvalsdóttirin Kórína frá
Tjarnarlandi. Kjerúlf er ræktaður af
Hans Friðrik Kjerulf sem á hestinn
ásamt Leó Geir Arnarsyni. Kjerúlf fór
í sinn hæsta dóm, 8,44 í aðaleinkunn
á Landsmótinu á Vindheimamelum
árið 2011, þá átta vetra gamall. Fyrir
sköpulag fékk Kjerúlf 8,14 þar af
hæst 8,5 fyrir samræmi, fótagerð,
hófa og prúðleika.Fyrir kosti hlaut
hann 8,64, þar af hæst 9,5 fyrir brokk
og 9,0 fyrir hægt tölt, tölt, vilja og
geðslag og fegurð í reið. Kjerúlf
fór í fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi
árið 2016 og var sýndur með hópi
afkvæma á Landsmótinu á Hólum
það ár.
Af 360 fæddum afkvæmum hafa
50 skilað sér í dóm og er meðalaldur
þeirra tíu ár. Hæst dæmda afkvæmið
er Kaldalón frá Kollaleiru undan
Heiði frá Hjallalandi, sem var sýndur
2020 í 8,56 með 9,0 fyrir prúðleika,
tölt, brokk, skeið, samstarfsvilja og
fegurð í reið. Þá er það Róska frá
Hákoti undan Þorradótturinni Frá frá
Hákoti, hún fór í 8,50 í aðaleinkunn
sex vetra gömul með 9,0 fyrir
höfuð, háls, herðar og bóga, bak
og lend, brokk og vilja og geðslag.
Þriðja hæst dæmda afkvæmið er
svo Varúlfur frá Eylandi undan
Orradótturinni Vöku frá Árbæ.
Hann fór hæst í 8,34 í aðaleinkunn
í kynbótadómi árið 2020 en hefur
síðan þá komið fram í allmörgum
keppnum úti í Svíþjóð.
Kjerúlf er nokkuð sterkur á
framræktaða eiginleika og er
lýsing afkvæma afar lík milli fyrstu
verðlauna og heiðursverðlaunanna
sem hann hefur nú náð lágmörkum
til. Heiðursverðlaunin byggjast á
aðaleinkunn án skeiðs sem er 121
stig eftir haustútreikninga 2022.
Kynbótamat:
Aðaleinkunn: 116 Sköpulag: 105
Hæfileikar: 116 Mæting: 114
Dómsorð:
Kjerúlf gefur hross í tæpu meðallagi.
Höfuðið er svipgott með vel opin
augu en stundum með krummanef.
Afkvæmin hafa sterka yfirlínu í
hálsi og baki. Hálsinn er reistur við
háar herðar en getur verið djúpur,
bógalega er góð. Bakið er breitt
og lendin öflug en getur verið
afturdregin og gróf. Afkvæmin eru
sívöl og hlutfallarétt en fótahæð
jafnan í meðallagi. Fætur eru þurrir
með öflugar sinar en ekki mikil
sinaskil og afturfætur geta verið
nágengir. Hófar eru efnismiklir
með hvelfdan botn, prúðleiki
er í meðallagi. Afkvæmin hafa
afar gott tölt, takthreint, rúmt og
jafnvægisgott með góðri fótlyftu.
Brokkið er skrefmikið og rúmt,
stökkið ferðmikið en fetið fremur
skrefstutt. Sé skeið fyrir hendi er það
öruggt. Afkvæmin eru ásækin í vilja,
vakandi og þjál og fara vel í reið
með háum fótaburði. Kjerúlf hlýtur
heiðursverðlaun fyrir afkvæmi.
RML sendir ræktendum og
eigendum þessara hesta innilegar
hamingjuóskir. Mikil vinna liggur
að baki þessum mikla árangri sem
er ómetanlegt fyrir ræktunarstarfið.
Halla Eygló Sveinsdóttir
Elsa Albertsdóttir,
ráðunautar í hrossarækt.
TRAUST FASTEIGNASALA
464 9955 byggd@byggd.iswww.byggd.is
SKIPAGATA 16 ◊ OPIÐ KL. 9-17 FÖS 9-16 ◊ FASTEIGNASALAN BYGGÐ
VÍÐIGERÐI Í EYJAFJARÐARSVEIT
Til sölu er jörðin Víðigerði í Eyjafjarðarsveit í um 16 km aksturs-
fjarlægð frá Akureyri. Á jörðinni stendur stórt einbýlishús á þremur hæð-
um, hlaða, votheysturn, fjós sem var fyrst byggt árið 1967 og viðbygging
frá 2008. Lítið alifuglahús, fjárhús og hlaða við það sem stendur efst
og nyrst af byggingunum. Einnig eru þar tvær véla og verkfærageymslur,
neðst bygginga á jörðinni.
Stærð jarðar er talin vera um 200 ha. og af því ræktað land um 50 hektarar
Jörðinni fylgir um 235 þús l. mjólkurkvóti, nú 45 mjólkandi kýr og 40 aðrir
gripir í uppeldi Tæki sem fylgja skv. tækjalista sem má nálgast með því að
hafa samband á skrifstofu
Kolskeggur frá Kjarnholtum á Landsmóti á Gaddstaðaflötum 2022. Knapi er Sigurður Sigurðarson. Mynd/KollaGr.
Tindur frá Árdal, undan Ljósvaka. Knapi er Helga Una Björnsdóttir. Mynd / Hannes Sigurjónsson
Þór frá Torfunesi undan Kolskeggi. Mynd / Baldvin Kr. Baldvinsson
Kaldalón frá Kollaleiru, undan Kjerúlf. Mynd /Aðsend
Til sölu 68,5m2 iðnaðarbil
til afhendingar strax
í Breiðamýri 3, Selfossi.
Allar nánari upplýsingar veitir
Loftur Erlingsson, löggiltur fasteignasali
S: 896 9565, loftur@husfasteign.is