Bændablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. mars 2023 Stönglar vaxa ofanjarðar hjá flestum tegundum en einnig kemur fyrir að þeir vaxi neðanjarðar og kallast þá jarðstönglar. Þegar er talað um stöngla er yfirleitt átt við jurtkenndar plöntur og runna en stofn eða bolur á við tré. Meginhlutverk stöngulsins og stofnsins er að flytja vatn og næringarefni milli plöntuhluta, halda plöntunni uppréttri og í sumum tilfellum að geyma næringarefni. Auk þess sem stönglar og stofnar sem hafa í sér grænukorn ljóstillífa. Vaxtarlag stöngla og stofna er fjölbreytt og stundum furðulegt. Þróun Rannsóknir á steingervingum benda til að fyrstu landplönturnar hafi komið fram fyrir 470 milljónum ára eða þar um bil. Í fyrstu voru plönturnar einfaldar og án stöngla og blaða. Um 40 milljón árum síðar komu svo fyrstu einföldu stönglarnir og blöðin fram á sjónarsviðið og í framhaldinu varð gríðarleg þróun. Fyrstu merki um þróun greina er þegar útvöxtur frumplantna fer að skipta sér og mynda sprota. Vöxtur og starfsemi Fyrsti vísirinn að stöngli eða stofni er við spírun þegar kímblöðin koma í ljós og síðan áframhaldandi vöxtur. Það fer síðan eftir erfðum tegundarinnar hvort úr verði stöngull eða stofn og hver lögunin verður. Stönglar og stofnar sjá um að flytja vatn og næringarefni milli plöntuhluta og í þeim eru sáld- og viðaræðar. Eftir sáldæðunum berast sykrur frá blöðum til vaxtar og viðhalds en aðallega vatn frá rótum eftir viðaræðunum. Útgufun vatns úr laufblöðum veldur því að vatnið berst frá rótum og um plönturnar með hárpípukrafti. Vaxtarsprota stöngla er oft að finna í enda þeirra og brumum en hjá til dæmis grösum er hann neðst á stönglinum. Frum- eða lengdarvöxtur stöngla er mestur rétt neðan við vaxtarsprotann. Stönglar geta verið að mestu holir að innan en stofnar eða trjábolir hafa við en í báðum tilfellum liggja sáld- og viðaræðarnar utarlega við börkinn. Síðvöxtur greina, stofna eða bola trjáplantna á sér stað í vaxtarlaginu sem liggur undir berkinum. Með því að skoða árhringi trjáplantna er hægt að lesa aldur þeirra. Ljósari og þykkari hringirnir sýna hraðari sumarvöxtinn en þeir dökku hægari haustvöxt. Jurtkenndir stönglar einærra plantna og margra fjölæringa sölna að hausti og nýir vaxa upp á næsta vori. Ólíkar stöngulgerðir Stönglar eru margs konar og ólíkir að gerð og flokkast í jarðstöngla, ofanjarðarrenglur og loftstöngla sem eru þeir stönglar sem flestir þekkja. Eftirfarandi skipting byggir að hluta á Íslenskri flóru Ágústs H. Bjarnasonar. Jarðstönglar senda frá sér laufblöð sem vaxa ofanjarðar og mynda næringarefni. Jarðstönglar geta verið neðanjarðarrenglur sem eru langir og grannir sprotar líkt og húsapuntur sendir frá sér. Stöngulhnýði vaxa hins vegar að mestu neðanjarðar og eru kartöflur dæmi um slíkt. Ofanjarðarrenglur eru jarðlægir sprotar sem skjóta rótum og mynda blöð, dæmi um það eru jarðarberjaplöntur og gullmura. Stönglar ofanjarðar geta verið jurt- eða trjákenndir. Uppréttir, uppsveigðir, jarðlægir og skriðulir og sívalir, ferstrendir og rákóttir, gróf- eða fínhærðir og hárlausir eða vörtóttir. Þeir skiptast í stöngulliði sem eru hlutar stöngla milli blaða og sumir hafa stöngulliðamót. Stönglar grastegunda kallast strá og eru hol að innan og sum hafa óhol liðamót sem kallast hné. Strá hálfgrasa, eins og til dæmis fífu, eru sívalir en oft þrístrend hjá störum sem vaxa upp af jarðstöngli. Alls konar stönglar Ekki er þó þar með allt sagt því stönglar eru fjölbreyttari en marga grunar. Fálmarar klifurplantna eins og vínviðar eru ummyndaðir stönglar og það sama er að segja um „blöð“ blaðkaktusa og þyrna rósa. Einnig eru til runnar með flata stöngla sem líta út eins og laufblöð, til dæmis geislablað eða músaþorn, Ruscus aculeatus, sem er talsvert notað sem „grænt“ í blómaskreytingar. Trjábolir Stofn barr- og lauftrjáa er gerður úr nokkrum lögum. Yst er börkurinn, síðan innri börkur og svo vaxtarlagið. Sjálfur viðurinn kallast rysja, kjarnviður og mergur. Þéttleiki viðar fer eftir vaxtarhraða trjáa og er harðviður fenginn úr hægvaxta trjám. Í fræðsluriti Nýsköpunar- miðstöðvar Íslands, Tré – trjátegundir og efniseiginleikar viðarins, segir að frumubygging viðar samanstandi af löngum frumum, langfrumur, sem liggja í lengdarstefnu trésins og gefi trénu styrk. Líkja má trjáviði við búnt af sogrörum þar sem stuttfrumur ganga þvert á rörin en langfrumur flytja og geyma næringu. Milli frumanna eru op með filmu eða membru sem getur opnað og lokað fyrir vökvastreymi milli frumanna. Langfrumurnar eru mestur hluti viðarins, um 90% rúmmálsins. Þvert á langfrumurnar ganga merggeislafrumur eða merggeislar og hugsanlega trjákvoðugöng. Allt efni innan við ysta lagið eða börkinn kallast viður. Frumur sem myndast á vorin eru þunnveggja með mikið frumuholrými en frumur sem myndast á haustin eru með þykka frumuveggi og hafa minna frumuholrými. Þær eru sterkari og dökkar á lit. Munurinn á vorvið og haustvið myndar sýnilega árhringi. Einn árhringur er ljós vorviður og dökkur haustviður. Tré vaxa út á við og stofninn verður gildari. Þegar tré hafa ekki lengur þörf fyrir vökvaflutning gegnum innsta hluta stofnsins deyja innstu frumurnar og kjarnviður myndast. Stofn einkímblöðunga Þykktar- eða síðvöxtur einkím- blöðunga er minni en tvíkímblöðunga og oft eins og til dæmis í tilfelli pálma jafngildur frá rót og upp í blaðhvirfinguna. Vaxtarsproti pálma er í toppi þeirra og nær hann oftast endanlegri þykkt áður en hann vex upp á við og þar sem mörg pálmatré mynda einungis einn stofn drepast þau sé tekið ofan af þeim. Lengdartrefjar í stofnum pálma gera stofninn ótrúlega sveigjanlegan og með ólíkindum hvað pálmatré geta staðið af sér sterka hitabeltisstorma, enda segir í Sálmum Gamla testamentisins 92:13, „Réttlátir dafna sem pálmi“. Stöngull bambusa er að öllu jöfnu holur og því léttur og þolir mikla sveigju. Bambusar flokkast sem grös og eru stönglar þeirra ólíkir að lit eftir tegundum, grænn, gulur, rauður, blár, svartur og röndóttur. Bambus vex mjög hratt og dæmi er um rúmlega 90 sentímetra vöxt á sólarhring og sagt er að það megi horfa á fljótsprottnustu tegundirnar vaxa. Tegundin Dendrocalamus giganteus verður allra bambusa hæstur og getur náð 30 metra hæð og stöngullinn verið 35 sentímetrar í þvermál við bestu skilyrði. Þykkblöðungar Kaktusar eru þykkblöðungar sem mynda myndarlegan stofn sem safnar í sig vatni sem forða. Önnur planta sem myndar glæsilegan stofn er baobab, eða apabrauðstréð eins og það er stundum kallað. Í heimi grasafræðinnar er baobab ekki flokkað sem tré heldur sem þykkblöðungur. Reyndar með allra stærstu þykk- blöðungum sem vissulega líkjast trjám í útliti. Stærð og útlit baobab er ólíkt eftir tegundum. Hæð þeirra er frá 5 og upp í 40 metrar og breidd stofnsins getur náð allt að 47 metrum að ummáli. Baobab-þykkblöðungar vaxa yfirleitt stakir og setja sterkan svip á umhverfið þar sem þeir gnæfa yfir eins og steinrunnir risar. Trjáburknar Ólíkt öðrum burknum mynda trjáburknar stofn sem getur náð 15 til 20 metra hæð en eru yfirleitt lægri, eða milli fjórir og fimm metrar eftir tegundum. Eins og hjá pálmum er vaxtarbroddur trjáburkna í enda þeirra og mynda blöðin topphvirfingu. Stofn, stöngull og myrra Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Rafsalurinn í höll Katrínar fyrstu, eiginkonu Péturs mikla Rússakeisara. Höllin er skammt utan við Pétursborg. Raf er steinrunnin trjákvoða barrtrjáa. Mynd / wikimedia.org Trjáburknar á Filippseyjum. Mynd / wikimedia.org Flatir stönglar geislablaðs eða músa- þorns, Ruscus aculeatus, líkjast blöðum. Mynd / phytoimages.siu.edu Dendrocalamus giganteus verður allra bambusa hæstur og getur náð 30 metra hæð og stöngullinn verið 35 sentímetrar í þvermál við bestu skilyrði. Mynd / wikimedia.org Ytri börkur  Innri börkur  < Rysja > < Kjarnviður > Mergur  FRÆÐSLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.